Þegar Eyjamenn reyndu að taka völdin af eldfjallinu Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2013 20:09 Eldgosið á Heimaey árið 1973 var til umfjöllunar í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Í síðustu viku var fjallað um upphaf gossins þann 23. janúar en þátturinn í kvöld var um flóttann frá Vestmannaeyjum og baráttuna sem tók við næstu vikur og mánuði. Sjá má þáttinn í heild sinni hér að ofan. Yfir fimm þúsund íbúar voru taldir í yfirvofandi hættu um nóttina. Þótt engin neyðaráætlun væri til fór samt í gang viðamesta björgunaraðgerð Íslandssögunnar, og þykir með ólíkindum að það skyldi takast að rýma eyjuna á nokkrum klukkustundum og að enginn skyldi láta lífið á þessum fyrsta sólarhring hamfaranna. Meginhluti bæjarbúa var kominn upp á fastalandið í öruggt skjól fyrsta morguninn. Eldgosið var hins vegar rétt að byrja. Logandi hraunslettur flugu mörghundruð metra frá gígunum og kveiktu í hverju húsinu á fætur öðru, eftir fyrstu vikuna voru yfir eitthundrað hús brunnin. Ákveðið var að grípa til varna. Eyjamenn neituðu að horfa aðgerðalausir upp á vaxandi eyðilegginguna og ákváðu að reyna að taka völdin af eldfjallinu. Byrjað var á því að negla plötur fyrir alla glugga sem sneru að gosstöðvunum, og tókst þannig að draga verulega úr eldsvoðum. Gegn vellandi hrauninu voru menn heldur ekki tilbúnir að gefast upp mótþróalaust. Varnargörðum var rutt upp og hafin umfangsmikil hraunkæling, bæði til að reyna að bjarga höfninni og innsiglinginni en einnig til að hamla gegn hraunrennsli yfir bæinn. Á sama tíma og björgunaraðgerðir stóðu yfir á Heimaey var gríðarlegt álag á fjölskyldum Eyjamanna á fastalandinu, sem fylgdust með atburðum úr fjarlægð í algerri óvissu um framtíðina, um leið og þeirra tilvera var skyndilega í lausu lofti. Á Stöð 2 næsta sunnudagskvöld, strax að loknum fréttum, verður haldið áfram að fjalla um eldgosið á Heimaey. Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20. janúar 2013 19:30 Vitni að upphafi eldgossins - sáu jörðina rifna upp Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. 20. janúar 2013 11:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Eldgosið á Heimaey árið 1973 var til umfjöllunar í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Í síðustu viku var fjallað um upphaf gossins þann 23. janúar en þátturinn í kvöld var um flóttann frá Vestmannaeyjum og baráttuna sem tók við næstu vikur og mánuði. Sjá má þáttinn í heild sinni hér að ofan. Yfir fimm þúsund íbúar voru taldir í yfirvofandi hættu um nóttina. Þótt engin neyðaráætlun væri til fór samt í gang viðamesta björgunaraðgerð Íslandssögunnar, og þykir með ólíkindum að það skyldi takast að rýma eyjuna á nokkrum klukkustundum og að enginn skyldi láta lífið á þessum fyrsta sólarhring hamfaranna. Meginhluti bæjarbúa var kominn upp á fastalandið í öruggt skjól fyrsta morguninn. Eldgosið var hins vegar rétt að byrja. Logandi hraunslettur flugu mörghundruð metra frá gígunum og kveiktu í hverju húsinu á fætur öðru, eftir fyrstu vikuna voru yfir eitthundrað hús brunnin. Ákveðið var að grípa til varna. Eyjamenn neituðu að horfa aðgerðalausir upp á vaxandi eyðilegginguna og ákváðu að reyna að taka völdin af eldfjallinu. Byrjað var á því að negla plötur fyrir alla glugga sem sneru að gosstöðvunum, og tókst þannig að draga verulega úr eldsvoðum. Gegn vellandi hrauninu voru menn heldur ekki tilbúnir að gefast upp mótþróalaust. Varnargörðum var rutt upp og hafin umfangsmikil hraunkæling, bæði til að reyna að bjarga höfninni og innsiglinginni en einnig til að hamla gegn hraunrennsli yfir bæinn. Á sama tíma og björgunaraðgerðir stóðu yfir á Heimaey var gríðarlegt álag á fjölskyldum Eyjamanna á fastalandinu, sem fylgdust með atburðum úr fjarlægð í algerri óvissu um framtíðina, um leið og þeirra tilvera var skyndilega í lausu lofti. Á Stöð 2 næsta sunnudagskvöld, strax að loknum fréttum, verður haldið áfram að fjalla um eldgosið á Heimaey.
Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20. janúar 2013 19:30 Vitni að upphafi eldgossins - sáu jörðina rifna upp Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. 20. janúar 2013 11:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20. janúar 2013 19:30
Vitni að upphafi eldgossins - sáu jörðina rifna upp Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. 20. janúar 2013 11:30