Í bílstjórasætinu í riðlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2012 06:00 Ásgeir Örn Hallgrímsson lék mjög vel í Rúmeníu í gær og skoraði 8 mörk úr aðeins 9 skotum. Mynd/AFP Íslenska landsliðið er þegar komið með eins stigs forskot á Slóveníu á toppi síns riðils í undankeppni EM í Danmörku eftir flottan 37-30 sigur í Rúmeníu í gær. Langt og erfitt ferðalag og allt annað en óskabyrjun en þegar á reyndi þá sýndu íslensku strákarnir styrk sinn í seinni hálfleik og kláruðu leikinn með sannfærandi hætti. Liðið er því komið í bílstjórasætið í riðlinum. „Það eru eins og við viljum hafa þetta," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins. „Þetta var erfiður útivöllur, langt ferðalag og ég er gríðarlega ánægður með að við skyldum ná svona öruggum sigri í lokin." Rúmenar voru skrefinu á undan nær allan fyrri hálfleikinn og íslenska liðið var í vandræðum með stórar og sterkar skyttur liðsins. „Við byrjuðum leikinn mjög illa, lendum þremur mörkum undir og virkum eins og við séum svolítið á hælunum í vörninni," segir Aron um byrjun leiksins þar sem Rúmenar skoruðu alltof auðveldlega og náðu mest þriggja marka forskoti. „Þegar við fórum að þétta vörnina og spila hver með öðrum þá kom vörnin og við fórum að vinna okkur hægt og rólega inn í leikinn. Við náðum eins marks forystu fyrir hálfleik og í seinni hálfleik fannst mér við spila nokkuð vel," sagði Aron. Aron Rafn Eðvarðsson stóð sig vel í íslenska markinu og fékk líka hrós frá þjálfaranum. „Aron Rafn var í fyrsta skipti að standa sem fyrsti markvörður í landsleik. Það var pressa á honum á erfiðum útivelli og það eru góðar skyttur í þessu rúmenska liði. Hann er að verja allan tímann og taka nokkuð góð færi," sagði Aron og Ásgeir Örn Hallgrímsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Kári Kristjánsson fengu líka hrós. Einn besti landsleikur Ásgeirs„Ásgeir var mjög góður og var að spila einn af sínum betri landsleikjum. Guðjón Valur klúðraði reyndar tveimur hraðaupphlaupum en skoraði 11 mörk og var að spila mjög „massíft" allan leikinn. Kári kemur inn síðustu tólf mínúturnar og var strax mjög hættulegur," segir Aron. Aron Pálmarson var eins og svart og hvítt í leiknum. Hann gerði mörg mistök í fyrri hálfleiknum og komst ekki á blað fyrr en eftir hlé. Hann spilaði hins vegar vel í seinni hálfleik. „Aron var svolítið þungur á sér í fyrri hálfleik og kom of hægt á vörnina. Aron var að reyna of mikið sjálfur í fyrri hálfleik en í þeim seinni var hann bara að spila með liðinu. Hann kom þá af krafti í vörnina og var með helling af góðum stoðsendingum og nokkur mjög góð mörk. Hann var að spila mjög vel í seinni hálfleik." Íslenska liðið vann síðustu sjö mínúturnar á móti Hvít-Rússum 6-1 og síðustu tólf mínúturnar í gær 10-4. Samtals hefur íslenska liðið unnið lokamínúturnar í fyrstu tveimur leikjunum undir stjórn Arons með 11 marka mun. „Strákarnir stóðu sig mjög vel, voru á tánum, sýndu mikla samstöðu og baráttuvilja sem var mjög ánægjulegt. Það er gott að vinna tvo örugga sigra í tveimur fyrstu leikjunum," sagði Aron að lokum. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira
Íslenska landsliðið er þegar komið með eins stigs forskot á Slóveníu á toppi síns riðils í undankeppni EM í Danmörku eftir flottan 37-30 sigur í Rúmeníu í gær. Langt og erfitt ferðalag og allt annað en óskabyrjun en þegar á reyndi þá sýndu íslensku strákarnir styrk sinn í seinni hálfleik og kláruðu leikinn með sannfærandi hætti. Liðið er því komið í bílstjórasætið í riðlinum. „Það eru eins og við viljum hafa þetta," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins. „Þetta var erfiður útivöllur, langt ferðalag og ég er gríðarlega ánægður með að við skyldum ná svona öruggum sigri í lokin." Rúmenar voru skrefinu á undan nær allan fyrri hálfleikinn og íslenska liðið var í vandræðum með stórar og sterkar skyttur liðsins. „Við byrjuðum leikinn mjög illa, lendum þremur mörkum undir og virkum eins og við séum svolítið á hælunum í vörninni," segir Aron um byrjun leiksins þar sem Rúmenar skoruðu alltof auðveldlega og náðu mest þriggja marka forskoti. „Þegar við fórum að þétta vörnina og spila hver með öðrum þá kom vörnin og við fórum að vinna okkur hægt og rólega inn í leikinn. Við náðum eins marks forystu fyrir hálfleik og í seinni hálfleik fannst mér við spila nokkuð vel," sagði Aron. Aron Rafn Eðvarðsson stóð sig vel í íslenska markinu og fékk líka hrós frá þjálfaranum. „Aron Rafn var í fyrsta skipti að standa sem fyrsti markvörður í landsleik. Það var pressa á honum á erfiðum útivelli og það eru góðar skyttur í þessu rúmenska liði. Hann er að verja allan tímann og taka nokkuð góð færi," sagði Aron og Ásgeir Örn Hallgrímsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Kári Kristjánsson fengu líka hrós. Einn besti landsleikur Ásgeirs„Ásgeir var mjög góður og var að spila einn af sínum betri landsleikjum. Guðjón Valur klúðraði reyndar tveimur hraðaupphlaupum en skoraði 11 mörk og var að spila mjög „massíft" allan leikinn. Kári kemur inn síðustu tólf mínúturnar og var strax mjög hættulegur," segir Aron. Aron Pálmarson var eins og svart og hvítt í leiknum. Hann gerði mörg mistök í fyrri hálfleiknum og komst ekki á blað fyrr en eftir hlé. Hann spilaði hins vegar vel í seinni hálfleik. „Aron var svolítið þungur á sér í fyrri hálfleik og kom of hægt á vörnina. Aron var að reyna of mikið sjálfur í fyrri hálfleik en í þeim seinni var hann bara að spila með liðinu. Hann kom þá af krafti í vörnina og var með helling af góðum stoðsendingum og nokkur mjög góð mörk. Hann var að spila mjög vel í seinni hálfleik." Íslenska liðið vann síðustu sjö mínúturnar á móti Hvít-Rússum 6-1 og síðustu tólf mínúturnar í gær 10-4. Samtals hefur íslenska liðið unnið lokamínúturnar í fyrstu tveimur leikjunum undir stjórn Arons með 11 marka mun. „Strákarnir stóðu sig mjög vel, voru á tánum, sýndu mikla samstöðu og baráttuvilja sem var mjög ánægjulegt. Það er gott að vinna tvo örugga sigra í tveimur fyrstu leikjunum," sagði Aron að lokum.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira