Öruggt húsnæði Mörður Árnason skrifar 14. nóvember 2012 06:00 Ungt fólk á byrjunarreit í húsnæðismálum hefur lengst af átt tvo kosti og hvorugan góðan: Að hrekjast á milli leiguíbúða með öllum þeim óþægindum sem það veldur barnafjölskyldum – eða sökkva sér í skuldir, verðtryggðar eða gengistryggðar, einsog tíðkaðist í hrundansinum. Að hluta liggur skýringin í öfgafullri séreignastefnu sem hægriöflin hafa rekið hér áratugum saman með þeim hörmulegu afleiðingum sem nú koma á daginn skýrar en oftast áður. Hinn hluti skýringarinnar er sú staðreynd að vinstri öflin, verkalýðshreyfingin og lífeyrissjóðirnir hafa ekki barist nógu hart fyrir þessu mikilvæga máli. Í grannlöndunum hefur öruggt húsnæði á hagkvæmum kjörum verið hið klassíska verkefni jafnaðarmanna og verkalýðshreyfingar. Árangurinn þekkja margir sem hafa stundað nám í þessum löndum, leigt námsmannaíbúðir og svo flutt sig yfir í leiguíbúðir á almennum markaði, í kaupleigu- eða búseturéttarkerfi að námi loknu. Stundum er lokastigið séreign, en þá ekki fyrr en fólk hefur komið almennilega undir sig fótunum. Þótt hér hafi eftir hrun verið gert meira en víðast hvar erlendis fyrir húsnæðisskuldara blasir við sú staðreynd að í súpunni situr verulegur hópur fólks sem keypti íbúðir sínar á bóluverði. Er í reynd komið aftur fyrir byrjunarreitinn. Og nú er mætt til leiksins ný kynslóð og við blasa sömu tveir kostir. Þetta fólk veltir auðvitað fyrir sér þriðju leiðinni, að hefja búskap í öðrum löndum – yfirgefa Ísland. Í þessari stöðu hljótum við foreldrar þeirra, afar og ömmur að spyrja þess sama og Sumarhúsabóndinn: Hvað er þá auður og afl og hús? Traustur, almennur leigumarkaður, öflugt búseturéttarkerfi og alvöru kaupleigukerfi er eitt brýnasta verkefni næstu ára. Það er ekki bara hagsmunamál þeirra sem í hlut eiga. Foreldrar sem kynslóð eftir kynslóð hafa þurft að lána börnum sínum veð svo þau geti tekið þátt í hinu íslenska húsnæðiskaupafjárhættuspili eiga hér líka hagsmuna að gæta. Beinir hagsmunir atvinnulífsins, verkalýðshreyfingar, lífeyrissjóða og ríkis af því að ungt fólk fái öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði eru augljósir. Hér má enginn liggja á liði sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mörður Árnason Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ungt fólk á byrjunarreit í húsnæðismálum hefur lengst af átt tvo kosti og hvorugan góðan: Að hrekjast á milli leiguíbúða með öllum þeim óþægindum sem það veldur barnafjölskyldum – eða sökkva sér í skuldir, verðtryggðar eða gengistryggðar, einsog tíðkaðist í hrundansinum. Að hluta liggur skýringin í öfgafullri séreignastefnu sem hægriöflin hafa rekið hér áratugum saman með þeim hörmulegu afleiðingum sem nú koma á daginn skýrar en oftast áður. Hinn hluti skýringarinnar er sú staðreynd að vinstri öflin, verkalýðshreyfingin og lífeyrissjóðirnir hafa ekki barist nógu hart fyrir þessu mikilvæga máli. Í grannlöndunum hefur öruggt húsnæði á hagkvæmum kjörum verið hið klassíska verkefni jafnaðarmanna og verkalýðshreyfingar. Árangurinn þekkja margir sem hafa stundað nám í þessum löndum, leigt námsmannaíbúðir og svo flutt sig yfir í leiguíbúðir á almennum markaði, í kaupleigu- eða búseturéttarkerfi að námi loknu. Stundum er lokastigið séreign, en þá ekki fyrr en fólk hefur komið almennilega undir sig fótunum. Þótt hér hafi eftir hrun verið gert meira en víðast hvar erlendis fyrir húsnæðisskuldara blasir við sú staðreynd að í súpunni situr verulegur hópur fólks sem keypti íbúðir sínar á bóluverði. Er í reynd komið aftur fyrir byrjunarreitinn. Og nú er mætt til leiksins ný kynslóð og við blasa sömu tveir kostir. Þetta fólk veltir auðvitað fyrir sér þriðju leiðinni, að hefja búskap í öðrum löndum – yfirgefa Ísland. Í þessari stöðu hljótum við foreldrar þeirra, afar og ömmur að spyrja þess sama og Sumarhúsabóndinn: Hvað er þá auður og afl og hús? Traustur, almennur leigumarkaður, öflugt búseturéttarkerfi og alvöru kaupleigukerfi er eitt brýnasta verkefni næstu ára. Það er ekki bara hagsmunamál þeirra sem í hlut eiga. Foreldrar sem kynslóð eftir kynslóð hafa þurft að lána börnum sínum veð svo þau geti tekið þátt í hinu íslenska húsnæðiskaupafjárhættuspili eiga hér líka hagsmuna að gæta. Beinir hagsmunir atvinnulífsins, verkalýðshreyfingar, lífeyrissjóða og ríkis af því að ungt fólk fái öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði eru augljósir. Hér má enginn liggja á liði sínu.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun