NFL: Ótrúlegur sigur Baltimore í Denver | Kaepernick kláraði Packers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2013 11:38 Ray Lewis og Peyton Manning heilsast eftir leikinn í nótt. Mynd/AP Baltimore Ravens og San Francisco 49ers tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum úrslitakeppni NFL-deildarinnar vestanhafs en tveir magnaðir leikir voru á dagskrá í nótt. Baltimore hafði afar óvænt betur gegn Denver Broncos, 38-35, í tvíframlengdum leik. Denver hafði unnið ellefu leiki í röð og náði besta árangri allra liða í deildakeppninni í vetur. Veðurfarið gerði leikmönnum einnig erfitt fyrir en tólf gráðu frost var á meðan leikurinn fór fram. Varnarmaðurinn Ray Lewis spilar því að minnsta kosti einn leik í viðbót en hann tilkynnti fyrir nokkru að hann myndi hætta eftir tímabilið eftir sautján ára feril með Baltimore Ravens. Allt stefndi í sigur Denver, meira að segja þegar að Baltimore fékk boltann þegar rúm mínúta var til leiksloka. En leikstjórnandinn Joe Flacco átti ótrúlega sendingu á Jacoby Jones sem skoraði 70 jarda snertimark þegar hálf mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Staðan var þá 35-35 og þurfti að framlengja leikinn. Hvorugt lið skoraði í fyrstu framlengingunni en Baltimore fékk boltann á góðum stað í lokin þegar varnarmaðurinn Corey Graham komst inn í sendingu Peyton Manning, hins magnaða leikstjórnanda Denver. Baltimore náði sér að koma í góða stöðu fyrir sparkarann Justin Tucker sem tryggði sínum mönnum sigurinn með vallarmarki snemma í síðari framlengingunni. Baltimore mun nú mæta sigurvegaranum úr leik New England Patriots og Houston Texans í kvöld í úrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi.Í síðari leik kvöldsins sýndi hinn ungi Colin Kapernick, leikstjórnandi San Francisco, að hann er einn besti leikmaður deildarinnar í þessari krefjandi leikstöðu. Kaepernick átti hreint magnaðan leik í sigri San Francisco á Green Bay Packers, 45-31. Hann hljóp sjálfur með boltann 181 jarda og er það met hjá leikstjórnanda í NFL-deildinni. Aldrei áður hefur leikstjórnandi hlaupið jafn mikið með boltann og Kaepernick gerði það í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni. Hann skoraði sjálfur tvö snertimörk og gaf svo tvær snertimarkssendingar þar að auki. Hann kastaði boltanum samtals 263 jarda í leiknum og átti sterk vörn Green Bay-liðsins einfaldlega engin svör gegn magnaðri frammistöðu Kaepernick. Seattle og Atlanta mætast svo í kvöld og mætir sigurvegarnum úr þeim leik liði San Francisco í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar um næstu helgi.Leiki kvöldsins má sjá á ESPN America (rás 43 á fjölvarpinu): 18.00 Atlanta - Seattle 21.30 New England - HoustonUpphitun hefst á ESPN America klukkan 15.00. NFL Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Sjá meira
Baltimore Ravens og San Francisco 49ers tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum úrslitakeppni NFL-deildarinnar vestanhafs en tveir magnaðir leikir voru á dagskrá í nótt. Baltimore hafði afar óvænt betur gegn Denver Broncos, 38-35, í tvíframlengdum leik. Denver hafði unnið ellefu leiki í röð og náði besta árangri allra liða í deildakeppninni í vetur. Veðurfarið gerði leikmönnum einnig erfitt fyrir en tólf gráðu frost var á meðan leikurinn fór fram. Varnarmaðurinn Ray Lewis spilar því að minnsta kosti einn leik í viðbót en hann tilkynnti fyrir nokkru að hann myndi hætta eftir tímabilið eftir sautján ára feril með Baltimore Ravens. Allt stefndi í sigur Denver, meira að segja þegar að Baltimore fékk boltann þegar rúm mínúta var til leiksloka. En leikstjórnandinn Joe Flacco átti ótrúlega sendingu á Jacoby Jones sem skoraði 70 jarda snertimark þegar hálf mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Staðan var þá 35-35 og þurfti að framlengja leikinn. Hvorugt lið skoraði í fyrstu framlengingunni en Baltimore fékk boltann á góðum stað í lokin þegar varnarmaðurinn Corey Graham komst inn í sendingu Peyton Manning, hins magnaða leikstjórnanda Denver. Baltimore náði sér að koma í góða stöðu fyrir sparkarann Justin Tucker sem tryggði sínum mönnum sigurinn með vallarmarki snemma í síðari framlengingunni. Baltimore mun nú mæta sigurvegaranum úr leik New England Patriots og Houston Texans í kvöld í úrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi.Í síðari leik kvöldsins sýndi hinn ungi Colin Kapernick, leikstjórnandi San Francisco, að hann er einn besti leikmaður deildarinnar í þessari krefjandi leikstöðu. Kaepernick átti hreint magnaðan leik í sigri San Francisco á Green Bay Packers, 45-31. Hann hljóp sjálfur með boltann 181 jarda og er það met hjá leikstjórnanda í NFL-deildinni. Aldrei áður hefur leikstjórnandi hlaupið jafn mikið með boltann og Kaepernick gerði það í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni. Hann skoraði sjálfur tvö snertimörk og gaf svo tvær snertimarkssendingar þar að auki. Hann kastaði boltanum samtals 263 jarda í leiknum og átti sterk vörn Green Bay-liðsins einfaldlega engin svör gegn magnaðri frammistöðu Kaepernick. Seattle og Atlanta mætast svo í kvöld og mætir sigurvegarnum úr þeim leik liði San Francisco í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar um næstu helgi.Leiki kvöldsins má sjá á ESPN America (rás 43 á fjölvarpinu): 18.00 Atlanta - Seattle 21.30 New England - HoustonUpphitun hefst á ESPN America klukkan 15.00.
NFL Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Sjá meira