Undirbýr huggulega jólaplötu 11. desember 2012 14:00 Sverrir Stormsker á tvö lög af sex sem keppa í úrslitum jólalagakeppni Rásar 2. fréttablaðið/pjetur Sverrir Stormsker á tvö lög af sex sem taka þátt í Jólalagakeppni Rásar 2. „Ég er búinn að vera að búa til jólaplötu í tvö ár og ákvað að senda lög í þessa keppni. Hún kemur út fyrir þarnæstu jól,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Stormsker, sem hefur verið að vinna að plötunni í um tvö ár. Sverrir á tvö lög af sex sem taka þátt í Jólalagakeppni Rásar 2 í ár. Úrslitin verða kunngjörð þriðjudaginn 18. desember og fer kosning fram á Rúv.is. Alls bárust tæplega fimmtíu lög í keppnina, sem er nú haldin í tíunda sinn. Lög hans í keppninni eru Tvö fögur ljós, sem er flutt af Sigríði Guðnadóttur, og Nútímajól sem hann syngur með Öldu Björk Ólafsdóttur. Um fyrrnefnda lagið segir Sverrir: „Þetta lag mitt fjallar um tvær fallegar stjörnur á himninum sem minna mig á aðrar tvær fallegar stjörnur sem eru í höfðinu á dömu og kallast augu. Flestir eru með tvö svoleiðis.“ Hið síðarnefnda fjallar um hvað tímarnir hafa breyst og þar snýr Sverrir hinum hefðbundnu kynjahlutverkum við. „Í gamla daga söng Haukur Morthens í laginu Hátíð í bæ: „Hann fékk bók en hún fékk nál og tvinna.“ Þetta þótti ekkert stórkostlegt vandamál í denn en í dag þá er þetta hræðilegur glæpur,“ segir Sverrir. „Í textanum fær stelpan i-Pad og strákurinn fær nál og tvinna og er látinn sauma alveg í gríð og erg. Hún fær loftbor og keðjusög og blá jakkaföt í jólagjöf og strákbjáninn fær barbí og blúnduballettdress og bleika dragt þannig að allir eru alveg ofboðslega sáttir og hamingjusamir. Nema kannski strákaulinn, en það skiptir ekki máli.“ Bæði lögin verða á nýju jólaplötunni. „Þessi jólaplata verður voða hugguleg. Ég er búinn að fá Siggu Guðna, Öldu Ólafs, Ladda og fleiri góða drengi og stúlkur með mér í lið.“ Sverrir hefur áður samið eitt jólalag sem kom út 1987. Það heitir Söngur veiðimannsins í flutningi Stefáns Hilmarssonar. „Þessi hugljúfi sálmur var stranglega bannaður á útvarpsrásunum af einhverjum stórfurðulegum ástæðum sem enginn skilur í dag. Ég var þarna að yrkja dýrlegan óð til sjálfs Jesú Krists og sá gæi þykir nú ekki mjög slæmur pappír. Ein línan var undir smá áhrifum frá Bítlunum þar sem við Stebbi sungum hástöfum: „We love you Je-Je-sú.“ Mjög huggulegt allt saman og rómó. En þetta fór víst eitthvað öfugt ofan í kokið á fólki og það þótti alveg hreint gráupplagt að banna sálminn,“ segir Sverrir. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Sverrir Stormsker á tvö lög af sex sem taka þátt í Jólalagakeppni Rásar 2. „Ég er búinn að vera að búa til jólaplötu í tvö ár og ákvað að senda lög í þessa keppni. Hún kemur út fyrir þarnæstu jól,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Stormsker, sem hefur verið að vinna að plötunni í um tvö ár. Sverrir á tvö lög af sex sem taka þátt í Jólalagakeppni Rásar 2 í ár. Úrslitin verða kunngjörð þriðjudaginn 18. desember og fer kosning fram á Rúv.is. Alls bárust tæplega fimmtíu lög í keppnina, sem er nú haldin í tíunda sinn. Lög hans í keppninni eru Tvö fögur ljós, sem er flutt af Sigríði Guðnadóttur, og Nútímajól sem hann syngur með Öldu Björk Ólafsdóttur. Um fyrrnefnda lagið segir Sverrir: „Þetta lag mitt fjallar um tvær fallegar stjörnur á himninum sem minna mig á aðrar tvær fallegar stjörnur sem eru í höfðinu á dömu og kallast augu. Flestir eru með tvö svoleiðis.“ Hið síðarnefnda fjallar um hvað tímarnir hafa breyst og þar snýr Sverrir hinum hefðbundnu kynjahlutverkum við. „Í gamla daga söng Haukur Morthens í laginu Hátíð í bæ: „Hann fékk bók en hún fékk nál og tvinna.“ Þetta þótti ekkert stórkostlegt vandamál í denn en í dag þá er þetta hræðilegur glæpur,“ segir Sverrir. „Í textanum fær stelpan i-Pad og strákurinn fær nál og tvinna og er látinn sauma alveg í gríð og erg. Hún fær loftbor og keðjusög og blá jakkaföt í jólagjöf og strákbjáninn fær barbí og blúnduballettdress og bleika dragt þannig að allir eru alveg ofboðslega sáttir og hamingjusamir. Nema kannski strákaulinn, en það skiptir ekki máli.“ Bæði lögin verða á nýju jólaplötunni. „Þessi jólaplata verður voða hugguleg. Ég er búinn að fá Siggu Guðna, Öldu Ólafs, Ladda og fleiri góða drengi og stúlkur með mér í lið.“ Sverrir hefur áður samið eitt jólalag sem kom út 1987. Það heitir Söngur veiðimannsins í flutningi Stefáns Hilmarssonar. „Þessi hugljúfi sálmur var stranglega bannaður á útvarpsrásunum af einhverjum stórfurðulegum ástæðum sem enginn skilur í dag. Ég var þarna að yrkja dýrlegan óð til sjálfs Jesú Krists og sá gæi þykir nú ekki mjög slæmur pappír. Ein línan var undir smá áhrifum frá Bítlunum þar sem við Stebbi sungum hástöfum: „We love you Je-Je-sú.“ Mjög huggulegt allt saman og rómó. En þetta fór víst eitthvað öfugt ofan í kokið á fólki og það þótti alveg hreint gráupplagt að banna sálminn,“ segir Sverrir. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið