Patrekur fær líklega langtímasamning Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2012 06:00 Patreki gengur vel í Austurríki og verður líklega áfram með landsliðið þar í landi.fréttablaðið/vilhelm Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis, fer ágætlega af stað með austurríska liðið í undankeppni EM 2014. Austurríki valtaði yfir Bosníu, 35-24, í fyrsta leiknum og tapaði svo fyrir Rússum á útivelli, 38-31. Þetta er mjög erfiður riðill enda er Serbía fjórða liðið í riðlinum. „Það var mjög langt og erfitt ferðalag til Rússlands. Samt var gaman þegar við komum þangað því fyrsti maður sem ég hitti var Alexander Tutschkin, en við lékum saman hjá Essen í gamla daga," sagði Patrekur, en Tutschkin er framkvæmdastjóri liðsins í bænum þar sem leikurinn fór fram og sá um að skipuleggja leikinn. „Bosníuleikurinn var frábær hjá okkur og fyrri hálfleikurinn þar er einn sá besti sem ég hef komið nálægt. Í stöðunni 3-3 skorum við tíu mörk í röð og göngum frá leiknum. Þetta er það sem maður óskar sér í hverjum leik en upplifir sjaldan. Það gekk allt upp," sagði Patrekur kátur. „Gegn Rússunum var jafnt fyrstu tíu en síðan tóku þeir yfir og keyrðu yfir okkur. Þeir voru bara sterkari." Patrekur er með mjög ungt lið í höndunum og hans hlutverk er að byggja upp nýtt lið hjá Austurríki. „Við erum með nýjan línumann. Hægri skyttan er tvítug, vinstri hornamaðurinn 19 ára en ákaflega efnilegur. Ég er því sáttur við þessa byrjun hjá okkur," sagði Patrekur en hann veit sem er að róðurinn verður erfiður í undankeppninni. Forkólfar austurríska handknattleikssambandsins gera sér grein fyrir því að riðillinn er erfiður og að liðið standi á ákveðnum tímamótum. „Ég er að breyta liðinu. Það eru nokkrir hættir síðan ég byrjaði. Ég reyni samt að halda í þessa eldri eins og Victor Szilagyi og Marinovic markvörð eins lengi og ég get. Það er gott að hafa þá með ungu mönnunum. Ég heyri ekki annað en að þeir séu ánægðir með mig og vilji gera langtímasamning. Ég er samt ekkert að flýta mér og er ánægður hjá þeim og sé að það er efniviður til staðar að búa til gott lið." Patrekur segir að helsti höfuðverkurinn í austurríski boltanum væri aftur á móti sá að allt of fáir ungir leikmenn fengju tækifæri með félagsliðunum. Í stað þess að treysta á unga menn, eins og gert er á Íslandi til að mynda, sækja Austurríkismenn eldri leikmenn til nágrannalandanna. „Ég hef verið að ræða þetta vandamál við þá en geri mér grein fyrir því að það er ekkert auðvelt verk að ætla að breyta menningunni sem er þar til staðar. Ég verð því að vinna með þá menn sem eru þó að koma upp í deildinni en það er svona 5-6 lofandi leikmenn þar núna." Olís-deild karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis, fer ágætlega af stað með austurríska liðið í undankeppni EM 2014. Austurríki valtaði yfir Bosníu, 35-24, í fyrsta leiknum og tapaði svo fyrir Rússum á útivelli, 38-31. Þetta er mjög erfiður riðill enda er Serbía fjórða liðið í riðlinum. „Það var mjög langt og erfitt ferðalag til Rússlands. Samt var gaman þegar við komum þangað því fyrsti maður sem ég hitti var Alexander Tutschkin, en við lékum saman hjá Essen í gamla daga," sagði Patrekur, en Tutschkin er framkvæmdastjóri liðsins í bænum þar sem leikurinn fór fram og sá um að skipuleggja leikinn. „Bosníuleikurinn var frábær hjá okkur og fyrri hálfleikurinn þar er einn sá besti sem ég hef komið nálægt. Í stöðunni 3-3 skorum við tíu mörk í röð og göngum frá leiknum. Þetta er það sem maður óskar sér í hverjum leik en upplifir sjaldan. Það gekk allt upp," sagði Patrekur kátur. „Gegn Rússunum var jafnt fyrstu tíu en síðan tóku þeir yfir og keyrðu yfir okkur. Þeir voru bara sterkari." Patrekur er með mjög ungt lið í höndunum og hans hlutverk er að byggja upp nýtt lið hjá Austurríki. „Við erum með nýjan línumann. Hægri skyttan er tvítug, vinstri hornamaðurinn 19 ára en ákaflega efnilegur. Ég er því sáttur við þessa byrjun hjá okkur," sagði Patrekur en hann veit sem er að róðurinn verður erfiður í undankeppninni. Forkólfar austurríska handknattleikssambandsins gera sér grein fyrir því að riðillinn er erfiður og að liðið standi á ákveðnum tímamótum. „Ég er að breyta liðinu. Það eru nokkrir hættir síðan ég byrjaði. Ég reyni samt að halda í þessa eldri eins og Victor Szilagyi og Marinovic markvörð eins lengi og ég get. Það er gott að hafa þá með ungu mönnunum. Ég heyri ekki annað en að þeir séu ánægðir með mig og vilji gera langtímasamning. Ég er samt ekkert að flýta mér og er ánægður hjá þeim og sé að það er efniviður til staðar að búa til gott lið." Patrekur segir að helsti höfuðverkurinn í austurríski boltanum væri aftur á móti sá að allt of fáir ungir leikmenn fengju tækifæri með félagsliðunum. Í stað þess að treysta á unga menn, eins og gert er á Íslandi til að mynda, sækja Austurríkismenn eldri leikmenn til nágrannalandanna. „Ég hef verið að ræða þetta vandamál við þá en geri mér grein fyrir því að það er ekkert auðvelt verk að ætla að breyta menningunni sem er þar til staðar. Ég verð því að vinna með þá menn sem eru þó að koma upp í deildinni en það er svona 5-6 lofandi leikmenn þar núna."
Olís-deild karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira