Ísland getur betur Svandís Svavarsdóttir skrifar 17. desember 2012 15:45 Íslendingar losa 0,01% af gróðurhúsalofttegundum á heimsvísu. Við munum vart leysa loftslagsvandann ein, enda er viðurkennt í loftslagssamningi SÞ að það verði aðeins gert í samvinnu ríkja heims. Við getum heldur ekki hlaupist undan merkjum, því krafa er gerð í samningnum um að öll ríki vinni að takmörkun losunar eftir getu og efnahag. Auðugt ríki eins og Ísland á að leggja sitt af mörkum. Við Íslendingar stöndum okkur bærilega í loftslagsmálum, samkvæmt nýlegri úttekt evrópskra umhverfisverndarsamtaka, sem segja Ísland vera í 14. sæti af þeim 58 löndum sem skoðuð voru. Slík tölfræði er ekki nákvæm vísindi – hins vegar má spyrja hvort Ísland hafi ekki forsendur til að taka sæti ofar í samanburðinum. Ísland býr við góða ímynd á mörgum sviðum umhverfismála, en við eigum að hafa metnað til að vera í fremstu röð. Græn ímynd er góð fyrir fyrirtæki og ferðaþjónustu. Heilbrigt umhverfi þýðir aukin lífsgæði. Vandinn kallar á nýsköpunLoftslagsvandinn kallar á nýsköpun og þar liggja tækifæri fyrir rannsóknir, nýsköpun og atvinnulíf. Íslendingar kunna vel að nýta jarðhita og hafa lengi deilt þeirri þekkingu í gegnum Jarðhitaskóla SÞ. Nú stendur fyrir dyrum stærsta þróunarverkefni sem Íslendingar hafa tekið þátt í, sem miðar að leit og nýtingu jarðvarma í Austur-Afríku. Ýmis fyrirtæki vinna að loftslagsvænni tækni og má þar nefna Marorku, sem býður lausnir til að draga úr mengun frá skipum. Sveitarfélög vinna metangas úr urðunarstöðum og nýta á farartæki. Skógrækt og landgræðsla binda kolefni úr andrúmslofti í gróðri og jarðvegi. Í fremstu röðVistvænni lífsstíll er annar mikilvægur þáttur. Losun frá samgöngum er óvíða meiri á mann en á Íslandi. Bílaflotinn er stór og orkufrekur og byggð í þéttbýli er jafnan mjög dreifð yfir stórt svæði. Skipulag þarf að taka mið af umhverfissjónarmiðum því ferðavenjur geta skipt sköpum. Við getum notast við sparneytnari bíla, notað almenningssamgöngur meira og gengið og hjólað; allt stuðlar þetta að minni losun. Stjórnvöld bera meginþunga ábyrgðarinnar og setja rammann um aðgerðir í loftslagsmálum. Við getum hins vegar lagt okkar af mörkum hvert og eitt. Ísland getur og á að vera í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsvánni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar losa 0,01% af gróðurhúsalofttegundum á heimsvísu. Við munum vart leysa loftslagsvandann ein, enda er viðurkennt í loftslagssamningi SÞ að það verði aðeins gert í samvinnu ríkja heims. Við getum heldur ekki hlaupist undan merkjum, því krafa er gerð í samningnum um að öll ríki vinni að takmörkun losunar eftir getu og efnahag. Auðugt ríki eins og Ísland á að leggja sitt af mörkum. Við Íslendingar stöndum okkur bærilega í loftslagsmálum, samkvæmt nýlegri úttekt evrópskra umhverfisverndarsamtaka, sem segja Ísland vera í 14. sæti af þeim 58 löndum sem skoðuð voru. Slík tölfræði er ekki nákvæm vísindi – hins vegar má spyrja hvort Ísland hafi ekki forsendur til að taka sæti ofar í samanburðinum. Ísland býr við góða ímynd á mörgum sviðum umhverfismála, en við eigum að hafa metnað til að vera í fremstu röð. Græn ímynd er góð fyrir fyrirtæki og ferðaþjónustu. Heilbrigt umhverfi þýðir aukin lífsgæði. Vandinn kallar á nýsköpunLoftslagsvandinn kallar á nýsköpun og þar liggja tækifæri fyrir rannsóknir, nýsköpun og atvinnulíf. Íslendingar kunna vel að nýta jarðhita og hafa lengi deilt þeirri þekkingu í gegnum Jarðhitaskóla SÞ. Nú stendur fyrir dyrum stærsta þróunarverkefni sem Íslendingar hafa tekið þátt í, sem miðar að leit og nýtingu jarðvarma í Austur-Afríku. Ýmis fyrirtæki vinna að loftslagsvænni tækni og má þar nefna Marorku, sem býður lausnir til að draga úr mengun frá skipum. Sveitarfélög vinna metangas úr urðunarstöðum og nýta á farartæki. Skógrækt og landgræðsla binda kolefni úr andrúmslofti í gróðri og jarðvegi. Í fremstu röðVistvænni lífsstíll er annar mikilvægur þáttur. Losun frá samgöngum er óvíða meiri á mann en á Íslandi. Bílaflotinn er stór og orkufrekur og byggð í þéttbýli er jafnan mjög dreifð yfir stórt svæði. Skipulag þarf að taka mið af umhverfissjónarmiðum því ferðavenjur geta skipt sköpum. Við getum notast við sparneytnari bíla, notað almenningssamgöngur meira og gengið og hjólað; allt stuðlar þetta að minni losun. Stjórnvöld bera meginþunga ábyrgðarinnar og setja rammann um aðgerðir í loftslagsmálum. Við getum hins vegar lagt okkar af mörkum hvert og eitt. Ísland getur og á að vera í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsvánni.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar