Stjarnan varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Símabikars karla í handbolta. Liðið vann fimm marka sigur á Þrótti í 8-liða úrslitum, 27-22.
Bæði lið leika í 1. deildinni en Stjarnan er þar í öðru sæti en Þróttur í sjöunda. Sigur Stjörnumanna var nokkuð öruggur en þeir höfðu fimm marka forystu í hálfleik, 14-9.
Markahæstur í liði Stjörnunnar var Jakob Arnar Októsson með sex mörk en Bjarni Jónasson kom næstur með fimm mörk.
Undanúrslit og úrslitaleikur keppninnar fara fram sömu helgina, 8.-10. mars, næstkomandi. Aðrir leikir í 8-liða úrslitum fara allir fram á miðvikudagskvöldið.
Leikirnir á miðvikudag:
19.00 Akureyri - FH
19.00 ÍR - Haukar
19.30 Selfoss - ÍBV

