Vill klára málið eftir kosningar 2. mars 2013 18:30 Eitt af umdeildari málum núverandi ríkisstjórnar hefur verið stjórnarskrármálið svokallaða. Málið hefur mætt mikilli andstöðu minnihlutans á Alþingi og nú þegar líður að þinglokum er málið rétt að komast í aðra umræðu eftir að meirihluti Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar samþykkti nýtt meirihlutaálit í fyrradag. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir hinsvegar augljóst að ekki takist að klára málið í heild sinni á þessu þingi. Hann ætlar því að leggja til við formenn hinna flokkanna að samið verði um hvaða mál komist í gegn og að hluti stjórnarskrárfrumvarpsins verði kláraður nú og að það verði síðan verkefni næsta þings að klára málið. Þetta verði gert í formi þingsályktunar. Hann leggur áherslu á að þrjú mál verði kláruð. „Ég vil sjá breytingaákvæði, þannig að það sé raunsætt að breyta stjórnarskránni á næsta kjörtímabili. Ég vil sjá ákvæði um þjóðareign á auðlindum, við erum búin að ræða það í þrettán ár og ég vorkenni engum flokki að taka afstöðu til þess. Og ég vil sjá ákvæði um þjóðaratkvæði þannig að þjóðin geti fengið mál til afgreiðslu. Það held ég að séu lykilatriðin sem ég held að við ættum að geta afgreitt núna." Þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum við þessum hugmyndum innan stjórnarflokkanna varð þó heldur lítið um svör. Valgerður Bjarnadóttir formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem borið hefur hitann og þungann í þessu máli fyrir hönd Samfylkingarinnar vildi ekkert tjá sig um útspil Árna í dag. Sama sagði Álfheiður Ingadóttir þingkona VG og varaformaður nefndarinnar. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænnar sagði að þar á bæ hafi menn einsett sér að fara vel yfir meirihlutaálit nefndarinnar og taka stöðuna á ný eftir helgi. Þannig sé málið nú statt hvað sig varði. Aðrir þingmenn stjórnarflokkanna sem fréttastofa ræddi við vildu ekki tjá sig um málið og ekki náðist í Jóhönnu SIgurðardóttur forsætisráðherra sem ávallt hefur lagt þunga áherslu á að stjórnarskrármálið klárist á þessu kjörtímabili. Kosningar 2013 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Eitt af umdeildari málum núverandi ríkisstjórnar hefur verið stjórnarskrármálið svokallaða. Málið hefur mætt mikilli andstöðu minnihlutans á Alþingi og nú þegar líður að þinglokum er málið rétt að komast í aðra umræðu eftir að meirihluti Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar samþykkti nýtt meirihlutaálit í fyrradag. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir hinsvegar augljóst að ekki takist að klára málið í heild sinni á þessu þingi. Hann ætlar því að leggja til við formenn hinna flokkanna að samið verði um hvaða mál komist í gegn og að hluti stjórnarskrárfrumvarpsins verði kláraður nú og að það verði síðan verkefni næsta þings að klára málið. Þetta verði gert í formi þingsályktunar. Hann leggur áherslu á að þrjú mál verði kláruð. „Ég vil sjá breytingaákvæði, þannig að það sé raunsætt að breyta stjórnarskránni á næsta kjörtímabili. Ég vil sjá ákvæði um þjóðareign á auðlindum, við erum búin að ræða það í þrettán ár og ég vorkenni engum flokki að taka afstöðu til þess. Og ég vil sjá ákvæði um þjóðaratkvæði þannig að þjóðin geti fengið mál til afgreiðslu. Það held ég að séu lykilatriðin sem ég held að við ættum að geta afgreitt núna." Þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum við þessum hugmyndum innan stjórnarflokkanna varð þó heldur lítið um svör. Valgerður Bjarnadóttir formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem borið hefur hitann og þungann í þessu máli fyrir hönd Samfylkingarinnar vildi ekkert tjá sig um útspil Árna í dag. Sama sagði Álfheiður Ingadóttir þingkona VG og varaformaður nefndarinnar. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænnar sagði að þar á bæ hafi menn einsett sér að fara vel yfir meirihlutaálit nefndarinnar og taka stöðuna á ný eftir helgi. Þannig sé málið nú statt hvað sig varði. Aðrir þingmenn stjórnarflokkanna sem fréttastofa ræddi við vildu ekki tjá sig um málið og ekki náðist í Jóhönnu SIgurðardóttur forsætisráðherra sem ávallt hefur lagt þunga áherslu á að stjórnarskrármálið klárist á þessu kjörtímabili.
Kosningar 2013 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira