Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Afturelding 25-21 | Mosfellingar fallnir Stefán Árni Pálsson skrifar 25. mars 2013 19:00 Valur vann Aftureldingu í lokaumferð N1-deild karla, 25-21, og heldur sæti sínu í deildinni í bili í það minnsta en Afturelding er fallin. Frábær leikur sem bauð uppá allt en Finnur Ingi Stefánsson, leikmaður Vals, var frábær í fyrri hálfleik og skoraði alls sjö mörk í leiknum. Jóhann Jóhannsson var stórkostlegur fyrir gestina og gerði níu mörk. Leikurinn byrjaði með miklum látum og gríðarlega barátta var í báðum liðum. Það sauð oft á tíðum upp úr á fyrstu mínútunum og lá við slagsmálum. Afturelding byrjaði leikinn betur og komst í 2-0 en Valsmenn skoruðu ekki mark fyrstu sjö mínútur leiksins. Valsmenn fóru þá loks í gang og sóknarleikur þeirra fór að smella saman. Þegar þrettán mínútur voru eftir var staðan er orðin 7-5 fyrir heimamenn. Valsmenn voru magnaðir í sinni framliggjandi vörn og leikmenn Aftureldingar vissu oft á tíðum ekkert hvernig bregðast átti við. Valsmenn náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleiknum 12-8. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 13-11 eftir að gestirnir gáfu í á lokaspretti hálfleiksins. Afturelding byrjaði síðari hálfleikinn rétt eins og þann fyrri með tveimur mörkum í röð og jöfnuðu strax metin í 13-13. Þá fóru Valsmenn aftur í gang og komust fljótlega eftir það aftur tveimur mörkum yfir, 15-13. Leikurinn var spennandi alveg til enda en Valsmenn alltaf einu skrefi á undan. Frábær varnarleikur gerði gæfumuninn fyrir Val en honum lauk með sigri heimamanna 25-21. Lárus Helgi: Ótrúlegur varnarleikur í kvöld„Þetta er frábært," sagði Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Vals, sáttur að leikslokum. „Nú er bara framundan þetta umspil og við verðum klárið í þann slag. Við erum alls ekkert að fara slaka á núna, við höfum séð þessi 1. deildarlið fara virkilega illa með nokkur lið í N1-deildinni." „Það var gríðarleg barátta í leiknum og maður hugsaði til að byrja með hvað myndu mörg rauð spjöld fara á loft í kvöld." „Þessi vörn hefur verið mögnuð hjá okkur eftir áramót og frammistaða strákana í hjarta varnarinnar var með ólíkindum í kvöld." Lárus Helgi skoraði síðasta mark leiksins í kvöld, yfir allan völlinn og fagnaði gríðarlega. „Maður var að setja einn mark í kvöld. Davíð Svansson (markvörður Aftureldingar) hefur áður skorað gegn mér og ég varð að klína boltanum í netið í kvöld." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Fannar: Leikurinn í kvöld var aðal hindrunin„Það sem lagði grunninn að þessum sigri var klárlega þéttur varnarleikur," sagði Fannar Þorbjörnsson, leikmaður Vals, eftir sigurinn. „Við ætluðum að mæta dýrvitlausir alveg frá byrjun og leggja strax línurnar. Það tókst svona líka vel og við gáfum ekkert eftir alveg til enda." „Við vorum kannski smávegis í vandræðum sóknarlega til að byrja með en fyrir utan það fannst mér við hafa þennan leik alltaf." „Þetta er búið að vera skrítin vetur og liðið hefur gengið í gegnum margt. Þjálfarinn er látinn fara og nýir leikmenn koma inn í hópinn. Við vorum oft á tíðum rosalega langt niðri andlega en markmiðið hafðist og við ætlum okkur að vera í efstu deild að ári." „Nú tekur við umspil sem ég óttast ekkert og tel að við séum með mun betra lið en öll hin liðin í þessu umspili. Aðalhindrunin var í kvöld og við stóðumst hana."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.Myndir / Vilhelm Gunnarsson Olís-deild karla Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Valur vann Aftureldingu í lokaumferð N1-deild karla, 25-21, og heldur sæti sínu í deildinni í bili í það minnsta en Afturelding er fallin. Frábær leikur sem bauð uppá allt en Finnur Ingi Stefánsson, leikmaður Vals, var frábær í fyrri hálfleik og skoraði alls sjö mörk í leiknum. Jóhann Jóhannsson var stórkostlegur fyrir gestina og gerði níu mörk. Leikurinn byrjaði með miklum látum og gríðarlega barátta var í báðum liðum. Það sauð oft á tíðum upp úr á fyrstu mínútunum og lá við slagsmálum. Afturelding byrjaði leikinn betur og komst í 2-0 en Valsmenn skoruðu ekki mark fyrstu sjö mínútur leiksins. Valsmenn fóru þá loks í gang og sóknarleikur þeirra fór að smella saman. Þegar þrettán mínútur voru eftir var staðan er orðin 7-5 fyrir heimamenn. Valsmenn voru magnaðir í sinni framliggjandi vörn og leikmenn Aftureldingar vissu oft á tíðum ekkert hvernig bregðast átti við. Valsmenn náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleiknum 12-8. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 13-11 eftir að gestirnir gáfu í á lokaspretti hálfleiksins. Afturelding byrjaði síðari hálfleikinn rétt eins og þann fyrri með tveimur mörkum í röð og jöfnuðu strax metin í 13-13. Þá fóru Valsmenn aftur í gang og komust fljótlega eftir það aftur tveimur mörkum yfir, 15-13. Leikurinn var spennandi alveg til enda en Valsmenn alltaf einu skrefi á undan. Frábær varnarleikur gerði gæfumuninn fyrir Val en honum lauk með sigri heimamanna 25-21. Lárus Helgi: Ótrúlegur varnarleikur í kvöld„Þetta er frábært," sagði Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Vals, sáttur að leikslokum. „Nú er bara framundan þetta umspil og við verðum klárið í þann slag. Við erum alls ekkert að fara slaka á núna, við höfum séð þessi 1. deildarlið fara virkilega illa með nokkur lið í N1-deildinni." „Það var gríðarleg barátta í leiknum og maður hugsaði til að byrja með hvað myndu mörg rauð spjöld fara á loft í kvöld." „Þessi vörn hefur verið mögnuð hjá okkur eftir áramót og frammistaða strákana í hjarta varnarinnar var með ólíkindum í kvöld." Lárus Helgi skoraði síðasta mark leiksins í kvöld, yfir allan völlinn og fagnaði gríðarlega. „Maður var að setja einn mark í kvöld. Davíð Svansson (markvörður Aftureldingar) hefur áður skorað gegn mér og ég varð að klína boltanum í netið í kvöld." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Fannar: Leikurinn í kvöld var aðal hindrunin„Það sem lagði grunninn að þessum sigri var klárlega þéttur varnarleikur," sagði Fannar Þorbjörnsson, leikmaður Vals, eftir sigurinn. „Við ætluðum að mæta dýrvitlausir alveg frá byrjun og leggja strax línurnar. Það tókst svona líka vel og við gáfum ekkert eftir alveg til enda." „Við vorum kannski smávegis í vandræðum sóknarlega til að byrja með en fyrir utan það fannst mér við hafa þennan leik alltaf." „Þetta er búið að vera skrítin vetur og liðið hefur gengið í gegnum margt. Þjálfarinn er látinn fara og nýir leikmenn koma inn í hópinn. Við vorum oft á tíðum rosalega langt niðri andlega en markmiðið hafðist og við ætlum okkur að vera í efstu deild að ári." „Nú tekur við umspil sem ég óttast ekkert og tel að við séum með mun betra lið en öll hin liðin í þessu umspili. Aðalhindrunin var í kvöld og við stóðumst hana."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.Myndir / Vilhelm Gunnarsson
Olís-deild karla Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira