Fram vann góðan sigur, 34-27, á Stjörnunni í N1-deild kvenna í handknattleik en leikurinn fór fram í Safamýrinni.
Leikurinn var mjög svo jafn í fyrri hálfleiknum og var staðan 15-13 eftir 30 mínútur.
Í þeim síðari voru Framarar mikið mun betri aðilinn í leiknum og unnu að lokum sjö marka sigur 34-27.
Stella Sigurðardóttir gerði níu mörk fyrir Fram í leiknum en Jóna M. Ragnarsdóttir gerði einnig níu mörk fyrir Stjörnuna.
Fram er eftir leikinn í öðru sæti deildarinnar með 30 stig.
Fram vann öruggan sigur á Stjörnunni
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið



Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn




Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn


