„Ég varð að vernda Reevu“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. febrúar 2013 16:52 Suður-Afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius mætti fyrir dómara í dag, en hann er grunaður um að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steencamp. Það var þungt yfir spretthlauparanum þegar hann lýsti atburðum hinnar afdrifaríku nætur, en saksóknar gefa Pistorius það að sök að hafa skotið Steenkamp fjórum skotum í gegn um baðherbergishurð. "Ég er mjög meðvitaður um að fólk brýst inn til annars fólks í þeim tilgangi að fremja glæpi. Ég hef fengið morðhótanir í gegnum tíðina og sef því með níu millimetra skammbyssu undir rúminu." Þetta er brot úr vitnisburði Pistorius hjá dómaranum, en hann segist hafa farið á fætur til þess að loka rennihurð, en þá heyrt skarkala sem barst frá baðherberginu og því hefði hann talið að einhver hefði brotist inn til hans. "Ég var ekki með gervifæturna áfasta og fannst ég því afar berskjaldaður. Ég varð að vernda Reevu og sjálfa mig," hélt Pistorius áfram. "Ég kveikti ekki ljósið. Ég færði mig í átt að baðherberginu og öskraði í áttina að hurðinni. Ég stóð á stubbunum þegar ég skaut úr byssunni í gegn um baðherbergishurðina og æpti á Reevu og sagði heni að hringja á lögregluna."Aðstandendur Pistorius í dómssalnum."Hún dó í fanginu á mér" Þá segist Pistorius hafa farið aftur inn í svefnherbergi og að þá hafi honum dottið í hug sá möguleiki að það gæti hafa verið Steencamp sem væri inni á baðherberginu. "Þetta var hryllilegt. Ég sparkaði upp hurðinni og hringdi á hjálp. Ég bar hana niður stigann þar sem mér var sagt að bíða ekki eftir sjúkraliðum. Hún dó í fanginu á mér. Eftir á að hyggja, þá tel ég að Reeva hafi farið inn á baðherbergi á meðan ég lokaði rennihurðinni." Saksóknarar leggjast gegn því að Pistorius verði látinn laus gegn tryggingagjalds, en þeir telja að morðið hafi verið af yfirlögðu ráði. Oscar Pistorius Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Suður-Afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius mætti fyrir dómara í dag, en hann er grunaður um að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steencamp. Það var þungt yfir spretthlauparanum þegar hann lýsti atburðum hinnar afdrifaríku nætur, en saksóknar gefa Pistorius það að sök að hafa skotið Steenkamp fjórum skotum í gegn um baðherbergishurð. "Ég er mjög meðvitaður um að fólk brýst inn til annars fólks í þeim tilgangi að fremja glæpi. Ég hef fengið morðhótanir í gegnum tíðina og sef því með níu millimetra skammbyssu undir rúminu." Þetta er brot úr vitnisburði Pistorius hjá dómaranum, en hann segist hafa farið á fætur til þess að loka rennihurð, en þá heyrt skarkala sem barst frá baðherberginu og því hefði hann talið að einhver hefði brotist inn til hans. "Ég var ekki með gervifæturna áfasta og fannst ég því afar berskjaldaður. Ég varð að vernda Reevu og sjálfa mig," hélt Pistorius áfram. "Ég kveikti ekki ljósið. Ég færði mig í átt að baðherberginu og öskraði í áttina að hurðinni. Ég stóð á stubbunum þegar ég skaut úr byssunni í gegn um baðherbergishurðina og æpti á Reevu og sagði heni að hringja á lögregluna."Aðstandendur Pistorius í dómssalnum."Hún dó í fanginu á mér" Þá segist Pistorius hafa farið aftur inn í svefnherbergi og að þá hafi honum dottið í hug sá möguleiki að það gæti hafa verið Steencamp sem væri inni á baðherberginu. "Þetta var hryllilegt. Ég sparkaði upp hurðinni og hringdi á hjálp. Ég bar hana niður stigann þar sem mér var sagt að bíða ekki eftir sjúkraliðum. Hún dó í fanginu á mér. Eftir á að hyggja, þá tel ég að Reeva hafi farið inn á baðherbergi á meðan ég lokaði rennihurðinni." Saksóknarar leggjast gegn því að Pistorius verði látinn laus gegn tryggingagjalds, en þeir telja að morðið hafi verið af yfirlögðu ráði.
Oscar Pistorius Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira