

Hvað er klám og hvar drögum við mörkin?
Stórt er spurt en minna er um svör. Klámiðnaðurinn í heiminum er umfangsmikill, veltir gríðarlegum fjármunum og eftirspurnin er greinilega fyrir hendi. Fyrir nokkrum árum hugðust klámframleiðendur halda kaupstefnu á Íslandi. Þar átti að kynna framleiðsluna, kaupa og selja, auk þess sem léttklæddar stúlkur áttu að vera með í för. Mikil mótmælaalda reis í landinu því mjög margir Íslendingar vildu ekki slíka landkynningu og fannst heimsóknin óviðeigandi. Þær raddir heyrðust einnig sem vildu leyfa kaupstefnuna og varð hörð umræða í netheimum þar sem þeim sem mótmæltu henni var jafnvel hótað ofbeldi og einhverju þaðan af verra. Þetta voru athyglisverð viðbrögð sem sýndu að umræðan er eldfim. Því miður skorti á eftirfylgni við að fræða og ræða hvar við viljum draga mörkin. Hugsanlega gerir stór hluti landsmanna sér ekki grein fyrir því hve aðgengi að klámi er auðvelt bæði fyrir börn og fullorðna, hvað þá að fólk almennt átti sig á því hve gróft og ofbeldisfullt það getur verið. Norræn könnun sem gerð var fyrir nokkrum árum sýndi að klámnotkun drengja hér á landi er mjög mikil meðan stúlkur virðast hafa lítinn áhuga á því. Hvaða áhrif hefur þetta á hugarfar drengja og hvaða misræmi skapast í hugmyndum kynjanna hvoru um annað?
Hvað telst vera klám í dag? Fer þröskuldur þess sem við teljum klám sífellt lækkandi vegna þess að við verðum æ ónæmari fyrir því? Listmálarinn Erró gerði eitt sinn myndaröð þar sem hann notaði gamlar ljósmyndir af nöktum eða hálfnöktum stúlkum sem teknar voru í Marokkó í kringum aldamótin 1900. Þær myndir töldust klám á sínum tíma og voru seldar með leynd. Við kippum okkur varla upp við slíkar myndir í dag enda er gengið sífellt lengra við að nota og misnota mannslíkamann í þeim tilgangi að selja og veita kynferðislega örvun.
Stór hluti þess klámefnis sem er á boðstólum einkennist af því að konur eru eins og hvert annað verkfæri fyrir karla, þeir eru virkir og hafa valdið, þær láta gera við sig nánast hvað sem er, hvenær sem er. Klám er því eitt af því sem ýtir undir vald karla yfir konum um leið og það sýnir karla oft eins og dýr og niðurlægir þar með bæði kynin.
Þrjú ráðuneyti í samvinnu við Háskóla Íslands boða nú til ráðstefnu 16. október um klám, áhrif þess og útbreiðslu sem og mismunandi birtingarmyndir kynjanna í þeim tilgangi að opna og efla umræðuna og skoða málið frá ýmsum hliðum. Við viljum átta okkur betur á því hvernig eigi að bregðast við. Viljum við sporna við þeirri þróun að fólk og líkamar séu eins og hver önnur söluvara sem svívirða má hvernig sem er eða viljum við treysta mannhelgi og mannöryggi? Ætlum við að gefast upp fyrir þeim gróðaöflum og hluta netheimsins sem nærist á ofbeldi eða efla kynjajafnrétti og gagnkvæma virðingu milli kynjanna eða annarra hópa sem í hlut eiga?
Ég hvet til hreinskiptinnar umræðu um aðgengi að klámi í íslensku samfélagi, áhrif þess á viðhorf drengja og stúlkna og kynhegðun almennt, hugsanleg bein áhrif á ofbeldi, mansal og annars konar misbeitingu. Hvernig getum við brugðist við og a.m.k. varið börnin okkar fyrir klámvæðingunni?
Skoðun

Jón og félagar eru farnir
Árni Guðmundsson skrifar

Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi
Einar Karl Friðriksson skrifar

Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru
Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar

Við lifum í skjóli hvers annars
Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar

Halldór 01.03.2025
skrifar

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Meira um íslenskan her
skrifar

Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu
Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Glötuðu tækifærin
Guðmundur Ragnarsson skrifar

Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf
Sverrir Fannberg Júliusson skrifar

Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina!
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hvað eru Innri þróunarmarkmið?
Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Hagur okkar allra
Steinþór Logi Arnarsson skrifar