Ólafur: Hefði skoðað að spila frítt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2012 07:00 Ólafur færi einstakt tækifæri til þess að sanna sig með einu besta liði Þýskalands. Fréttablaðið/Valli Eins dauði er annars brauð og það sannaðist í gær þegar Ólafur Gústafsson samdi við þýska stórliðið Flensburg. Ólafur fær óvænt tækifæri til þess að sanna sig hjá liðinu út þessa leiktíð og var hann keyptur frá FH. Arnór Atlason er með slitna hásin og þýski landsliðsmaðurinn Lars Kaufmann verður frá líklega næstu sex vikur vegna meiðsla og því þurfti Flensburg sárlega að bæta við sig rétthentri skyttu. Það eru fáir leikmenn á lausu á þessum tíma og því leituðu forráðamenn Flensburg til Íslands og gengu hratt frá kaupum á Ólafi, sem hefur ekki áður spilað sem atvinnumaður. „Ef ég stend mig, sem ég stefni á að gera, þá er aldrei að vita nema mér verði boðið meira. Ég verð ekki ríkur af þessum samningi enda byrjunarsamningur. Ég lít líka á þetta fyrst og fremst sem frábært tækifæri fyrir mig til þess að sanna mig," segir Ólafur en hefði hann spilað frítt til þess að fá þetta tækifæri? „Ég hefði alveg tekið það í mál. Þetta er tækifæri sem gefst bara einu sinni í lífinu." Flensburg hafði samband á mánudag og spurði hvort Ólafur hefði áhuga á að koma. „Eftir það gerðust hlutirnir mjög hratt. Félögin náðu saman á þriðjudag og ég skrifaði svo undir í dag [í gær]. Ég er svo farinn út til þess að vera úti. Ég varð að bregðast hratt við fyrirspurninni og það var auðvelt." Ólafur segist hafa hafnað tilboðum frá þýskum liðum í neðri hlutanum í vetur þar sem hann vildi ekki yfirgefa FH á nýju tímabili. Þessu tækifæri var aftur á móti ekki hægt að sleppa. „Ég hef ekkert rætt við Arnór en er búinn að tala við Vranjes þjálfara. Ég hef fylgst vel með þýska boltanum og Flensburg. Ég verð að aðlagast hratt. Þetta er atvinnumennskan, leikir á þriggja daga fresti og mikið álag. Ég verð að fara vel með mig." Ólafur verður ekki orðinn löglegur fyrr en eftir viku og næsta fimmtudag á Flensburg leik gegn Neuhausen. Þar fær Ólafur væntanlega strax að spila enda þörf á hans kröftum strax. Skyttan stóra og stæðilega hefur alltaf stefnt á atvinnumennsku og fær nú að uppfylla drauminn. „Fyrst ég fór ekki út í sumar þá var stefnan að komast út næsta sumar. Það voru B-deildarlið að skoða mig þá og ég sé ekki eftir að hafa hafnað þeim núna. Nú verð ég að grípa tækifærið og standa mig." Íslenski handboltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Eins dauði er annars brauð og það sannaðist í gær þegar Ólafur Gústafsson samdi við þýska stórliðið Flensburg. Ólafur fær óvænt tækifæri til þess að sanna sig hjá liðinu út þessa leiktíð og var hann keyptur frá FH. Arnór Atlason er með slitna hásin og þýski landsliðsmaðurinn Lars Kaufmann verður frá líklega næstu sex vikur vegna meiðsla og því þurfti Flensburg sárlega að bæta við sig rétthentri skyttu. Það eru fáir leikmenn á lausu á þessum tíma og því leituðu forráðamenn Flensburg til Íslands og gengu hratt frá kaupum á Ólafi, sem hefur ekki áður spilað sem atvinnumaður. „Ef ég stend mig, sem ég stefni á að gera, þá er aldrei að vita nema mér verði boðið meira. Ég verð ekki ríkur af þessum samningi enda byrjunarsamningur. Ég lít líka á þetta fyrst og fremst sem frábært tækifæri fyrir mig til þess að sanna mig," segir Ólafur en hefði hann spilað frítt til þess að fá þetta tækifæri? „Ég hefði alveg tekið það í mál. Þetta er tækifæri sem gefst bara einu sinni í lífinu." Flensburg hafði samband á mánudag og spurði hvort Ólafur hefði áhuga á að koma. „Eftir það gerðust hlutirnir mjög hratt. Félögin náðu saman á þriðjudag og ég skrifaði svo undir í dag [í gær]. Ég er svo farinn út til þess að vera úti. Ég varð að bregðast hratt við fyrirspurninni og það var auðvelt." Ólafur segist hafa hafnað tilboðum frá þýskum liðum í neðri hlutanum í vetur þar sem hann vildi ekki yfirgefa FH á nýju tímabili. Þessu tækifæri var aftur á móti ekki hægt að sleppa. „Ég hef ekkert rætt við Arnór en er búinn að tala við Vranjes þjálfara. Ég hef fylgst vel með þýska boltanum og Flensburg. Ég verð að aðlagast hratt. Þetta er atvinnumennskan, leikir á þriggja daga fresti og mikið álag. Ég verð að fara vel með mig." Ólafur verður ekki orðinn löglegur fyrr en eftir viku og næsta fimmtudag á Flensburg leik gegn Neuhausen. Þar fær Ólafur væntanlega strax að spila enda þörf á hans kröftum strax. Skyttan stóra og stæðilega hefur alltaf stefnt á atvinnumennsku og fær nú að uppfylla drauminn. „Fyrst ég fór ekki út í sumar þá var stefnan að komast út næsta sumar. Það voru B-deildarlið að skoða mig þá og ég sé ekki eftir að hafa hafnað þeim núna. Nú verð ég að grípa tækifærið og standa mig."
Íslenski handboltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira