Fundaði með danska forsætisráðherranum Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. apríl 2013 17:59 Mynd/Anna Marín Schram Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, átti í dag fund með Helle Thorning-Schmidt, formanni danskra jafnaðarmanna og forsætisráðherra í forsætisráðherraskrifstofunni á Kristjánsborg. Í fréttatilkynningu segir að forsætisráðherrann hafi farið fögrum orðum um árangur Samfylkingarinnar í glímunni við hrunið undanfarin ár og kvaðst oft hafa tekið stjórnarþátttöku Samfylkingarinnar frá hruni sem dæmi um hvernig jafnaðarmenn öxluðu byrðar af erfiðum verkefnum á örlagatímum, þótt vafasamt væri að það væri til vinsælda fallið. Árni var staddur í flugvél á leið í loftið þegar Vísir náði tali af honum. „Þetta var mjög góður fundur. Við höfum verið vinir í meira en tuttugu ár og það er ekkert nema gott á milli okkar. Á fundinum fórum við yfir það hversu mikilvægt það er að leggja áherslur á sköpun starfa sem forsendu fyrir velferð." Forsætisráðherrann gerði grein fyrir nýjum tillögum dönsku ríkisstjórnarinnar um lækkun skatta og álaga á fyrirtæki í þeim tilgangi. Árni Páll greindi frá hliðstæðum hugmyndum Samfylkingarinnar um lækkun tryggingagjalds í sama tilgangi og nýjar leiðir til að tryggja litlum og meðalstórum fyrirtækjum tryggari aðgang að ódýru lánsfé og fjárfestingarfé. „Sköpun starfa er algjört lykilatriði til að komast út úr þessari efnahagslegu stöðnun sem einkennir Evrópu núna, eða hinn vestræna heim skulum við segja."Mynd/Anna Marín Schram Kosningar 2013 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, átti í dag fund með Helle Thorning-Schmidt, formanni danskra jafnaðarmanna og forsætisráðherra í forsætisráðherraskrifstofunni á Kristjánsborg. Í fréttatilkynningu segir að forsætisráðherrann hafi farið fögrum orðum um árangur Samfylkingarinnar í glímunni við hrunið undanfarin ár og kvaðst oft hafa tekið stjórnarþátttöku Samfylkingarinnar frá hruni sem dæmi um hvernig jafnaðarmenn öxluðu byrðar af erfiðum verkefnum á örlagatímum, þótt vafasamt væri að það væri til vinsælda fallið. Árni var staddur í flugvél á leið í loftið þegar Vísir náði tali af honum. „Þetta var mjög góður fundur. Við höfum verið vinir í meira en tuttugu ár og það er ekkert nema gott á milli okkar. Á fundinum fórum við yfir það hversu mikilvægt það er að leggja áherslur á sköpun starfa sem forsendu fyrir velferð." Forsætisráðherrann gerði grein fyrir nýjum tillögum dönsku ríkisstjórnarinnar um lækkun skatta og álaga á fyrirtæki í þeim tilgangi. Árni Páll greindi frá hliðstæðum hugmyndum Samfylkingarinnar um lækkun tryggingagjalds í sama tilgangi og nýjar leiðir til að tryggja litlum og meðalstórum fyrirtækjum tryggari aðgang að ódýru lánsfé og fjárfestingarfé. „Sköpun starfa er algjört lykilatriði til að komast út úr þessari efnahagslegu stöðnun sem einkennir Evrópu núna, eða hinn vestræna heim skulum við segja."Mynd/Anna Marín Schram
Kosningar 2013 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira