Erlent

Pistorius fyrir dómara á morgun

Mynd/AFP
Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius mun í fyrramálið fara fram á það við dómara að vera settur laus gegn tryggingu. Hann er nú í haldi lögreglu grunaður um að hafa myrt kærustu sína á heimili þeirra með skammbyssu.

Á fimmtudag hafnaði dómari kröfum Pistorius og gaf saksóknara frest þar til á þriðjudag, á morgun, til að undirbúa sig betur. Saksóknarinn Gerrie Nel sagði við fjölmiðla í dag að hann myndi mótmæla því að Pistorius yrði látinn laus.

Pistoirus hefur verið ákærður fyrir morðið á kærustunni, Reevu Steenkamp. Talið er að hann hafi skotið hana fjórum sinnum og einnig barið hana með hafnaboltarkylfu. Pistorius neitaði að hafa myrt kærustuna í yfirlýsingu á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×