„Menn eru almennt farnir að viðurkenna að þetta svigrúm sé þarna“ 8. apríl 2013 19:47 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ræddi við Reykjavík síðdegis um hugmyndir flokksins um skuldaleiðréttingar. Svaraði hann meðal annars gagnrýni Vefþjóðviljans á kosningaloforð Framsóknar, en þau eru sögð „orðin svo tryllingsleg, að fólk spyr sig ekki sömu spurninga og það gerir þegar það heyrir jarðbundnari málflutning". Enn fremur segir á Andríki, síðu Vefþjóðviljans, að Framsóknarflokkurinn ætli „að dæla mörg hundruð milljörðum króna úr ríkissjóði til að lækka skuldir sem einhverjir hafa stofnað til, jafnvel menn sem hafa grætt stórfé á verðhækkun fasteigna síðusta hálfan annan áratuginn". Sigmundur segir skrýtið að heyra gagnrýni úr þessari átt. „Þeir sem helst hafa gagnrýnt okkur fyrir þessar tillögur eru þeir sömu og börðust hvað harðast fyrir samþykki Icesave-skuldanna, en þetta er þá nýr hópur í þeirri baráttu og hefur þá kannski eitthvað með hugsanlegt val á þingmönnum að gera." Sigmundur segir rökstuðninginn ekki ganga upp. „Mér finnst hann að minnsta kosti ósanngjarn. Efnahagshrunið leiddi til mjög sérstakra aðstæðna, forsendubrests sem varð til vegna framferðis lánveitandans ekki síst, og vegna þess hvernig fjármálakerfið var rekið. Hvernig það bjó til þessa bólu sem sprakk. Þannig að það var lánveitandinn sem í rauninni bjó til þennan forsendubrest og jók þannig skuldir heimilanna. Þegar að því kemur að gera þetta upp hljótum við að líta svo á að það sé forgangskrafa í þessi þrotabú að koma til móts við heimilin." Sigmundur segir tímabært að koma til móts við skuldsett fólk og að hugmyndir um skuldaleiðréttingar séu ekki umdeildar lengur. „Það er það góða við það hvernig umræðan hefur þróast, að nú eru menn almennt farnir að viðurkenna að þetta svigrúm sé þarna. Deilurnar eru farnar að snúast um það hvernig eigi að nýta það, þannig að við erum þó komin eitthvað áleiðis. Það er nefnt þarna að það eigi að borga skuldir ríkisins með þessu og þá þurfum við líka að hafa það í huga að heimilin munu á endanum þurfa að borga skuldir ríkisins. Ég hélt nú reyndar að hægrimenn gerðu sér grein fyrir að ríkið er bara þegnarnir. Það eru heimilin sem mynda ríkið, og ef þessar skuldir liggja á þeim eins og farg þannig að þau geta ekki tekið eðlilegan þátt í efnahagslífinu, þá náum við okkur ekki af stað. Þá lendum í þessu japanska ástandi sem leiðir til stöðnunar jafnvel áratugum saman, og hagvöxturinn verður enginn. Við þurfum að fara að framleiða meiri verðmæti og koma hagvextinum af stað.“ Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér að ofan. Kosningar 2013 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ræddi við Reykjavík síðdegis um hugmyndir flokksins um skuldaleiðréttingar. Svaraði hann meðal annars gagnrýni Vefþjóðviljans á kosningaloforð Framsóknar, en þau eru sögð „orðin svo tryllingsleg, að fólk spyr sig ekki sömu spurninga og það gerir þegar það heyrir jarðbundnari málflutning". Enn fremur segir á Andríki, síðu Vefþjóðviljans, að Framsóknarflokkurinn ætli „að dæla mörg hundruð milljörðum króna úr ríkissjóði til að lækka skuldir sem einhverjir hafa stofnað til, jafnvel menn sem hafa grætt stórfé á verðhækkun fasteigna síðusta hálfan annan áratuginn". Sigmundur segir skrýtið að heyra gagnrýni úr þessari átt. „Þeir sem helst hafa gagnrýnt okkur fyrir þessar tillögur eru þeir sömu og börðust hvað harðast fyrir samþykki Icesave-skuldanna, en þetta er þá nýr hópur í þeirri baráttu og hefur þá kannski eitthvað með hugsanlegt val á þingmönnum að gera." Sigmundur segir rökstuðninginn ekki ganga upp. „Mér finnst hann að minnsta kosti ósanngjarn. Efnahagshrunið leiddi til mjög sérstakra aðstæðna, forsendubrests sem varð til vegna framferðis lánveitandans ekki síst, og vegna þess hvernig fjármálakerfið var rekið. Hvernig það bjó til þessa bólu sem sprakk. Þannig að það var lánveitandinn sem í rauninni bjó til þennan forsendubrest og jók þannig skuldir heimilanna. Þegar að því kemur að gera þetta upp hljótum við að líta svo á að það sé forgangskrafa í þessi þrotabú að koma til móts við heimilin." Sigmundur segir tímabært að koma til móts við skuldsett fólk og að hugmyndir um skuldaleiðréttingar séu ekki umdeildar lengur. „Það er það góða við það hvernig umræðan hefur þróast, að nú eru menn almennt farnir að viðurkenna að þetta svigrúm sé þarna. Deilurnar eru farnar að snúast um það hvernig eigi að nýta það, þannig að við erum þó komin eitthvað áleiðis. Það er nefnt þarna að það eigi að borga skuldir ríkisins með þessu og þá þurfum við líka að hafa það í huga að heimilin munu á endanum þurfa að borga skuldir ríkisins. Ég hélt nú reyndar að hægrimenn gerðu sér grein fyrir að ríkið er bara þegnarnir. Það eru heimilin sem mynda ríkið, og ef þessar skuldir liggja á þeim eins og farg þannig að þau geta ekki tekið eðlilegan þátt í efnahagslífinu, þá náum við okkur ekki af stað. Þá lendum í þessu japanska ástandi sem leiðir til stöðnunar jafnvel áratugum saman, og hagvöxturinn verður enginn. Við þurfum að fara að framleiða meiri verðmæti og koma hagvextinum af stað.“ Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér að ofan.
Kosningar 2013 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira