Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason skrifar 11. október 2012 00:00 Í pistlum undanfarnar vikur hafa verið reifaðar þær fimm spurningar sem lagðar verða fyrir þjóðina 20. október nk. og fjalla um einstök lykilatriði í nýrri stjórnarskrá. Eftir situr fyrsta, og um leið aðalspurningin, um það hvort tillögur stjórnlagaráðs skuli lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Spurningin er í heild þannig: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?" Spurningin er nokkuð opin, væntanlega vísvitandi. Fyrir liggur að þingnefnd sú sem fjallar um málið er að láta hóp lögfræðinga yfirfara tillögur stjórnlagaráðs. Ekki til að breyta þeim efnislega, heldur til að lagfæra hugsanlega fræðilega hnökra. Jafnframt verður að ætla að þingnefndin muni bregðast við svörum þjóðarinnar við sundurgreindu spurningunum fimm. Komi ótvírætt í ljós að þjóðin vilji hafa einhver af þeim atriðum sem um er spurt á annan veg en stjórnlagaráð leggur til, hlýtur þingnefndin að breyta frumvarpinu eins og það kom frá ráðinu til samræmis. Grundvallarspurningin er því hvort leggja skuli tillögur stjórnlagaráðs fyrir þingið sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá eftir lagatæknilegar lagfæringar og breytingar í samræmi við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þjóðaratkvæðagreiðslan er einungis ráðgefandi fyrir þá nefnd þingsins sem mun að lokum leggja frumvarpið fyrir þingið. Síðan tekur við umræða og afgreiðsla á þinginu sjálfu. Þingið gæti átt til að breyta frumvarpinu enn frekar – en vonandi aðeins til bóta! Þjóðin er því ekki að taka afstöðu til endanlegrar gerðar stjórnarskrár á þessu stigi. Vonandi gefst henni tækifæri til þess á lokastigi. Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október er engu að síður afar mikilvægur áfangi að því marki að fá lýðveldinu endurbætta og heilstæða stjórnarskrá. Rök fyrir JÁ við spurningunniÞjóðin hefur búið við bráðabirgðastjórnarskrá allan lýðveldistímann. Nú er tækifæri til að setja okkur tryggan íslenskan samfélagssáttmála. Það er allsendis óvíst hvort annað tækifæri gefst næstu áratugina. Í stjórnarskrárfrumvarpi stjórnlagaráðs eru m.a. eftirfarandi nýmæli: n Ákvæði um mannréttindi efld. n Náttúruvernd gert hærra undir höfði en áður. n Auðlindir skilgreindar sem þjóðareign og kveðið á um afnotagreiðslur. n Jafn atkvæðisréttur allra og persónukjör. n Staða Alþingis styrkt andspænis framkvæmdarvaldinu. n Ítarleg ný ákvæði um beint lýðræði. n Stjórnarskráin vernduð með skipun eftirlitsnefndar, Lögréttu. n Ákvæði um forseta Íslands gerð skýr og honum falið aðhaldshlutverk. n Þingræðið treyst, m.a. með því að Alþingi kjósi forsætisráðherra. n Ákvæði til að tryggja óháð val á dómurum. n Sveitarfélögunum lyft á stall í sérstökum kafla. n Tryggt að ekki verði af inngöngu í Evrópusambandið nema þjóðin ákveði það sjálf. n Þjóðin staðfesti framvegis stjórnarskrárbreytingar. Rök fyrir NEI við spurningunniÚrtöluraddir heyrast: n „Ekki núna heldur seinna" segja sumir. Svo hefur verið talað í nær sjötíu ár. Tilraunir hafa verið gerðar til semja nýja stjórnarskrá – en án árangurs. Einmitt nú gefst kjósendum kostur á að tjá hug sinn og stuðla að gagngerum umbótum á stjórnarskránni. n „Það er verið að bylta stjórnarskránni" er sagt. Þetta eru ýkjur. Það eru tiltölulega fá atriði sem breytast umtalsvert, en lykilatriði að vísu. En einmitt um flest þeirra verður spurt í þjóðaratkvæðagreiðslunni. n „Gamla stjórnarskráin olli ekki kreppunni" er líka sagt. Hún var e.t.v. ekki bein örsök en með því herta aðhaldi að valdinu sem lagt er til í stjórnarskrárfrumvarpinu er það gert ólíklegra að þvílík ósköp af mannavöldum hendi okkur aftur. n Heyrist hefur að það hafi ekki verið „rétta" fólkið sem sat í stjórnlagaráði. Hverjir völdust til verksins má ekki skipta máli heldur innihaldið í því sem lagt er til. Kjósendur dæmi af verkunum, ekki höfundunum. Aukin heldur kom fjöldi annarra en stjórnlagaráðsmanna að málinu, svo sem stjórnlaganefnd, sérfræðingar stjórnlagaráðs og fyrri stjórnarskrárnefndir, en ekki síst þúsundmannafundur þjóðarinnar haustið 2010. n „Frumvarp stjórnlagaráðs er gallað" segja einstaka fræðingar, en nefna þó sjaldnast bitastæð dæmi. Vitaskuld getur gott lengi batnað. Verið er að yfirfara lögfræðina í frumvarpinu og þjóðin mun kveða upp úr um nokkur álitamál í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Síðan geta þingmenn, velviljaðir málinu, bætt um betur þegar frumvarpið hefur verið lagt fram. Fullyrða má að aldrei hafi jafn vel verið staðið að endurbótum á stjórnarskránni og nú. ÁlyktunValið stendur aðeins um tvennt: Stjórnarskrá sem byggð er á frumvarpi stjórnlagaráðs eða núgildandi bráðabirgðastjórnarskrá frá 1944. Vilji kjósendur koma í veg fyrir að málinu verði drepið á dreif og að stjórnarskrárumbætur verði að engu eiga þeir að flykkjast á kjörstað og gjalda stjórnarskrárfrumvarpinu jáyrði sitt. Verði þátttaka 20. október góð og afstaða kjósenda afgerandi hlýtur þingið að taka mark á niðurstöðunum og greiða götu nýrrar stjórnarskrár sem getur tekið gildi 17. júní 2013. Höfundur þessa pistils bendir á að nú gefst einstætt tækifæri til að stuðla að bættum stjórnarháttum og mælir því eindregið með jáyrði við grundvallarspurningunni um stjórnarskrárfrumvarpið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þorkell Helgason Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Í pistlum undanfarnar vikur hafa verið reifaðar þær fimm spurningar sem lagðar verða fyrir þjóðina 20. október nk. og fjalla um einstök lykilatriði í nýrri stjórnarskrá. Eftir situr fyrsta, og um leið aðalspurningin, um það hvort tillögur stjórnlagaráðs skuli lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Spurningin er í heild þannig: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?" Spurningin er nokkuð opin, væntanlega vísvitandi. Fyrir liggur að þingnefnd sú sem fjallar um málið er að láta hóp lögfræðinga yfirfara tillögur stjórnlagaráðs. Ekki til að breyta þeim efnislega, heldur til að lagfæra hugsanlega fræðilega hnökra. Jafnframt verður að ætla að þingnefndin muni bregðast við svörum þjóðarinnar við sundurgreindu spurningunum fimm. Komi ótvírætt í ljós að þjóðin vilji hafa einhver af þeim atriðum sem um er spurt á annan veg en stjórnlagaráð leggur til, hlýtur þingnefndin að breyta frumvarpinu eins og það kom frá ráðinu til samræmis. Grundvallarspurningin er því hvort leggja skuli tillögur stjórnlagaráðs fyrir þingið sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá eftir lagatæknilegar lagfæringar og breytingar í samræmi við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þjóðaratkvæðagreiðslan er einungis ráðgefandi fyrir þá nefnd þingsins sem mun að lokum leggja frumvarpið fyrir þingið. Síðan tekur við umræða og afgreiðsla á þinginu sjálfu. Þingið gæti átt til að breyta frumvarpinu enn frekar – en vonandi aðeins til bóta! Þjóðin er því ekki að taka afstöðu til endanlegrar gerðar stjórnarskrár á þessu stigi. Vonandi gefst henni tækifæri til þess á lokastigi. Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október er engu að síður afar mikilvægur áfangi að því marki að fá lýðveldinu endurbætta og heilstæða stjórnarskrá. Rök fyrir JÁ við spurningunniÞjóðin hefur búið við bráðabirgðastjórnarskrá allan lýðveldistímann. Nú er tækifæri til að setja okkur tryggan íslenskan samfélagssáttmála. Það er allsendis óvíst hvort annað tækifæri gefst næstu áratugina. Í stjórnarskrárfrumvarpi stjórnlagaráðs eru m.a. eftirfarandi nýmæli: n Ákvæði um mannréttindi efld. n Náttúruvernd gert hærra undir höfði en áður. n Auðlindir skilgreindar sem þjóðareign og kveðið á um afnotagreiðslur. n Jafn atkvæðisréttur allra og persónukjör. n Staða Alþingis styrkt andspænis framkvæmdarvaldinu. n Ítarleg ný ákvæði um beint lýðræði. n Stjórnarskráin vernduð með skipun eftirlitsnefndar, Lögréttu. n Ákvæði um forseta Íslands gerð skýr og honum falið aðhaldshlutverk. n Þingræðið treyst, m.a. með því að Alþingi kjósi forsætisráðherra. n Ákvæði til að tryggja óháð val á dómurum. n Sveitarfélögunum lyft á stall í sérstökum kafla. n Tryggt að ekki verði af inngöngu í Evrópusambandið nema þjóðin ákveði það sjálf. n Þjóðin staðfesti framvegis stjórnarskrárbreytingar. Rök fyrir NEI við spurningunniÚrtöluraddir heyrast: n „Ekki núna heldur seinna" segja sumir. Svo hefur verið talað í nær sjötíu ár. Tilraunir hafa verið gerðar til semja nýja stjórnarskrá – en án árangurs. Einmitt nú gefst kjósendum kostur á að tjá hug sinn og stuðla að gagngerum umbótum á stjórnarskránni. n „Það er verið að bylta stjórnarskránni" er sagt. Þetta eru ýkjur. Það eru tiltölulega fá atriði sem breytast umtalsvert, en lykilatriði að vísu. En einmitt um flest þeirra verður spurt í þjóðaratkvæðagreiðslunni. n „Gamla stjórnarskráin olli ekki kreppunni" er líka sagt. Hún var e.t.v. ekki bein örsök en með því herta aðhaldi að valdinu sem lagt er til í stjórnarskrárfrumvarpinu er það gert ólíklegra að þvílík ósköp af mannavöldum hendi okkur aftur. n Heyrist hefur að það hafi ekki verið „rétta" fólkið sem sat í stjórnlagaráði. Hverjir völdust til verksins má ekki skipta máli heldur innihaldið í því sem lagt er til. Kjósendur dæmi af verkunum, ekki höfundunum. Aukin heldur kom fjöldi annarra en stjórnlagaráðsmanna að málinu, svo sem stjórnlaganefnd, sérfræðingar stjórnlagaráðs og fyrri stjórnarskrárnefndir, en ekki síst þúsundmannafundur þjóðarinnar haustið 2010. n „Frumvarp stjórnlagaráðs er gallað" segja einstaka fræðingar, en nefna þó sjaldnast bitastæð dæmi. Vitaskuld getur gott lengi batnað. Verið er að yfirfara lögfræðina í frumvarpinu og þjóðin mun kveða upp úr um nokkur álitamál í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Síðan geta þingmenn, velviljaðir málinu, bætt um betur þegar frumvarpið hefur verið lagt fram. Fullyrða má að aldrei hafi jafn vel verið staðið að endurbótum á stjórnarskránni og nú. ÁlyktunValið stendur aðeins um tvennt: Stjórnarskrá sem byggð er á frumvarpi stjórnlagaráðs eða núgildandi bráðabirgðastjórnarskrá frá 1944. Vilji kjósendur koma í veg fyrir að málinu verði drepið á dreif og að stjórnarskrárumbætur verði að engu eiga þeir að flykkjast á kjörstað og gjalda stjórnarskrárfrumvarpinu jáyrði sitt. Verði þátttaka 20. október góð og afstaða kjósenda afgerandi hlýtur þingið að taka mark á niðurstöðunum og greiða götu nýrrar stjórnarskrár sem getur tekið gildi 17. júní 2013. Höfundur þessa pistils bendir á að nú gefst einstætt tækifæri til að stuðla að bættum stjórnarháttum og mælir því eindregið með jáyrði við grundvallarspurningunni um stjórnarskrárfrumvarpið.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun