Dagur þrjú á enda Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 21. febrúar 2013 14:39 Mikið gekk á í dómssalnum í dag. Mynd/AFP Þriðja degi réttarhalda um það hvort spretthlauparinn Oscar Pistorius verði látinn laus gegn tryggingu er lokið. Haldið verður áfram þar sem frá var horfið í fyrramálið. Margt hefur gengið á í dómssalnum þessa þrjá daga og verjandinn Barry Roux hefur farið hamförum við að gagnrýna lögreglurannsóknina og krefst þess að Pistorius verði látinn laus. Verjandinn sagði að Pistorius hefði ekki haft neina ástæðu til að myrða kærustu sína, Reevu Steenkamp, og samband þeirra hafi verið ástríkt. Roux vísaði því einnig alfarið á bug að meintar hótanir Pistoriusar í garð manns á kappakstursbraut væru á rökum reistar. Hann hefði tekið óheppilega til orða og hefði ekki verið alvara þegar hann sagðist ætla að brjóta fætur mannsins. Gert var stutt hlé um klukkan hálf eitt vegna „yfirvofandi hættu utandyra" en skömmu síðar var haldið áfram án frekar útskýringa. Pistorius virtist þreyttur og blaðamenn á staðnum segja að hann hafi virst sofandi á köflum. Saksóknarinn Gerry Nel tók til máls og sagði framburð Pistoriusar ekki í samræmi við sönnunargögn á staðnum Hann segir ljóst að Pistorius hafi framið morð af yfirlögðu ráði og vilji halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Frásagnir hans af morðhótunum í sinn garð eigi ekki við rök að styðjast og engin gögn sýni fram á að þær hafi verið tilkynntar. Pistorius hafi logið til um þær til að fá samúð dómarans. Gæsluvarðhaldsréttarhöldin halda áfram á morgun og er nær ómögulegt að segja til um hver ákvörðun dómarans verður. Ekki hefur enn verið tilkynnt um hvort lögreglumaðurinn Hilton Botha haldi áfram að fara fyrir rannsókninni, en hann er sjálfur til rannsóknar vegna gruns um morðtilraun. Oscar Pistorius Tengdar fréttir Pistorius-lögga rannsökuð vegna morðtilraunar Mál spretthlauparans Oscars Pistorius er farið að minna á atburðarás reyfara, en nýjasti snúningur málsins er sá að lögreglumaðurinn Hilton Botha, sá sem hefur farið fyrir rannsókninni, sætir nú rannsókn fyrir morðtilraun. 21. febrúar 2013 09:18 Nike segir tímabundið upp samningi við Pistorius Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur sagt tímabundið upp samningi sínum við frjálsíþróttakappann Oscar Pistorius. Suður-Afríkumaðurinn er sakaður um að hafa myrt kærustu sína að yfirlögðu ráði. 21. febrúar 2013 12:58 Dómari ákveður í dag hvort Pistorius verði sleppt úr haldi Í dag mun dómari taka ákvörðun um hvort spretthlauparanum Oscar Pistorius verði sleppt úr haldi gegn tryggingu eða ekki. 21. febrúar 2013 06:29 Útgáfa lögreglunnar reyndist þokukennd Rannsóknarlögreglumaðurinn Hilton Botha viðurkenndi að ekkert hefði fundist við rannsókn málsins sem afsannað gæti frásögn Oscars Pistorius af atburðum næturinnar 14. febrúar, þegar hann skaut kærustu sína Reevu Steenkamp. 21. febrúar 2013 07:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Þriðja degi réttarhalda um það hvort spretthlauparinn Oscar Pistorius verði látinn laus gegn tryggingu er lokið. Haldið verður áfram þar sem frá var horfið í fyrramálið. Margt hefur gengið á í dómssalnum þessa þrjá daga og verjandinn Barry Roux hefur farið hamförum við að gagnrýna lögreglurannsóknina og krefst þess að Pistorius verði látinn laus. Verjandinn sagði að Pistorius hefði ekki haft neina ástæðu til að myrða kærustu sína, Reevu Steenkamp, og samband þeirra hafi verið ástríkt. Roux vísaði því einnig alfarið á bug að meintar hótanir Pistoriusar í garð manns á kappakstursbraut væru á rökum reistar. Hann hefði tekið óheppilega til orða og hefði ekki verið alvara þegar hann sagðist ætla að brjóta fætur mannsins. Gert var stutt hlé um klukkan hálf eitt vegna „yfirvofandi hættu utandyra" en skömmu síðar var haldið áfram án frekar útskýringa. Pistorius virtist þreyttur og blaðamenn á staðnum segja að hann hafi virst sofandi á köflum. Saksóknarinn Gerry Nel tók til máls og sagði framburð Pistoriusar ekki í samræmi við sönnunargögn á staðnum Hann segir ljóst að Pistorius hafi framið morð af yfirlögðu ráði og vilji halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Frásagnir hans af morðhótunum í sinn garð eigi ekki við rök að styðjast og engin gögn sýni fram á að þær hafi verið tilkynntar. Pistorius hafi logið til um þær til að fá samúð dómarans. Gæsluvarðhaldsréttarhöldin halda áfram á morgun og er nær ómögulegt að segja til um hver ákvörðun dómarans verður. Ekki hefur enn verið tilkynnt um hvort lögreglumaðurinn Hilton Botha haldi áfram að fara fyrir rannsókninni, en hann er sjálfur til rannsóknar vegna gruns um morðtilraun.
Oscar Pistorius Tengdar fréttir Pistorius-lögga rannsökuð vegna morðtilraunar Mál spretthlauparans Oscars Pistorius er farið að minna á atburðarás reyfara, en nýjasti snúningur málsins er sá að lögreglumaðurinn Hilton Botha, sá sem hefur farið fyrir rannsókninni, sætir nú rannsókn fyrir morðtilraun. 21. febrúar 2013 09:18 Nike segir tímabundið upp samningi við Pistorius Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur sagt tímabundið upp samningi sínum við frjálsíþróttakappann Oscar Pistorius. Suður-Afríkumaðurinn er sakaður um að hafa myrt kærustu sína að yfirlögðu ráði. 21. febrúar 2013 12:58 Dómari ákveður í dag hvort Pistorius verði sleppt úr haldi Í dag mun dómari taka ákvörðun um hvort spretthlauparanum Oscar Pistorius verði sleppt úr haldi gegn tryggingu eða ekki. 21. febrúar 2013 06:29 Útgáfa lögreglunnar reyndist þokukennd Rannsóknarlögreglumaðurinn Hilton Botha viðurkenndi að ekkert hefði fundist við rannsókn málsins sem afsannað gæti frásögn Oscars Pistorius af atburðum næturinnar 14. febrúar, þegar hann skaut kærustu sína Reevu Steenkamp. 21. febrúar 2013 07:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Pistorius-lögga rannsökuð vegna morðtilraunar Mál spretthlauparans Oscars Pistorius er farið að minna á atburðarás reyfara, en nýjasti snúningur málsins er sá að lögreglumaðurinn Hilton Botha, sá sem hefur farið fyrir rannsókninni, sætir nú rannsókn fyrir morðtilraun. 21. febrúar 2013 09:18
Nike segir tímabundið upp samningi við Pistorius Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur sagt tímabundið upp samningi sínum við frjálsíþróttakappann Oscar Pistorius. Suður-Afríkumaðurinn er sakaður um að hafa myrt kærustu sína að yfirlögðu ráði. 21. febrúar 2013 12:58
Dómari ákveður í dag hvort Pistorius verði sleppt úr haldi Í dag mun dómari taka ákvörðun um hvort spretthlauparanum Oscar Pistorius verði sleppt úr haldi gegn tryggingu eða ekki. 21. febrúar 2013 06:29
Útgáfa lögreglunnar reyndist þokukennd Rannsóknarlögreglumaðurinn Hilton Botha viðurkenndi að ekkert hefði fundist við rannsókn málsins sem afsannað gæti frásögn Oscars Pistorius af atburðum næturinnar 14. febrúar, þegar hann skaut kærustu sína Reevu Steenkamp. 21. febrúar 2013 07:00