Tveir sannfærandi sigrar eru frábær byrjun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2012 07:00 Guðjón Valur Sigurðsson Mynd/AFP Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, er markahæsti leikmaðurinn í undankeppni EM eftir tvo ellefu marka leiki. Hann var sáttur með sigurinn þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Ég held að við getum verið sáttir með þessa byrjun í riðlinum. Það var kannski óöryggi í byrjun í báðum leikjunum en tveir sannfærandi sigrar eru frábær byrjun," sagði Guðjón Valur Sigurðsson. „Við höfum oft þurft tíma til að koma okkur í gang. Strákarnir í liðinu eiga hrós skilið fyrir hvernig við kláruðum þetta því þetta voru ekki auðveldar aðstæður," sagði Guðjón Valur. „Við vorum að spila við lið sem við þekkjum mjög lítið. Það var lítið til af efni um þá og í rauninni bara einn leikur því þeir eru með nýtt lið. Þeir eru mjög stórir, sterkir og þungir og það er því frábært að hafa klárað þetta," sagði Guðjón Valur sem hafði ekki áhyggjur eftir erfiða byrjun. „Ég var nokkuð viss um að við kæmumst í gírinn. Þetta var aldrei mikil hætta og þeir voru bara yfir í byrjun leiks og því engin ástæða til að hafa áhyggjur," sagði Guðjón sem hrósaði nokkrum mönnum. „Kári kom flottur inn og Geiri var alveg frábær í fyrri hálfleik. Mér fannst strákarnir í vörninni standa sig mjög vel og þá sérstaklega ef við tökum seinni hálfleikinn," sagði Guðjón Valur. Hann var ekki eins sáttur við rúmenska sambandið. „Eins og ég sagði við strákana fyrir leik þá eru engar afsakanir þegar menn eru komnir í treyjuna, hvort sem það eru dómarar, ferðalög eða eitthvað. Það var reynt að gera þetta eins erfitt fyrir okkur og hægt var. Við erum að ferðast fáránlega lengi og það er með ólíkindum að það sé leyfilegt að spila leik svona langt frá alþjóðaflugvelli. Við ákváðum bara að taka þessu sem ögrun," sagði Guðjón Valur. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, er markahæsti leikmaðurinn í undankeppni EM eftir tvo ellefu marka leiki. Hann var sáttur með sigurinn þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Ég held að við getum verið sáttir með þessa byrjun í riðlinum. Það var kannski óöryggi í byrjun í báðum leikjunum en tveir sannfærandi sigrar eru frábær byrjun," sagði Guðjón Valur Sigurðsson. „Við höfum oft þurft tíma til að koma okkur í gang. Strákarnir í liðinu eiga hrós skilið fyrir hvernig við kláruðum þetta því þetta voru ekki auðveldar aðstæður," sagði Guðjón Valur. „Við vorum að spila við lið sem við þekkjum mjög lítið. Það var lítið til af efni um þá og í rauninni bara einn leikur því þeir eru með nýtt lið. Þeir eru mjög stórir, sterkir og þungir og það er því frábært að hafa klárað þetta," sagði Guðjón Valur sem hafði ekki áhyggjur eftir erfiða byrjun. „Ég var nokkuð viss um að við kæmumst í gírinn. Þetta var aldrei mikil hætta og þeir voru bara yfir í byrjun leiks og því engin ástæða til að hafa áhyggjur," sagði Guðjón sem hrósaði nokkrum mönnum. „Kári kom flottur inn og Geiri var alveg frábær í fyrri hálfleik. Mér fannst strákarnir í vörninni standa sig mjög vel og þá sérstaklega ef við tökum seinni hálfleikinn," sagði Guðjón Valur. Hann var ekki eins sáttur við rúmenska sambandið. „Eins og ég sagði við strákana fyrir leik þá eru engar afsakanir þegar menn eru komnir í treyjuna, hvort sem það eru dómarar, ferðalög eða eitthvað. Það var reynt að gera þetta eins erfitt fyrir okkur og hægt var. Við erum að ferðast fáránlega lengi og það er með ólíkindum að það sé leyfilegt að spila leik svona langt frá alþjóðaflugvelli. Við ákváðum bara að taka þessu sem ögrun," sagði Guðjón Valur.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira