Opið bréf til forseta ASÍ Jóhann Hauksson skrifar 16. nóvember 2012 06:00 Kæri Gylfi Arnbjörnsson. Ég er einn þeirra sem tóku út séreignarsparnað til þess að mæta áföllum bankahrunsins. Það var gert með heimild sem núverandi stjórnvöld lögleiddu. Þessi úttekt á sparnaði var mitt tjón vegna glæframennsku, gáleysis og vanrækslu sem ég tel mig ekki bera sérstaka ábyrgð á. Ég átti einnig svolítinn sparnað hjá Allianz í gjaldeyri sem ég varð einnig að tæma vegna hækkunar á íbúða- og lífeyrissjóðslánum mínum. Fyrir réttu ári höfðu landsmenn tekið út 60 milljarða króna af séreignarsparnaði til að mæta áföllunum. Hækkun íbúða- og lífeyrissjóðslánanna voru um leið tekjur lífeyrissjóðs míns og viðskiptabanka í krafti verðtryggingarinnar. Möglunarlaust hef ég borið byrðar gliðnunar milli tekna og skulda líkt og tugþúsundir annarra samlanda minna. Stundum svolítið pirraður en sett undir mig hausinn. Seldi bíl, greiddi niður lán og ek nú um á gömlum jálki. Þú veist eins vel og ég að auknar vaxtabætur léttu undir í þessu bankahrunsbasli undanfarinna ára. Og það get ég sagt þér Gylfi, að í stóra samhenginu vekur það góðar vonir og léttir lund að sjá að hagvöxtur er ágætur hér á landi, jöfnuður hefur aukist á ný og tekist hefur ágætlega að halda atvinnuleysi í skefjum. Þú veist þetta allt saman. Þú vilt sem forseti ASÍ taka þátt í að milda áföllin fyrir launamenn þessa lands. Ekki satt?Ný tegund kjarabaráttu En nú gengst þú fyrir því – og ASÍ – að höfða mál gegn stjórnvöldum. Vegna hvers? Jú, álagning tímabundins skatts á lífeyri í þágu launamanna og heimila vegna fjármálahrunsins þykir þér og lögfræðingi ASÍ vera brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Ríkisstjórnin hafi ekki efnt loforð um að afnema tímabundnar kvaðir á lífeyrissjóðina og hafi jafnvel sett heimsmet í vanefndum. Er þetta ný tegund af kjarabaráttu? Að reyna að fá ógilt lagaboð sem færir fé tímabundið úr lífeyrissjóðum í vasa launamanna og heimila í verðtryggðu öryggiskerfi lífeyrissjóðanna? Finnst þér kannski að ég eigi að fara í mál við einhvern vegna þess að ég neyddist til að taka út séreignarsparnað minn? Þú og lögfræðingur ASÍ megið endilega láta mig vita hverjum ég á að höfða mál gegn.Að draga lappirnar Ertu viss um það Gylfi að þú hafir að þessu sinni horft yfir allt sviðið? Þú kannast áreiðanlega við viljayfirlýsingu lífeyrissjóðanna, bankanna og ríkisstjórnarinnar frá því í desember 2010. Þar stendur að „ríkisstjórnin muni í samstarfi við aðila þessarar yfirlýsingar leita leiða til að fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir fjármagni nýja tegund tímabundinnar vaxtaniðurgreiðslu“. Þetta skyldi gerast í gegnum vaxtabótakerfið sem og var gert og var reiknað með 6 milljörðum króna á ári í tvö ár, 2011 og 2012. Í heildina var sem sagt gert ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir létu samtals 6 milljarða króna af hendi rakna vegna skuldavanda heimilanna í sérstaka vaxtaniðurgreiðslu. Þessar greiðslur voru síðar lækkaðar. Bankarnir skyldu greiða tvisvar sinnum 2,1 milljarð króna en lífeyrissjóðirnir tvisvar sinnum 1,4 milljarða króna. Skemmst er frá því að segja að bankarnir hafa staðið við sinn hluta en lífeyrissjóðirnir ekki eins og fram kom í máli Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gær. Þessar greiðslur voru síðar áréttaðar af löggjafarþinginu með lagasetningu sem þú hefur nú á hornum þér.Að hugsa stórt eða smátt Veist þú Gylfi hvernig lífeyrissjóðirnir höfðu hugsað sér að leggja fram 6 milljarða í þágu heimilanna úr því þeir með harmkvælum geta vart lagt fram nema 2,5 milljarða þegar upp er staðið? Inn í þetta blönduðust svo gjaldeyrisútboð Seðlabankans með þeim hætti að lífeyrissjóðirnir skyldu njóta þess ef ríkið hagnaðist á þeim (lífeyrissjóðirnir eru stærstu kaupendurnir í útboðunum). Sá hagnaður kæmi til lækkunar á framlögum lífeyrissjóðanna til tímabundnu vaxtabótanna. Ólíkt bönkunum hefur staðið í stappi, þjarki og þrefi við lífeyrissjóðina um framlögin til heimilanna og launamanna í gegnum vaxtabótakerfið. Þú kannast við þetta Gylfi. Þú kannast þá einnig við að fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi boðið að síðari greiðslan yrði felld brott. Er það ekki? Málið dautt? Nei, málshöfðun skal það vera á hendur stjórnvöldum og borið við brotum á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þar eð hætta sé á að framlög lífeyrissjóðanna skerði réttindi á almenna markaðnum en ekki hjá opinberum starfsmönnum. En staðfestu ekki lífeyrissjóðirnir sjálfir að þeir ætluðu að taka þátt í greiðslu sérstakra vaxtabóta í þágu launamanna og heimilanna í landinu? Var það ekki brot á jafnræðisreglu? Já, eru stjórnvöld ekki reiðubúin að ræða um þessar áhyggjur ykkar af jafnræðinu? Má ég spyrja þig kurteislega Gylfi: Í þágu hverra yrði málshöfðun ASÍ í raun og veru? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Hauksson Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri Gylfi Arnbjörnsson. Ég er einn þeirra sem tóku út séreignarsparnað til þess að mæta áföllum bankahrunsins. Það var gert með heimild sem núverandi stjórnvöld lögleiddu. Þessi úttekt á sparnaði var mitt tjón vegna glæframennsku, gáleysis og vanrækslu sem ég tel mig ekki bera sérstaka ábyrgð á. Ég átti einnig svolítinn sparnað hjá Allianz í gjaldeyri sem ég varð einnig að tæma vegna hækkunar á íbúða- og lífeyrissjóðslánum mínum. Fyrir réttu ári höfðu landsmenn tekið út 60 milljarða króna af séreignarsparnaði til að mæta áföllunum. Hækkun íbúða- og lífeyrissjóðslánanna voru um leið tekjur lífeyrissjóðs míns og viðskiptabanka í krafti verðtryggingarinnar. Möglunarlaust hef ég borið byrðar gliðnunar milli tekna og skulda líkt og tugþúsundir annarra samlanda minna. Stundum svolítið pirraður en sett undir mig hausinn. Seldi bíl, greiddi niður lán og ek nú um á gömlum jálki. Þú veist eins vel og ég að auknar vaxtabætur léttu undir í þessu bankahrunsbasli undanfarinna ára. Og það get ég sagt þér Gylfi, að í stóra samhenginu vekur það góðar vonir og léttir lund að sjá að hagvöxtur er ágætur hér á landi, jöfnuður hefur aukist á ný og tekist hefur ágætlega að halda atvinnuleysi í skefjum. Þú veist þetta allt saman. Þú vilt sem forseti ASÍ taka þátt í að milda áföllin fyrir launamenn þessa lands. Ekki satt?Ný tegund kjarabaráttu En nú gengst þú fyrir því – og ASÍ – að höfða mál gegn stjórnvöldum. Vegna hvers? Jú, álagning tímabundins skatts á lífeyri í þágu launamanna og heimila vegna fjármálahrunsins þykir þér og lögfræðingi ASÍ vera brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Ríkisstjórnin hafi ekki efnt loforð um að afnema tímabundnar kvaðir á lífeyrissjóðina og hafi jafnvel sett heimsmet í vanefndum. Er þetta ný tegund af kjarabaráttu? Að reyna að fá ógilt lagaboð sem færir fé tímabundið úr lífeyrissjóðum í vasa launamanna og heimila í verðtryggðu öryggiskerfi lífeyrissjóðanna? Finnst þér kannski að ég eigi að fara í mál við einhvern vegna þess að ég neyddist til að taka út séreignarsparnað minn? Þú og lögfræðingur ASÍ megið endilega láta mig vita hverjum ég á að höfða mál gegn.Að draga lappirnar Ertu viss um það Gylfi að þú hafir að þessu sinni horft yfir allt sviðið? Þú kannast áreiðanlega við viljayfirlýsingu lífeyrissjóðanna, bankanna og ríkisstjórnarinnar frá því í desember 2010. Þar stendur að „ríkisstjórnin muni í samstarfi við aðila þessarar yfirlýsingar leita leiða til að fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir fjármagni nýja tegund tímabundinnar vaxtaniðurgreiðslu“. Þetta skyldi gerast í gegnum vaxtabótakerfið sem og var gert og var reiknað með 6 milljörðum króna á ári í tvö ár, 2011 og 2012. Í heildina var sem sagt gert ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir létu samtals 6 milljarða króna af hendi rakna vegna skuldavanda heimilanna í sérstaka vaxtaniðurgreiðslu. Þessar greiðslur voru síðar lækkaðar. Bankarnir skyldu greiða tvisvar sinnum 2,1 milljarð króna en lífeyrissjóðirnir tvisvar sinnum 1,4 milljarða króna. Skemmst er frá því að segja að bankarnir hafa staðið við sinn hluta en lífeyrissjóðirnir ekki eins og fram kom í máli Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gær. Þessar greiðslur voru síðar áréttaðar af löggjafarþinginu með lagasetningu sem þú hefur nú á hornum þér.Að hugsa stórt eða smátt Veist þú Gylfi hvernig lífeyrissjóðirnir höfðu hugsað sér að leggja fram 6 milljarða í þágu heimilanna úr því þeir með harmkvælum geta vart lagt fram nema 2,5 milljarða þegar upp er staðið? Inn í þetta blönduðust svo gjaldeyrisútboð Seðlabankans með þeim hætti að lífeyrissjóðirnir skyldu njóta þess ef ríkið hagnaðist á þeim (lífeyrissjóðirnir eru stærstu kaupendurnir í útboðunum). Sá hagnaður kæmi til lækkunar á framlögum lífeyrissjóðanna til tímabundnu vaxtabótanna. Ólíkt bönkunum hefur staðið í stappi, þjarki og þrefi við lífeyrissjóðina um framlögin til heimilanna og launamanna í gegnum vaxtabótakerfið. Þú kannast við þetta Gylfi. Þú kannast þá einnig við að fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi boðið að síðari greiðslan yrði felld brott. Er það ekki? Málið dautt? Nei, málshöfðun skal það vera á hendur stjórnvöldum og borið við brotum á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þar eð hætta sé á að framlög lífeyrissjóðanna skerði réttindi á almenna markaðnum en ekki hjá opinberum starfsmönnum. En staðfestu ekki lífeyrissjóðirnir sjálfir að þeir ætluðu að taka þátt í greiðslu sérstakra vaxtabóta í þágu launamanna og heimilanna í landinu? Var það ekki brot á jafnræðisreglu? Já, eru stjórnvöld ekki reiðubúin að ræða um þessar áhyggjur ykkar af jafnræðinu? Má ég spyrja þig kurteislega Gylfi: Í þágu hverra yrði málshöfðun ASÍ í raun og veru?
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun