„Hús með sögu og sál, í jaðri háskólasvæðisins. Svona tækifæri býðst ekki á hverjum degi,“ skrifar Eiríkur og deilir fasteigninni á Facebook.
Um er að ræða 150 fermetra einbýlishús sem skiptist í þrjár hæðir. Gengið er inn á miðhæð hússins þar sem eldhús, stofa og borðstofa flæða saman. Úr stofunni er útgengt á verönd og gróinn bakgarð. Heitur pottur er í garði með góðum skjólvegg í kring.
Í húsinu eru samtals þrjú svefnherbergi og þrjú baðherbergi.
Nánar á fasteignavef Vísis.






