Patrekur fær líklega langtímasamning Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2012 06:00 Patreki gengur vel í Austurríki og verður líklega áfram með landsliðið þar í landi.fréttablaðið/vilhelm Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis, fer ágætlega af stað með austurríska liðið í undankeppni EM 2014. Austurríki valtaði yfir Bosníu, 35-24, í fyrsta leiknum og tapaði svo fyrir Rússum á útivelli, 38-31. Þetta er mjög erfiður riðill enda er Serbía fjórða liðið í riðlinum. „Það var mjög langt og erfitt ferðalag til Rússlands. Samt var gaman þegar við komum þangað því fyrsti maður sem ég hitti var Alexander Tutschkin, en við lékum saman hjá Essen í gamla daga," sagði Patrekur, en Tutschkin er framkvæmdastjóri liðsins í bænum þar sem leikurinn fór fram og sá um að skipuleggja leikinn. „Bosníuleikurinn var frábær hjá okkur og fyrri hálfleikurinn þar er einn sá besti sem ég hef komið nálægt. Í stöðunni 3-3 skorum við tíu mörk í röð og göngum frá leiknum. Þetta er það sem maður óskar sér í hverjum leik en upplifir sjaldan. Það gekk allt upp," sagði Patrekur kátur. „Gegn Rússunum var jafnt fyrstu tíu en síðan tóku þeir yfir og keyrðu yfir okkur. Þeir voru bara sterkari." Patrekur er með mjög ungt lið í höndunum og hans hlutverk er að byggja upp nýtt lið hjá Austurríki. „Við erum með nýjan línumann. Hægri skyttan er tvítug, vinstri hornamaðurinn 19 ára en ákaflega efnilegur. Ég er því sáttur við þessa byrjun hjá okkur," sagði Patrekur en hann veit sem er að róðurinn verður erfiður í undankeppninni. Forkólfar austurríska handknattleikssambandsins gera sér grein fyrir því að riðillinn er erfiður og að liðið standi á ákveðnum tímamótum. „Ég er að breyta liðinu. Það eru nokkrir hættir síðan ég byrjaði. Ég reyni samt að halda í þessa eldri eins og Victor Szilagyi og Marinovic markvörð eins lengi og ég get. Það er gott að hafa þá með ungu mönnunum. Ég heyri ekki annað en að þeir séu ánægðir með mig og vilji gera langtímasamning. Ég er samt ekkert að flýta mér og er ánægður hjá þeim og sé að það er efniviður til staðar að búa til gott lið." Patrekur segir að helsti höfuðverkurinn í austurríski boltanum væri aftur á móti sá að allt of fáir ungir leikmenn fengju tækifæri með félagsliðunum. Í stað þess að treysta á unga menn, eins og gert er á Íslandi til að mynda, sækja Austurríkismenn eldri leikmenn til nágrannalandanna. „Ég hef verið að ræða þetta vandamál við þá en geri mér grein fyrir því að það er ekkert auðvelt verk að ætla að breyta menningunni sem er þar til staðar. Ég verð því að vinna með þá menn sem eru þó að koma upp í deildinni en það er svona 5-6 lofandi leikmenn þar núna." Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis, fer ágætlega af stað með austurríska liðið í undankeppni EM 2014. Austurríki valtaði yfir Bosníu, 35-24, í fyrsta leiknum og tapaði svo fyrir Rússum á útivelli, 38-31. Þetta er mjög erfiður riðill enda er Serbía fjórða liðið í riðlinum. „Það var mjög langt og erfitt ferðalag til Rússlands. Samt var gaman þegar við komum þangað því fyrsti maður sem ég hitti var Alexander Tutschkin, en við lékum saman hjá Essen í gamla daga," sagði Patrekur, en Tutschkin er framkvæmdastjóri liðsins í bænum þar sem leikurinn fór fram og sá um að skipuleggja leikinn. „Bosníuleikurinn var frábær hjá okkur og fyrri hálfleikurinn þar er einn sá besti sem ég hef komið nálægt. Í stöðunni 3-3 skorum við tíu mörk í röð og göngum frá leiknum. Þetta er það sem maður óskar sér í hverjum leik en upplifir sjaldan. Það gekk allt upp," sagði Patrekur kátur. „Gegn Rússunum var jafnt fyrstu tíu en síðan tóku þeir yfir og keyrðu yfir okkur. Þeir voru bara sterkari." Patrekur er með mjög ungt lið í höndunum og hans hlutverk er að byggja upp nýtt lið hjá Austurríki. „Við erum með nýjan línumann. Hægri skyttan er tvítug, vinstri hornamaðurinn 19 ára en ákaflega efnilegur. Ég er því sáttur við þessa byrjun hjá okkur," sagði Patrekur en hann veit sem er að róðurinn verður erfiður í undankeppninni. Forkólfar austurríska handknattleikssambandsins gera sér grein fyrir því að riðillinn er erfiður og að liðið standi á ákveðnum tímamótum. „Ég er að breyta liðinu. Það eru nokkrir hættir síðan ég byrjaði. Ég reyni samt að halda í þessa eldri eins og Victor Szilagyi og Marinovic markvörð eins lengi og ég get. Það er gott að hafa þá með ungu mönnunum. Ég heyri ekki annað en að þeir séu ánægðir með mig og vilji gera langtímasamning. Ég er samt ekkert að flýta mér og er ánægður hjá þeim og sé að það er efniviður til staðar að búa til gott lið." Patrekur segir að helsti höfuðverkurinn í austurríski boltanum væri aftur á móti sá að allt of fáir ungir leikmenn fengju tækifæri með félagsliðunum. Í stað þess að treysta á unga menn, eins og gert er á Íslandi til að mynda, sækja Austurríkismenn eldri leikmenn til nágrannalandanna. „Ég hef verið að ræða þetta vandamál við þá en geri mér grein fyrir því að það er ekkert auðvelt verk að ætla að breyta menningunni sem er þar til staðar. Ég verð því að vinna með þá menn sem eru þó að koma upp í deildinni en það er svona 5-6 lofandi leikmenn þar núna."
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira