Steingrímur varði olíuleit Íslendinga í Tromsö Kristján Már Unnarsson skrifar 26. janúar 2013 19:07 Sjávarútvegsráðherra Noregs segir að þar í landi hafi það sýnt sig að fiskveiðar og olíuleit geti vel farið saman. Á Norðurslóðaráðstefnunni í Tromsö, sem lauk í gær, varði Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra þá ákvörðun Íslendinga að hefja olíuleit með því að aðrar þjóðir við Norður-Atlantshaf gerðu slíkt hið sama. Í ræðu um olíuáform Íslands sagði Steingrímur að fyrst yrði að tryggja strangar varnir gegn mengun og slysum áður en nokkur olíuvinnsla yrði hugsanlega leyfð. Fréttamönnum sagði hann síðan að það yrði stór ákvörðun ef Ísland eitt ríkja ætlaði ekki að leyfa olíuleit. „Það fer fram olíuleit alls staðar í kringum okkur; við Færeyjar, þeir eru að byrja við austurströnd Grænlands og Norðmenn eru að skoða Jan Mayen-svæðið fyrir norðan okkur," sagði Steingrímur í samtali við erlenda fréttamenn í Tromsö, sem heyra má í frétt Stöðvar 2. Þegar við spurðum sjávarútvegsráðherra Noregs, Lisbeth Berg-Hansen, hvort hún hefði áhyggjur af olíuleit við Jan Mayen vitnaði hún til reynslu Norðmanna af sambúð olíuiðnaðar og fiskveiða. „Við höfum unnið olíu við Noreg í mörg ár og í heildina hefur sambúð olíuvinnslu og sjávarútvegs gengið vel," sagði Lisbeth Berg-Hansen í viðtali við Stöð 2, en hún er jafnframt ráðherra yfir ströndum Noregs. Hún tók skýrt fram að norska ríkisstjórnin myndi aldrei hætta fiskimiðum fyrir fleiri olíudropa. „Það er alþekkt að olíuiðnaðurinn hefur lagt mikið af mörkum til velmegunar í Noregi og þannig verður það áfram." Því væri lykilatriði góð upplýsingaöflun með umhverfismati. „Á því þarf að byggja góðar áætlanir um hvernig þessar tvær atvinnugreinar geta farið saman. Það er nokkuð sem norsk stjórnvöld leggja mikla áherslu á," sagði norski ráðherrann. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra Noregs segir að þar í landi hafi það sýnt sig að fiskveiðar og olíuleit geti vel farið saman. Á Norðurslóðaráðstefnunni í Tromsö, sem lauk í gær, varði Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra þá ákvörðun Íslendinga að hefja olíuleit með því að aðrar þjóðir við Norður-Atlantshaf gerðu slíkt hið sama. Í ræðu um olíuáform Íslands sagði Steingrímur að fyrst yrði að tryggja strangar varnir gegn mengun og slysum áður en nokkur olíuvinnsla yrði hugsanlega leyfð. Fréttamönnum sagði hann síðan að það yrði stór ákvörðun ef Ísland eitt ríkja ætlaði ekki að leyfa olíuleit. „Það fer fram olíuleit alls staðar í kringum okkur; við Færeyjar, þeir eru að byrja við austurströnd Grænlands og Norðmenn eru að skoða Jan Mayen-svæðið fyrir norðan okkur," sagði Steingrímur í samtali við erlenda fréttamenn í Tromsö, sem heyra má í frétt Stöðvar 2. Þegar við spurðum sjávarútvegsráðherra Noregs, Lisbeth Berg-Hansen, hvort hún hefði áhyggjur af olíuleit við Jan Mayen vitnaði hún til reynslu Norðmanna af sambúð olíuiðnaðar og fiskveiða. „Við höfum unnið olíu við Noreg í mörg ár og í heildina hefur sambúð olíuvinnslu og sjávarútvegs gengið vel," sagði Lisbeth Berg-Hansen í viðtali við Stöð 2, en hún er jafnframt ráðherra yfir ströndum Noregs. Hún tók skýrt fram að norska ríkisstjórnin myndi aldrei hætta fiskimiðum fyrir fleiri olíudropa. „Það er alþekkt að olíuiðnaðurinn hefur lagt mikið af mörkum til velmegunar í Noregi og þannig verður það áfram." Því væri lykilatriði góð upplýsingaöflun með umhverfismati. „Á því þarf að byggja góðar áætlanir um hvernig þessar tvær atvinnugreinar geta farið saman. Það er nokkuð sem norsk stjórnvöld leggja mikla áherslu á," sagði norski ráðherrann.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira