Sagan með stelpunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2012 08:00 Dóra María Lárusdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir bregða hér á leik á æfingu í gær. Mynd/Anton Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur tryggt sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins á fimmtudagskvöldið þegar Úkraína kemur í heimsókn á Laugardalsvöllinn. Sigurður Ragnar Eyjólfsson og stelpurnar hans stigu stórt skref með 3-2 sigri í Sevastopol um helgina og úkraínska liðið þarf nú að skrifa nýja sögu til þess að hrifsa EM-farseðilinn af stelpunum okkar. Engin þjóð hefur komist áfram eftir tap á heimavelli í fyrri leiknum og engin þjóð hefur náð að skora tvisvar hjá íslenska liðinu í Laugardalnum í starfstíð Sigurðar Ragnars. Margrét Lára Viðarsdóttir tryggði íslenska liðinu 3-2 sigur 26 mínútum fyrir leikslok en áður höfðu Katrín Ómarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir komið Íslandi í 2-0. Umspilið hefur verið við lýði í undankeppni EM fyrir undanfarnar fjórar úrslitakeppnir og allar tíu þjóðirnar sem hafa unnið fyrri leikinn á útivelli hafa komist áfram í lokaúrslitin. Íslenska kvennalandsliðið hefur verið „fórnarlamb" í tveimur af þessum tíu tilfellum því liðið datt út fyrir Þýskalandi í undankeppni EM 1997 og fyrir Noregi í undankeppni EM 2005 eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli. Margir útisigranna hafa reyndar verið stórir og því vonlítið verkefni sem beið tapliðanna í seinni leiknum en minnstu munaði í viðureign Rússa og Skota í undankeppni EM 2009. Rússar unnu fyrri leikinn 3-2 í Skotlandi en sluppu svo með skrekkinn eftir að hafa tapað seinni leiknum 1-2 á heimavelli. Leikar enduðu þar 4-4 en Rússar fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Sigurður Ragnar leggur nú örugglega áherslu á að stelpurnar haldi einbeitingu og klári verkefnið á morgun. Áhyggjuefnið er kannski sú staðreynd að úkraínska liðið náði mun betri árangri á útivelli en á heimavelli í undankeppninni. Úkraína vann þannig alla fjóra útileiki sína í riðlinum, þar af þrjá þeirra á þessu ári, og það án þess að fá á sig mark (8-0 samanlagt). Þegar Úkraína komst á EM fyrir fjórum árum þá vann liðið einnig stærri sigur á útivelli (3-0) en í heimaleiknum (2-0). Íslenska liðinu nægir jafntefli í þessum leik og liðið má einnig tapa 0-1 og 1-2 en stelpurnar færu þá fram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Úkraínska liðið þarf því að skora að minnsta kosti tvö mörk í leiknum til að komast á EM en því hefur engu liði tekist á móti Íslandi á Laugardalsvellinum síðan Sigurður Ragnar tók við liðinu 2007. Ísland hefur spilað 15 landsleiki í Laugardalnum undir hans stjórn og aðeins fengið mark á sig í tveimur þeirra (0-1 tapi á móti Frakklandi 2010 og 3-1 sigri á Noregi 2011). Sagan er vissulega með stelpunum okkar á morgun og farseðillinn á EM í Svíþjóð 2013 er því innan seilingar. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur tryggt sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins á fimmtudagskvöldið þegar Úkraína kemur í heimsókn á Laugardalsvöllinn. Sigurður Ragnar Eyjólfsson og stelpurnar hans stigu stórt skref með 3-2 sigri í Sevastopol um helgina og úkraínska liðið þarf nú að skrifa nýja sögu til þess að hrifsa EM-farseðilinn af stelpunum okkar. Engin þjóð hefur komist áfram eftir tap á heimavelli í fyrri leiknum og engin þjóð hefur náð að skora tvisvar hjá íslenska liðinu í Laugardalnum í starfstíð Sigurðar Ragnars. Margrét Lára Viðarsdóttir tryggði íslenska liðinu 3-2 sigur 26 mínútum fyrir leikslok en áður höfðu Katrín Ómarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir komið Íslandi í 2-0. Umspilið hefur verið við lýði í undankeppni EM fyrir undanfarnar fjórar úrslitakeppnir og allar tíu þjóðirnar sem hafa unnið fyrri leikinn á útivelli hafa komist áfram í lokaúrslitin. Íslenska kvennalandsliðið hefur verið „fórnarlamb" í tveimur af þessum tíu tilfellum því liðið datt út fyrir Þýskalandi í undankeppni EM 1997 og fyrir Noregi í undankeppni EM 2005 eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli. Margir útisigranna hafa reyndar verið stórir og því vonlítið verkefni sem beið tapliðanna í seinni leiknum en minnstu munaði í viðureign Rússa og Skota í undankeppni EM 2009. Rússar unnu fyrri leikinn 3-2 í Skotlandi en sluppu svo með skrekkinn eftir að hafa tapað seinni leiknum 1-2 á heimavelli. Leikar enduðu þar 4-4 en Rússar fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Sigurður Ragnar leggur nú örugglega áherslu á að stelpurnar haldi einbeitingu og klári verkefnið á morgun. Áhyggjuefnið er kannski sú staðreynd að úkraínska liðið náði mun betri árangri á útivelli en á heimavelli í undankeppninni. Úkraína vann þannig alla fjóra útileiki sína í riðlinum, þar af þrjá þeirra á þessu ári, og það án þess að fá á sig mark (8-0 samanlagt). Þegar Úkraína komst á EM fyrir fjórum árum þá vann liðið einnig stærri sigur á útivelli (3-0) en í heimaleiknum (2-0). Íslenska liðinu nægir jafntefli í þessum leik og liðið má einnig tapa 0-1 og 1-2 en stelpurnar færu þá fram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Úkraínska liðið þarf því að skora að minnsta kosti tvö mörk í leiknum til að komast á EM en því hefur engu liði tekist á móti Íslandi á Laugardalsvellinum síðan Sigurður Ragnar tók við liðinu 2007. Ísland hefur spilað 15 landsleiki í Laugardalnum undir hans stjórn og aðeins fengið mark á sig í tveimur þeirra (0-1 tapi á móti Frakklandi 2010 og 3-1 sigri á Noregi 2011). Sagan er vissulega með stelpunum okkar á morgun og farseðillinn á EM í Svíþjóð 2013 er því innan seilingar.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira