Steingrímur varði olíuleit Íslendinga í Tromsö Kristján Már Unnarsson skrifar 26. janúar 2013 19:07 Sjávarútvegsráðherra Noregs segir að þar í landi hafi það sýnt sig að fiskveiðar og olíuleit geti vel farið saman. Á Norðurslóðaráðstefnunni í Tromsö, sem lauk í gær, varði Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra þá ákvörðun Íslendinga að hefja olíuleit með því að aðrar þjóðir við Norður-Atlantshaf gerðu slíkt hið sama. Í ræðu um olíuáform Íslands sagði Steingrímur að fyrst yrði að tryggja strangar varnir gegn mengun og slysum áður en nokkur olíuvinnsla yrði hugsanlega leyfð. Fréttamönnum sagði hann síðan að það yrði stór ákvörðun ef Ísland eitt ríkja ætlaði ekki að leyfa olíuleit. „Það fer fram olíuleit alls staðar í kringum okkur; við Færeyjar, þeir eru að byrja við austurströnd Grænlands og Norðmenn eru að skoða Jan Mayen-svæðið fyrir norðan okkur," sagði Steingrímur í samtali við erlenda fréttamenn í Tromsö, sem heyra má í frétt Stöðvar 2. Þegar við spurðum sjávarútvegsráðherra Noregs, Lisbeth Berg-Hansen, hvort hún hefði áhyggjur af olíuleit við Jan Mayen vitnaði hún til reynslu Norðmanna af sambúð olíuiðnaðar og fiskveiða. „Við höfum unnið olíu við Noreg í mörg ár og í heildina hefur sambúð olíuvinnslu og sjávarútvegs gengið vel," sagði Lisbeth Berg-Hansen í viðtali við Stöð 2, en hún er jafnframt ráðherra yfir ströndum Noregs. Hún tók skýrt fram að norska ríkisstjórnin myndi aldrei hætta fiskimiðum fyrir fleiri olíudropa. „Það er alþekkt að olíuiðnaðurinn hefur lagt mikið af mörkum til velmegunar í Noregi og þannig verður það áfram." Því væri lykilatriði góð upplýsingaöflun með umhverfismati. „Á því þarf að byggja góðar áætlanir um hvernig þessar tvær atvinnugreinar geta farið saman. Það er nokkuð sem norsk stjórnvöld leggja mikla áherslu á," sagði norski ráðherrann. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra Noregs segir að þar í landi hafi það sýnt sig að fiskveiðar og olíuleit geti vel farið saman. Á Norðurslóðaráðstefnunni í Tromsö, sem lauk í gær, varði Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra þá ákvörðun Íslendinga að hefja olíuleit með því að aðrar þjóðir við Norður-Atlantshaf gerðu slíkt hið sama. Í ræðu um olíuáform Íslands sagði Steingrímur að fyrst yrði að tryggja strangar varnir gegn mengun og slysum áður en nokkur olíuvinnsla yrði hugsanlega leyfð. Fréttamönnum sagði hann síðan að það yrði stór ákvörðun ef Ísland eitt ríkja ætlaði ekki að leyfa olíuleit. „Það fer fram olíuleit alls staðar í kringum okkur; við Færeyjar, þeir eru að byrja við austurströnd Grænlands og Norðmenn eru að skoða Jan Mayen-svæðið fyrir norðan okkur," sagði Steingrímur í samtali við erlenda fréttamenn í Tromsö, sem heyra má í frétt Stöðvar 2. Þegar við spurðum sjávarútvegsráðherra Noregs, Lisbeth Berg-Hansen, hvort hún hefði áhyggjur af olíuleit við Jan Mayen vitnaði hún til reynslu Norðmanna af sambúð olíuiðnaðar og fiskveiða. „Við höfum unnið olíu við Noreg í mörg ár og í heildina hefur sambúð olíuvinnslu og sjávarútvegs gengið vel," sagði Lisbeth Berg-Hansen í viðtali við Stöð 2, en hún er jafnframt ráðherra yfir ströndum Noregs. Hún tók skýrt fram að norska ríkisstjórnin myndi aldrei hætta fiskimiðum fyrir fleiri olíudropa. „Það er alþekkt að olíuiðnaðurinn hefur lagt mikið af mörkum til velmegunar í Noregi og þannig verður það áfram." Því væri lykilatriði góð upplýsingaöflun með umhverfismati. „Á því þarf að byggja góðar áætlanir um hvernig þessar tvær atvinnugreinar geta farið saman. Það er nokkuð sem norsk stjórnvöld leggja mikla áherslu á," sagði norski ráðherrann.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira