NFL: Ótrúlegur sigur Baltimore í Denver | Kaepernick kláraði Packers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2013 11:38 Ray Lewis og Peyton Manning heilsast eftir leikinn í nótt. Mynd/AP Baltimore Ravens og San Francisco 49ers tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum úrslitakeppni NFL-deildarinnar vestanhafs en tveir magnaðir leikir voru á dagskrá í nótt. Baltimore hafði afar óvænt betur gegn Denver Broncos, 38-35, í tvíframlengdum leik. Denver hafði unnið ellefu leiki í röð og náði besta árangri allra liða í deildakeppninni í vetur. Veðurfarið gerði leikmönnum einnig erfitt fyrir en tólf gráðu frost var á meðan leikurinn fór fram. Varnarmaðurinn Ray Lewis spilar því að minnsta kosti einn leik í viðbót en hann tilkynnti fyrir nokkru að hann myndi hætta eftir tímabilið eftir sautján ára feril með Baltimore Ravens. Allt stefndi í sigur Denver, meira að segja þegar að Baltimore fékk boltann þegar rúm mínúta var til leiksloka. En leikstjórnandinn Joe Flacco átti ótrúlega sendingu á Jacoby Jones sem skoraði 70 jarda snertimark þegar hálf mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Staðan var þá 35-35 og þurfti að framlengja leikinn. Hvorugt lið skoraði í fyrstu framlengingunni en Baltimore fékk boltann á góðum stað í lokin þegar varnarmaðurinn Corey Graham komst inn í sendingu Peyton Manning, hins magnaða leikstjórnanda Denver. Baltimore náði sér að koma í góða stöðu fyrir sparkarann Justin Tucker sem tryggði sínum mönnum sigurinn með vallarmarki snemma í síðari framlengingunni. Baltimore mun nú mæta sigurvegaranum úr leik New England Patriots og Houston Texans í kvöld í úrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi.Í síðari leik kvöldsins sýndi hinn ungi Colin Kapernick, leikstjórnandi San Francisco, að hann er einn besti leikmaður deildarinnar í þessari krefjandi leikstöðu. Kaepernick átti hreint magnaðan leik í sigri San Francisco á Green Bay Packers, 45-31. Hann hljóp sjálfur með boltann 181 jarda og er það met hjá leikstjórnanda í NFL-deildinni. Aldrei áður hefur leikstjórnandi hlaupið jafn mikið með boltann og Kaepernick gerði það í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni. Hann skoraði sjálfur tvö snertimörk og gaf svo tvær snertimarkssendingar þar að auki. Hann kastaði boltanum samtals 263 jarda í leiknum og átti sterk vörn Green Bay-liðsins einfaldlega engin svör gegn magnaðri frammistöðu Kaepernick. Seattle og Atlanta mætast svo í kvöld og mætir sigurvegarnum úr þeim leik liði San Francisco í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar um næstu helgi.Leiki kvöldsins má sjá á ESPN America (rás 43 á fjölvarpinu): 18.00 Atlanta - Seattle 21.30 New England - HoustonUpphitun hefst á ESPN America klukkan 15.00. NFL Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Sjá meira
Baltimore Ravens og San Francisco 49ers tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum úrslitakeppni NFL-deildarinnar vestanhafs en tveir magnaðir leikir voru á dagskrá í nótt. Baltimore hafði afar óvænt betur gegn Denver Broncos, 38-35, í tvíframlengdum leik. Denver hafði unnið ellefu leiki í röð og náði besta árangri allra liða í deildakeppninni í vetur. Veðurfarið gerði leikmönnum einnig erfitt fyrir en tólf gráðu frost var á meðan leikurinn fór fram. Varnarmaðurinn Ray Lewis spilar því að minnsta kosti einn leik í viðbót en hann tilkynnti fyrir nokkru að hann myndi hætta eftir tímabilið eftir sautján ára feril með Baltimore Ravens. Allt stefndi í sigur Denver, meira að segja þegar að Baltimore fékk boltann þegar rúm mínúta var til leiksloka. En leikstjórnandinn Joe Flacco átti ótrúlega sendingu á Jacoby Jones sem skoraði 70 jarda snertimark þegar hálf mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Staðan var þá 35-35 og þurfti að framlengja leikinn. Hvorugt lið skoraði í fyrstu framlengingunni en Baltimore fékk boltann á góðum stað í lokin þegar varnarmaðurinn Corey Graham komst inn í sendingu Peyton Manning, hins magnaða leikstjórnanda Denver. Baltimore náði sér að koma í góða stöðu fyrir sparkarann Justin Tucker sem tryggði sínum mönnum sigurinn með vallarmarki snemma í síðari framlengingunni. Baltimore mun nú mæta sigurvegaranum úr leik New England Patriots og Houston Texans í kvöld í úrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi.Í síðari leik kvöldsins sýndi hinn ungi Colin Kapernick, leikstjórnandi San Francisco, að hann er einn besti leikmaður deildarinnar í þessari krefjandi leikstöðu. Kaepernick átti hreint magnaðan leik í sigri San Francisco á Green Bay Packers, 45-31. Hann hljóp sjálfur með boltann 181 jarda og er það met hjá leikstjórnanda í NFL-deildinni. Aldrei áður hefur leikstjórnandi hlaupið jafn mikið með boltann og Kaepernick gerði það í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni. Hann skoraði sjálfur tvö snertimörk og gaf svo tvær snertimarkssendingar þar að auki. Hann kastaði boltanum samtals 263 jarda í leiknum og átti sterk vörn Green Bay-liðsins einfaldlega engin svör gegn magnaðri frammistöðu Kaepernick. Seattle og Atlanta mætast svo í kvöld og mætir sigurvegarnum úr þeim leik liði San Francisco í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar um næstu helgi.Leiki kvöldsins má sjá á ESPN America (rás 43 á fjölvarpinu): 18.00 Atlanta - Seattle 21.30 New England - HoustonUpphitun hefst á ESPN America klukkan 15.00.
NFL Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Sjá meira