Í þágu komandi kynslóða Katrín Júlíusdóttir skrifar 30. október 2012 08:00 Við efnahagshrunið 2008 skruppu tekjur ríkissjóðs verulega saman og miklar skuldir söfnuðust upp vegna nauðsynlegra ráðstafana til þess að halda þjóðarskútunni á floti. Fjölmörg heimili um allt land upplifðu svipaða fjárhagsörðugleika og megnið af stærstu fyrirtækjum landsins varð tæknilega gjaldþrota. Ljóst var að draga þyrfti skarpt úr útgjöldum ríkissjóðs til að ná fram jöfnuði í ríkisfjármálum. Sagt á einfaldan máta: við þurftum að eyða talsvert minna og afla miklu meira. Í stað þess að ráðast í stórfelldan niðurskurð fyrir fjárlögin 2009 var ákveðið í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að treysta á blandaða leið hagvaxtar, skattkerfisbreytinga og niðurskurðar í ríkisútgjöldum. Markmiðið var að vinna bug á þeim mikla fjárlagahalla sem blasti við eftir efnahagshrunið en halda um leið uppi einkaneyslu og atvinnustigi. Sú leið hefur reynst vera farsæl og vakið athygli víða. Niðurskurðurinn í ríkisútgjöldunum hefur ekki verið sársaukalaus. En hann var nauðsynlegur til að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Breytum vöxtum í velferðÞví var spáð þegar á árinu 2009 að á árunum 2013 og 2014 myndu Íslendingar vera að rétta úr kútnum í efnahagslegu tilliti meðan skuldakreppan yrði að vaxandi vandamálum víða í Evrópu, þar sem ríkissjóðir pumpuðu fé inn í gjaldþrota bankakerfi. Við erum þegar farin að njóta hagvaxtar og hægt vaxandi fjárfestinga en þó er vandasöm sigling fram undan. Mikilvægt er að missa ekki landsýn og hafa borð fyrir báru frekar en að ana út í óvissu og láta ótímabæra bjartsýni villa sér sýn. Raunsæ yfirsýn og heildarmat á stöðunni og næstu framtíð er hverjum Íslendingi lífsnauðsyn. Nú fjórum árum eftir hrun er staðan þannig að árið 2013 er gert ráð fyrir að um 15% af áætluðum heildartekjum ríkissjóðs muni fara í vaxtakostnað eða samtals um 88 milljarðar króna. Fyrir þá upphæð gætum við rekið menntakerfið allt í meira en eitt og hálft ár. Mikið væri gott að geta varið hluta af þessum fjármunum frekar í aukna menntun og umbætur í velferðarþjónustu. Við þurfum að byrja að greiða niður skuldir til að minnka þennan kostnað. Ríkissjóður Íslands skuldar of mikið og vaxtakostnaðurinn vegur of þungt í fjárlögum. Þáttaskil í ríkisfjármálumÞau þáttaskil eru í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2013 sem liggur fyrir Alþingi að gjöld og tekjur standast nokkurn veginn á ef óreglulegir liðir eru meðtaldir. Án óreglulegra liða verður heildarjöfnuður hins vegar lítils háttar jákvæður eða sem nemur 4,3 milljörðum króna. Óreglulegir liðir eru útgjaldaliðir sem geta sveiflast talsvert milli ára og stjórnvöld eða Alþingi geta ekki haft mikil áhrif á, a.m.k ekki til skamms tíma. Sem dæmi um óreglulega liði má nefna lífeyrisskuldbindingar, afskriftir skattkrafna, afskrifuð eiginfjárframlög og tapaðar kröfur auk annarra liða. Brýnasta verkefniðAð sama skapi er gert ráð fyrir að skuldir ríkissjóðs fari nú lækkandi sem hlutfall af landsframleiðslu (VLF) í fyrsta skipti frá hruni. Í júlí sl. námu skuldir ríkissjóðs um 1.508 milljörðum króna og er áætlað að þær muni nema 1.497 mö.kr. við árslok 2012 sem mun þá vera um 85% af landsframleiðslu. Mikil skuldsetning ríkissjóðs er veikleikamerki sem hefur neikvæð áhrif á allt íslenska hagkerfið. Því verður það forgangsmál að skila afgangi af fjárlögum og nýta hann til að greiða niður skuldir. Slíkt er eingöngu mögulegt ef áfram verður rekin ábyrg ríkisfjármálastefna með myndarlegum afgangi á fjárlögum ríkisins. Engin vandamál verða leyst án þess að við sem einstaklingar og sem þjóð viðurkennum þau í verki. Þess vegna er það okkar brýnasta og stærsta verkefni að sameinast um að lækka vaxtakostnað sameiginlegs sjóðs landsmanna. Við vinnum okkur út úr vandanum og skilum Íslandi skuldlitlu til komandi kynslóða. Það er verkefnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Skoðun Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við efnahagshrunið 2008 skruppu tekjur ríkissjóðs verulega saman og miklar skuldir söfnuðust upp vegna nauðsynlegra ráðstafana til þess að halda þjóðarskútunni á floti. Fjölmörg heimili um allt land upplifðu svipaða fjárhagsörðugleika og megnið af stærstu fyrirtækjum landsins varð tæknilega gjaldþrota. Ljóst var að draga þyrfti skarpt úr útgjöldum ríkissjóðs til að ná fram jöfnuði í ríkisfjármálum. Sagt á einfaldan máta: við þurftum að eyða talsvert minna og afla miklu meira. Í stað þess að ráðast í stórfelldan niðurskurð fyrir fjárlögin 2009 var ákveðið í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að treysta á blandaða leið hagvaxtar, skattkerfisbreytinga og niðurskurðar í ríkisútgjöldum. Markmiðið var að vinna bug á þeim mikla fjárlagahalla sem blasti við eftir efnahagshrunið en halda um leið uppi einkaneyslu og atvinnustigi. Sú leið hefur reynst vera farsæl og vakið athygli víða. Niðurskurðurinn í ríkisútgjöldunum hefur ekki verið sársaukalaus. En hann var nauðsynlegur til að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Breytum vöxtum í velferðÞví var spáð þegar á árinu 2009 að á árunum 2013 og 2014 myndu Íslendingar vera að rétta úr kútnum í efnahagslegu tilliti meðan skuldakreppan yrði að vaxandi vandamálum víða í Evrópu, þar sem ríkissjóðir pumpuðu fé inn í gjaldþrota bankakerfi. Við erum þegar farin að njóta hagvaxtar og hægt vaxandi fjárfestinga en þó er vandasöm sigling fram undan. Mikilvægt er að missa ekki landsýn og hafa borð fyrir báru frekar en að ana út í óvissu og láta ótímabæra bjartsýni villa sér sýn. Raunsæ yfirsýn og heildarmat á stöðunni og næstu framtíð er hverjum Íslendingi lífsnauðsyn. Nú fjórum árum eftir hrun er staðan þannig að árið 2013 er gert ráð fyrir að um 15% af áætluðum heildartekjum ríkissjóðs muni fara í vaxtakostnað eða samtals um 88 milljarðar króna. Fyrir þá upphæð gætum við rekið menntakerfið allt í meira en eitt og hálft ár. Mikið væri gott að geta varið hluta af þessum fjármunum frekar í aukna menntun og umbætur í velferðarþjónustu. Við þurfum að byrja að greiða niður skuldir til að minnka þennan kostnað. Ríkissjóður Íslands skuldar of mikið og vaxtakostnaðurinn vegur of þungt í fjárlögum. Þáttaskil í ríkisfjármálumÞau þáttaskil eru í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2013 sem liggur fyrir Alþingi að gjöld og tekjur standast nokkurn veginn á ef óreglulegir liðir eru meðtaldir. Án óreglulegra liða verður heildarjöfnuður hins vegar lítils háttar jákvæður eða sem nemur 4,3 milljörðum króna. Óreglulegir liðir eru útgjaldaliðir sem geta sveiflast talsvert milli ára og stjórnvöld eða Alþingi geta ekki haft mikil áhrif á, a.m.k ekki til skamms tíma. Sem dæmi um óreglulega liði má nefna lífeyrisskuldbindingar, afskriftir skattkrafna, afskrifuð eiginfjárframlög og tapaðar kröfur auk annarra liða. Brýnasta verkefniðAð sama skapi er gert ráð fyrir að skuldir ríkissjóðs fari nú lækkandi sem hlutfall af landsframleiðslu (VLF) í fyrsta skipti frá hruni. Í júlí sl. námu skuldir ríkissjóðs um 1.508 milljörðum króna og er áætlað að þær muni nema 1.497 mö.kr. við árslok 2012 sem mun þá vera um 85% af landsframleiðslu. Mikil skuldsetning ríkissjóðs er veikleikamerki sem hefur neikvæð áhrif á allt íslenska hagkerfið. Því verður það forgangsmál að skila afgangi af fjárlögum og nýta hann til að greiða niður skuldir. Slíkt er eingöngu mögulegt ef áfram verður rekin ábyrg ríkisfjármálastefna með myndarlegum afgangi á fjárlögum ríkisins. Engin vandamál verða leyst án þess að við sem einstaklingar og sem þjóð viðurkennum þau í verki. Þess vegna er það okkar brýnasta og stærsta verkefni að sameinast um að lækka vaxtakostnað sameiginlegs sjóðs landsmanna. Við vinnum okkur út úr vandanum og skilum Íslandi skuldlitlu til komandi kynslóða. Það er verkefnið.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun