Framtíð landsliðsins björt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. október 2012 06:00 Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari og Heimir Hallgrímsson, aðstoðarmaður hans, á blaðamannafundinum í gær. Mynd/Vilhelm Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær vegna næstu leikja Íslands í undankeppni HM 2014. Ísland mætir Albönum ytra á föstudaginn næstkomandi og tekur svo á móti Sviss þriðjudaginn 16. október. Ísland byrjaði undankeppnina með því að vinna Noreg 2-0 en tapa svo 1-0 fyrir Kýpverjum ytra. Lagerbäck lofaði frammistöðu Íslands í fyrri leiknum en sagði að úrslitin gegn Kýpur hefðu valdið sér vonbrigðum. „Líklega vorum við of metnaðarfullir í varnarleik okkar," sagði hann. „Það er eitthvað sem skrifast á mína ábyrgð og er það undir mér komið að laga það fyrir næsta leik, en ég veit af reynslu minni með sænska landsliðinu hversu erfitt það er að fara til Albaníu og spila þar." Lagerbäck tilkynnti landsliðshópinn sinn fyrr í vikunni. Aron Jóhannsson, AGF, var eini nýliðinn en Björn Bergmann Sigurðarson, Wolves, var ekki í hópnum. „Í stuttu máli vill Björn einbeita sér að Wolves. Hann vill frekar æfa þar og vera 100 prósent einbeittur að sínu félagsliði. Ef menn vilja ekki koma í landsliðið þá vil ég ekki sannfæra þá um það. Við munum sjá til um framhaldið en það er ljóst að við verðum áfram í sambandi við hann og athugum síðar hvort hann vilji koma aftur í landsliðið," sagði Lagerbäck sem sagðist einnig sakna hins meidda Kolbeins Sigþórssonar mikið. „Hann hefur nú verið hjá mér í þremur leikjum og miðað við það sem ég hef séð tel ég að hann hafi fulla burði til að verða einn allra besti sóknarmaður Evrópu. Árangur hans með landsliðinu, átta mörk í ellefu leikjum, er ótrúlegur." Hann nýtti einnig tækifærið til að benda á nokkrar staðreyndir um hversu ungt og efnilegt landslið Íslendingar eiga. „Meðalaldur er í kringum 26 ár sem er nokkuð ungt í landsliðum. Þá hafa leikmenn spilað að meðaltali aðeins 17,8 landsleiki sem er verulega lítið," segir hann. „Ég vona að ég lifi í nokkur ár í viðbót til að geta fylgst með íslenska landsliðinu. Framtíðin er mjög björt." Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær vegna næstu leikja Íslands í undankeppni HM 2014. Ísland mætir Albönum ytra á föstudaginn næstkomandi og tekur svo á móti Sviss þriðjudaginn 16. október. Ísland byrjaði undankeppnina með því að vinna Noreg 2-0 en tapa svo 1-0 fyrir Kýpverjum ytra. Lagerbäck lofaði frammistöðu Íslands í fyrri leiknum en sagði að úrslitin gegn Kýpur hefðu valdið sér vonbrigðum. „Líklega vorum við of metnaðarfullir í varnarleik okkar," sagði hann. „Það er eitthvað sem skrifast á mína ábyrgð og er það undir mér komið að laga það fyrir næsta leik, en ég veit af reynslu minni með sænska landsliðinu hversu erfitt það er að fara til Albaníu og spila þar." Lagerbäck tilkynnti landsliðshópinn sinn fyrr í vikunni. Aron Jóhannsson, AGF, var eini nýliðinn en Björn Bergmann Sigurðarson, Wolves, var ekki í hópnum. „Í stuttu máli vill Björn einbeita sér að Wolves. Hann vill frekar æfa þar og vera 100 prósent einbeittur að sínu félagsliði. Ef menn vilja ekki koma í landsliðið þá vil ég ekki sannfæra þá um það. Við munum sjá til um framhaldið en það er ljóst að við verðum áfram í sambandi við hann og athugum síðar hvort hann vilji koma aftur í landsliðið," sagði Lagerbäck sem sagðist einnig sakna hins meidda Kolbeins Sigþórssonar mikið. „Hann hefur nú verið hjá mér í þremur leikjum og miðað við það sem ég hef séð tel ég að hann hafi fulla burði til að verða einn allra besti sóknarmaður Evrópu. Árangur hans með landsliðinu, átta mörk í ellefu leikjum, er ótrúlegur." Hann nýtti einnig tækifærið til að benda á nokkrar staðreyndir um hversu ungt og efnilegt landslið Íslendingar eiga. „Meðalaldur er í kringum 26 ár sem er nokkuð ungt í landsliðum. Þá hafa leikmenn spilað að meðaltali aðeins 17,8 landsleiki sem er verulega lítið," segir hann. „Ég vona að ég lifi í nokkur ár í viðbót til að geta fylgst með íslenska landsliðinu. Framtíðin er mjög björt."
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira