Helga María Vilhjálmsdóttir hafnaði í sjötta sæti í svigi á FIS-móti í Oppdal í Noregi í morgun. Einar Kristinn Kristgeirsson hafnaði í 14. sæti í karlaflokki. Þetta kemur fram á heimasíðu Skíðasambands Íslands.
Helga María var með fjórða besta tímann í seinni ferð sinni og 0,52 sekúndum á eftir fyrstu konunni. Hún hlaut 36,97 FIS punkta fyrir afrekið sem er hennar besti árangur.
Einar Kristinn hlaut 43,10 FIS punkta sem er nokkuð frá hans besta. Það er þó næstbesti árangur hans á móti á erlendri grundu. Keppni verður framhaldið á morgun.
Helga María í sjötta sæti
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið





„Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“
Körfubolti


Hollywood-liðið komið upp í B-deild
Fótbolti


„Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“
Íslenski boltinn
