Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Afturelding 25-21 | Mosfellingar fallnir Stefán Árni Pálsson skrifar 25. mars 2013 19:00 Valur vann Aftureldingu í lokaumferð N1-deild karla, 25-21, og heldur sæti sínu í deildinni í bili í það minnsta en Afturelding er fallin. Frábær leikur sem bauð uppá allt en Finnur Ingi Stefánsson, leikmaður Vals, var frábær í fyrri hálfleik og skoraði alls sjö mörk í leiknum. Jóhann Jóhannsson var stórkostlegur fyrir gestina og gerði níu mörk. Leikurinn byrjaði með miklum látum og gríðarlega barátta var í báðum liðum. Það sauð oft á tíðum upp úr á fyrstu mínútunum og lá við slagsmálum. Afturelding byrjaði leikinn betur og komst í 2-0 en Valsmenn skoruðu ekki mark fyrstu sjö mínútur leiksins. Valsmenn fóru þá loks í gang og sóknarleikur þeirra fór að smella saman. Þegar þrettán mínútur voru eftir var staðan er orðin 7-5 fyrir heimamenn. Valsmenn voru magnaðir í sinni framliggjandi vörn og leikmenn Aftureldingar vissu oft á tíðum ekkert hvernig bregðast átti við. Valsmenn náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleiknum 12-8. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 13-11 eftir að gestirnir gáfu í á lokaspretti hálfleiksins. Afturelding byrjaði síðari hálfleikinn rétt eins og þann fyrri með tveimur mörkum í röð og jöfnuðu strax metin í 13-13. Þá fóru Valsmenn aftur í gang og komust fljótlega eftir það aftur tveimur mörkum yfir, 15-13. Leikurinn var spennandi alveg til enda en Valsmenn alltaf einu skrefi á undan. Frábær varnarleikur gerði gæfumuninn fyrir Val en honum lauk með sigri heimamanna 25-21. Lárus Helgi: Ótrúlegur varnarleikur í kvöld„Þetta er frábært," sagði Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Vals, sáttur að leikslokum. „Nú er bara framundan þetta umspil og við verðum klárið í þann slag. Við erum alls ekkert að fara slaka á núna, við höfum séð þessi 1. deildarlið fara virkilega illa með nokkur lið í N1-deildinni." „Það var gríðarleg barátta í leiknum og maður hugsaði til að byrja með hvað myndu mörg rauð spjöld fara á loft í kvöld." „Þessi vörn hefur verið mögnuð hjá okkur eftir áramót og frammistaða strákana í hjarta varnarinnar var með ólíkindum í kvöld." Lárus Helgi skoraði síðasta mark leiksins í kvöld, yfir allan völlinn og fagnaði gríðarlega. „Maður var að setja einn mark í kvöld. Davíð Svansson (markvörður Aftureldingar) hefur áður skorað gegn mér og ég varð að klína boltanum í netið í kvöld." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Fannar: Leikurinn í kvöld var aðal hindrunin„Það sem lagði grunninn að þessum sigri var klárlega þéttur varnarleikur," sagði Fannar Þorbjörnsson, leikmaður Vals, eftir sigurinn. „Við ætluðum að mæta dýrvitlausir alveg frá byrjun og leggja strax línurnar. Það tókst svona líka vel og við gáfum ekkert eftir alveg til enda." „Við vorum kannski smávegis í vandræðum sóknarlega til að byrja með en fyrir utan það fannst mér við hafa þennan leik alltaf." „Þetta er búið að vera skrítin vetur og liðið hefur gengið í gegnum margt. Þjálfarinn er látinn fara og nýir leikmenn koma inn í hópinn. Við vorum oft á tíðum rosalega langt niðri andlega en markmiðið hafðist og við ætlum okkur að vera í efstu deild að ári." „Nú tekur við umspil sem ég óttast ekkert og tel að við séum með mun betra lið en öll hin liðin í þessu umspili. Aðalhindrunin var í kvöld og við stóðumst hana."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.Myndir / Vilhelm Gunnarsson Olís-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sjá meira
Valur vann Aftureldingu í lokaumferð N1-deild karla, 25-21, og heldur sæti sínu í deildinni í bili í það minnsta en Afturelding er fallin. Frábær leikur sem bauð uppá allt en Finnur Ingi Stefánsson, leikmaður Vals, var frábær í fyrri hálfleik og skoraði alls sjö mörk í leiknum. Jóhann Jóhannsson var stórkostlegur fyrir gestina og gerði níu mörk. Leikurinn byrjaði með miklum látum og gríðarlega barátta var í báðum liðum. Það sauð oft á tíðum upp úr á fyrstu mínútunum og lá við slagsmálum. Afturelding byrjaði leikinn betur og komst í 2-0 en Valsmenn skoruðu ekki mark fyrstu sjö mínútur leiksins. Valsmenn fóru þá loks í gang og sóknarleikur þeirra fór að smella saman. Þegar þrettán mínútur voru eftir var staðan er orðin 7-5 fyrir heimamenn. Valsmenn voru magnaðir í sinni framliggjandi vörn og leikmenn Aftureldingar vissu oft á tíðum ekkert hvernig bregðast átti við. Valsmenn náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleiknum 12-8. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 13-11 eftir að gestirnir gáfu í á lokaspretti hálfleiksins. Afturelding byrjaði síðari hálfleikinn rétt eins og þann fyrri með tveimur mörkum í röð og jöfnuðu strax metin í 13-13. Þá fóru Valsmenn aftur í gang og komust fljótlega eftir það aftur tveimur mörkum yfir, 15-13. Leikurinn var spennandi alveg til enda en Valsmenn alltaf einu skrefi á undan. Frábær varnarleikur gerði gæfumuninn fyrir Val en honum lauk með sigri heimamanna 25-21. Lárus Helgi: Ótrúlegur varnarleikur í kvöld„Þetta er frábært," sagði Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Vals, sáttur að leikslokum. „Nú er bara framundan þetta umspil og við verðum klárið í þann slag. Við erum alls ekkert að fara slaka á núna, við höfum séð þessi 1. deildarlið fara virkilega illa með nokkur lið í N1-deildinni." „Það var gríðarleg barátta í leiknum og maður hugsaði til að byrja með hvað myndu mörg rauð spjöld fara á loft í kvöld." „Þessi vörn hefur verið mögnuð hjá okkur eftir áramót og frammistaða strákana í hjarta varnarinnar var með ólíkindum í kvöld." Lárus Helgi skoraði síðasta mark leiksins í kvöld, yfir allan völlinn og fagnaði gríðarlega. „Maður var að setja einn mark í kvöld. Davíð Svansson (markvörður Aftureldingar) hefur áður skorað gegn mér og ég varð að klína boltanum í netið í kvöld." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Fannar: Leikurinn í kvöld var aðal hindrunin„Það sem lagði grunninn að þessum sigri var klárlega þéttur varnarleikur," sagði Fannar Þorbjörnsson, leikmaður Vals, eftir sigurinn. „Við ætluðum að mæta dýrvitlausir alveg frá byrjun og leggja strax línurnar. Það tókst svona líka vel og við gáfum ekkert eftir alveg til enda." „Við vorum kannski smávegis í vandræðum sóknarlega til að byrja með en fyrir utan það fannst mér við hafa þennan leik alltaf." „Þetta er búið að vera skrítin vetur og liðið hefur gengið í gegnum margt. Þjálfarinn er látinn fara og nýir leikmenn koma inn í hópinn. Við vorum oft á tíðum rosalega langt niðri andlega en markmiðið hafðist og við ætlum okkur að vera í efstu deild að ári." „Nú tekur við umspil sem ég óttast ekkert og tel að við séum með mun betra lið en öll hin liðin í þessu umspili. Aðalhindrunin var í kvöld og við stóðumst hana."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.Myndir / Vilhelm Gunnarsson
Olís-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sjá meira