Kom með lífverði á nefndasvið Alþingis 21. febrúar 2013 10:29 Sigurður Ingi Þórðarson kom í fylgd tveggja lífvarða á nefndasvið Alþingis í morgun þegar hann gaf Allsherjar- og menntamálanefnd skýrslu vegna aðkomu sinnar að stóra FBI-málinu svokallaða. Sigurður Ingi hefur hingað til verið kallaður Siggi hakkari í fjölmiðlum en hann virðist hafa verið nokkurskonar uppljóstrari alríkislögreglunnar. Sigurður gaf sig fram í bandaríska sendirráðinu sumarið 2011 og sagðist þá hafa upplýsingar um yfirvofandi árás á tölvukerfi stjórnarráðsins. Árás sem ríkislögreglustjóri lítur á að hafi verið komið í veg fyrir með sértækum aðgerðum. Málið snýst um réttarbeiðni fulltrúa alríkislögreglunnar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafnaði á þeim forsendum að þeir væru hér á landi að rannsaka Wikileaks samtökin en ekki tölvuárásina, en fulltrúarnir komu upprunalega hingað til lands til þess að rannsaka það mál. Björgvin G. Sigurðsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við Vísi í morgun að skýrsla Sigurðar varpaði enn skýrara ljósi á það að alríkisfulltrúarnir voru sannarlega að rannsaka Wikileaks samtökin hér á landi. Hann gat þó ekki farið út í smáatriði hvað skýrsluna varðar þar sem fundurinn er lokaður. Fundurinn í morgun var þó heldur sérkennilegur. Fjöldi fréttamanna beið á nefndarsviðinu eftir að Sigurður lyki skýrslugjöf sinni. Þá þegar var fjölmiðlamönnum tilkynnt af starfsmönnum nefndarsviðsins að það væri ekki heimilt að taka viðtöl í húsnæði nefndarsviðsins. Tveir menn, sem starfa sem lífverðir, biðu einnig eftir Sigurði, en annar þeirra sagðist aðspurður að Sigurður hefði óskað eftir þjónustu þeirra, en ekki af ótta um líf sitt. Þessir tveir menn laumuðu svo Sigurði út um bakdyr sem snúa að Austurstræti eftir að fundinum lauk. Fréttamenn eltu þá uppi eins og sést á meðfylgjandi myndskeiði. Þegar fréttamennirnir loksins höfðu uppi á Sigurði vildi hann ekki tjá sig við fjölmiðla. Aðspurður segir Björgvin að þessar öryggiskröfur hafi ekki komið frá þingnefndinni sjálfri. Mál Sigga hakkara Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sigurður Ingi Þórðarson kom í fylgd tveggja lífvarða á nefndasvið Alþingis í morgun þegar hann gaf Allsherjar- og menntamálanefnd skýrslu vegna aðkomu sinnar að stóra FBI-málinu svokallaða. Sigurður Ingi hefur hingað til verið kallaður Siggi hakkari í fjölmiðlum en hann virðist hafa verið nokkurskonar uppljóstrari alríkislögreglunnar. Sigurður gaf sig fram í bandaríska sendirráðinu sumarið 2011 og sagðist þá hafa upplýsingar um yfirvofandi árás á tölvukerfi stjórnarráðsins. Árás sem ríkislögreglustjóri lítur á að hafi verið komið í veg fyrir með sértækum aðgerðum. Málið snýst um réttarbeiðni fulltrúa alríkislögreglunnar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafnaði á þeim forsendum að þeir væru hér á landi að rannsaka Wikileaks samtökin en ekki tölvuárásina, en fulltrúarnir komu upprunalega hingað til lands til þess að rannsaka það mál. Björgvin G. Sigurðsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við Vísi í morgun að skýrsla Sigurðar varpaði enn skýrara ljósi á það að alríkisfulltrúarnir voru sannarlega að rannsaka Wikileaks samtökin hér á landi. Hann gat þó ekki farið út í smáatriði hvað skýrsluna varðar þar sem fundurinn er lokaður. Fundurinn í morgun var þó heldur sérkennilegur. Fjöldi fréttamanna beið á nefndarsviðinu eftir að Sigurður lyki skýrslugjöf sinni. Þá þegar var fjölmiðlamönnum tilkynnt af starfsmönnum nefndarsviðsins að það væri ekki heimilt að taka viðtöl í húsnæði nefndarsviðsins. Tveir menn, sem starfa sem lífverðir, biðu einnig eftir Sigurði, en annar þeirra sagðist aðspurður að Sigurður hefði óskað eftir þjónustu þeirra, en ekki af ótta um líf sitt. Þessir tveir menn laumuðu svo Sigurði út um bakdyr sem snúa að Austurstræti eftir að fundinum lauk. Fréttamenn eltu þá uppi eins og sést á meðfylgjandi myndskeiði. Þegar fréttamennirnir loksins höfðu uppi á Sigurði vildi hann ekki tjá sig við fjölmiðla. Aðspurður segir Björgvin að þessar öryggiskröfur hafi ekki komið frá þingnefndinni sjálfri.
Mál Sigga hakkara Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira