Icesave skýrir fylgismun milli kannana Karen Kjartansdóttir skrifar 1. febrúar 2013 20:17 Icesave málið skýrir fylgismun á stjórnmálaflokkunum milli kannana. Þetta kom fram í máli formanna stjórnmálaflokkanna þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Sjálfstæðisflokkurinn missir sex prósentustig á tveimur vikum. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins segir það vissulega verri niðurstöðu en sést hefur að undanförnu í könnunum. Icesave málið hreyfi vissulega við fólki en mestu skipti sé hvernig staðið sé að málum á næstu mánuðum. „Eftir sem áður, Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkurinn - kjölfestan í íslensku stjórnmálalífi. Mér finnst athyglisvert að sjá þessar miklu hreyfingar. Þær koma ekki mikið við fylgi Sjálfstæðisflokksins en ríkisstjórnarflokkarnir virðast vera að missa fylgi til Bjartar Framtíðar. Framsóknarflokkurinn er síðan auðvitað að styrkja sig," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Sigurvegari þessarar könnunnar, ef svo má segja, er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Skýr afstaða flokksins í Icesave-málinu eflaust haft sitt að segja. „Þetta er auðvitað mjög ánægjulegt og vonandi getur þetta haft góð áhrif á stjórnmálin, ef að hinir flokkarnir sjá í þessu tækifæri frekar en ógn. Ef þeir bregðast við með því að færa sig nær málflutningi okkar í stað þess að ráðast gegn okkur," segir Sigmundir Davíð. „Þó svo að Icesave hafi eflaust haft áhrif á þessa niðurstöðu þá geri ég ráð fyrir að fólk hafi líka sett það mál í samhengi við önnur sem við höfum verið að berjast fyrir. Ekki síst stöðu heimilanna." Eins og í síðustu könnun mælist Björt framtíð þriðja stærsta stjórnmálaaflið. „Mér líst bara mjög vel á þetta. Þetta er í góðu samræmi við það sem við höfum lagt upp með. Við erum búin að vera að vinna að þessu í um tvö ár. Þetta er hægt og bítandi að bæta við sig og allt stefnir í rétta átt," segir Heiða Kristín Helgadóttir, varaformaður Bjartar Framtíðar. Steingrímur J. Sigfússon sagði að vel mætti merkja og ákveðin púls sem væri í samfélaginu eftir Icesave-dóminn hann léti nægja í bili að flokkur hans bætti við sig fylgi. „Ef þessi niðurstaða sem þið sýnið hér þá blasir við að það yrði samstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Og ég held að þjóðin þurfi ekki á því að halda. Menn skulu bara rifja upp söguna, og forsöguna fyrir Icesacve. Af hverju lentum við í Icesave," segir Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar. Kosningar 2013 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Icesave málið skýrir fylgismun á stjórnmálaflokkunum milli kannana. Þetta kom fram í máli formanna stjórnmálaflokkanna þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Sjálfstæðisflokkurinn missir sex prósentustig á tveimur vikum. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins segir það vissulega verri niðurstöðu en sést hefur að undanförnu í könnunum. Icesave málið hreyfi vissulega við fólki en mestu skipti sé hvernig staðið sé að málum á næstu mánuðum. „Eftir sem áður, Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkurinn - kjölfestan í íslensku stjórnmálalífi. Mér finnst athyglisvert að sjá þessar miklu hreyfingar. Þær koma ekki mikið við fylgi Sjálfstæðisflokksins en ríkisstjórnarflokkarnir virðast vera að missa fylgi til Bjartar Framtíðar. Framsóknarflokkurinn er síðan auðvitað að styrkja sig," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Sigurvegari þessarar könnunnar, ef svo má segja, er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Skýr afstaða flokksins í Icesave-málinu eflaust haft sitt að segja. „Þetta er auðvitað mjög ánægjulegt og vonandi getur þetta haft góð áhrif á stjórnmálin, ef að hinir flokkarnir sjá í þessu tækifæri frekar en ógn. Ef þeir bregðast við með því að færa sig nær málflutningi okkar í stað þess að ráðast gegn okkur," segir Sigmundir Davíð. „Þó svo að Icesave hafi eflaust haft áhrif á þessa niðurstöðu þá geri ég ráð fyrir að fólk hafi líka sett það mál í samhengi við önnur sem við höfum verið að berjast fyrir. Ekki síst stöðu heimilanna." Eins og í síðustu könnun mælist Björt framtíð þriðja stærsta stjórnmálaaflið. „Mér líst bara mjög vel á þetta. Þetta er í góðu samræmi við það sem við höfum lagt upp með. Við erum búin að vera að vinna að þessu í um tvö ár. Þetta er hægt og bítandi að bæta við sig og allt stefnir í rétta átt," segir Heiða Kristín Helgadóttir, varaformaður Bjartar Framtíðar. Steingrímur J. Sigfússon sagði að vel mætti merkja og ákveðin púls sem væri í samfélaginu eftir Icesave-dóminn hann léti nægja í bili að flokkur hans bætti við sig fylgi. „Ef þessi niðurstaða sem þið sýnið hér þá blasir við að það yrði samstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Og ég held að þjóðin þurfi ekki á því að halda. Menn skulu bara rifja upp söguna, og forsöguna fyrir Icesacve. Af hverju lentum við í Icesave," segir Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Kosningar 2013 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira