NBA: Kobe Bryant komst upp fyrir Wilt á öðrum fætinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2013 11:00 Kobe Bryant. Mynd/AP Kobe Bryant leiddi Los Angeles Lakers til sigurs í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þrátt fyrir að vera augljóslega að drepast í öðrum fætinum. Lakers vann þarna mikilvægan sigur því samkeppnisaðilarnir um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina, Dallas og Utah, unnu líka sína leiki. Kobe Bryant var með 19 stig og 14 stoðsendingar og hvíldi bara í 23 sekúndur í öllum leiknum þegar Los Angeles Lakers vann 103-98 útisigur á Sacramento Kings. Dwight Howard var með 24 stig og 15 fráköst, Steve Blake skoraði 15 stig og Pau Gasol var með 12 stig og 10 stoðsendingar. Steve Nash lék aðeins í 1 mínútur og 48 sekúndur áður en hann þurfti að yfirgefa völlinn vegna tognunar aftan í læri. "Fóturinn er í tómu rugli en annars líður mér vel," sagði Kobe Bryant eftir leikinn en fimmta stig hans í leiknum kom honum upp fyrir Wilt Chamberlain og í 4. sætið yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi. Randy Foye skoraði 26 stig fyrir Utah Jazz í 116-107 sigri á Brooklyn Nets. Mo Williams og Al Jefferson voru báðir með 20 stig en Utah vann þarna sinn fjórða leik í röð og er nú með sama árangur og Lakers í 8. - 9. sætinu. Utah er þó ofar á betri árangri í innbyrðisleikjum. Dirk Nowitzki skoraði sigurkörfuna 2,9 sekúndum fyrir leikslok fyrir utan þriggja stiga línuna þegar Dallas Mavericks vann 100-98 endurkomusigur á Chicago Bulls. Dallas var 12 stigum undir í fjórða en Nowitzki skoraði átta síðustu stig leiksins og var hetja sinna manna. Dallas er einum og hálfum leik á eftir Utah og Lakers.Öll úrslit í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Atlanta Hawks - Orlando Magic 97-88 Philadelphia 76Ers - Charlotte Bobcats 100-92 Houston Rockets - Los Angeles Clippers 98-81 Minnesota Timberwolves - Memphis Grizzlies 86-99 Milwaukee Bucks - Oklahoma City Thunder 99-109 Utah Jazz - Brooklyn Nets 116-107 Phoenix Suns - Indiana Pacers 104-112 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 98-103 Golden State Warriors - Portland Trail Blazers 125-98 NBA Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Kobe Bryant leiddi Los Angeles Lakers til sigurs í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þrátt fyrir að vera augljóslega að drepast í öðrum fætinum. Lakers vann þarna mikilvægan sigur því samkeppnisaðilarnir um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina, Dallas og Utah, unnu líka sína leiki. Kobe Bryant var með 19 stig og 14 stoðsendingar og hvíldi bara í 23 sekúndur í öllum leiknum þegar Los Angeles Lakers vann 103-98 útisigur á Sacramento Kings. Dwight Howard var með 24 stig og 15 fráköst, Steve Blake skoraði 15 stig og Pau Gasol var með 12 stig og 10 stoðsendingar. Steve Nash lék aðeins í 1 mínútur og 48 sekúndur áður en hann þurfti að yfirgefa völlinn vegna tognunar aftan í læri. "Fóturinn er í tómu rugli en annars líður mér vel," sagði Kobe Bryant eftir leikinn en fimmta stig hans í leiknum kom honum upp fyrir Wilt Chamberlain og í 4. sætið yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi. Randy Foye skoraði 26 stig fyrir Utah Jazz í 116-107 sigri á Brooklyn Nets. Mo Williams og Al Jefferson voru báðir með 20 stig en Utah vann þarna sinn fjórða leik í röð og er nú með sama árangur og Lakers í 8. - 9. sætinu. Utah er þó ofar á betri árangri í innbyrðisleikjum. Dirk Nowitzki skoraði sigurkörfuna 2,9 sekúndum fyrir leikslok fyrir utan þriggja stiga línuna þegar Dallas Mavericks vann 100-98 endurkomusigur á Chicago Bulls. Dallas var 12 stigum undir í fjórða en Nowitzki skoraði átta síðustu stig leiksins og var hetja sinna manna. Dallas er einum og hálfum leik á eftir Utah og Lakers.Öll úrslit í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Atlanta Hawks - Orlando Magic 97-88 Philadelphia 76Ers - Charlotte Bobcats 100-92 Houston Rockets - Los Angeles Clippers 98-81 Minnesota Timberwolves - Memphis Grizzlies 86-99 Milwaukee Bucks - Oklahoma City Thunder 99-109 Utah Jazz - Brooklyn Nets 116-107 Phoenix Suns - Indiana Pacers 104-112 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 98-103 Golden State Warriors - Portland Trail Blazers 125-98
NBA Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira