Edda: Verðum eins og vel samstilltur kvennakór Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2012 10:00 Edda Garðarsdóttir lífgar ávallt upp á æfingar og samverustundir kvennalandsliðsins. Mynd/Stefán Edda Garðarsdóttir mun væntanlega leika sinn 94. landsleik í dag þegar íslenska kvennalandsliðið fær Norður-Írland í heimsókn á Laugardalsvöllinn í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM í Svíþjóð en með sigri tryggja íslensku stelpurnar sér í það minnsta þátttökurétt í umspili um sæti í úrslitakeppninni á næsta ári. Edda vill ekki gera of mikið úr áhrifum þess að mikil óvissa hefur verið í kringum þátttöku fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur og markadrottningarinnar Margrétar Láru Viðarsdóttur í þessum leikjum. „Það er gleðiefni að Margrét Lára sé hérna með okkur og hún var mjög spræk á fyrstu æfingunni og það var ekki að sjá að hún hafi verið lengi í burtu. Þetta er bara það klassíska að maður kemur í manns stað. Ég var uppi í stúku þegar við spiluðum fyrri leikinn við Noreg og sá leikur fór bara þokkalega," segir Edda en Ísland vann þá 3-1 sigur á Noregi í Laugardalnum. „Það eru margar stelpur í hópnum núna sem ég hef varla séð áður en eru að koma þvílíkt sterkar inn. Við vorum með lið þar sem allar voru undir 23 ára aldri. Þetta lið sýndi góða takta þegar við vorum úti í Skotlandi. Framtíðin lofar góðu og þetta lítur mjög vel út," segir Edda en stelpurnar eiga mikla möguleika á því að tryggja sig inn á annað Evrópumótið í röð. „Þetta eru algjörir úrslitaleikir og þetta er allt í okkar höndum. Þetta er undir okkur komið hvernig við komum stemmdar á leikdegi. Ef þær (Margrét Lára og Katrín) þurfa að skokka og teygja á æfingunum í kringum leikina þá er það allt í lagi en þær geta ekki gert það í leiknum sjálfum," segir Edda. Hún, sem er mikill reynslubolti í liðinu, mun taka að sér það stóra hlutverk að stilla spennustigið rétt fyrir leikinn á morgun. „Þetta verður að vera eins og í vel samstilltum kvennakór og að við drífum hverja aðra áfram en ekki öfugt. Ef við skítum upp á bak á laugardaginn og gerum ekki það sem við erum bestar í eða sýnum okkar rétta andlit þá er þetta bara búið. Það sem hjálpar mér núna er Noregur og Kýpur," sagði Edda og vísar þá í síðustu tvo leiki karlaliðsins þar sem strákarnir töpuðu fyrir Kýpur aðeins fjórum dögum eftir flottan sigur á Norðmönnum. „Við verðum að gera okkar besta og vera í toppstandi á leikdag," sagði Edda. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Edda Garðarsdóttir mun væntanlega leika sinn 94. landsleik í dag þegar íslenska kvennalandsliðið fær Norður-Írland í heimsókn á Laugardalsvöllinn í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM í Svíþjóð en með sigri tryggja íslensku stelpurnar sér í það minnsta þátttökurétt í umspili um sæti í úrslitakeppninni á næsta ári. Edda vill ekki gera of mikið úr áhrifum þess að mikil óvissa hefur verið í kringum þátttöku fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur og markadrottningarinnar Margrétar Láru Viðarsdóttur í þessum leikjum. „Það er gleðiefni að Margrét Lára sé hérna með okkur og hún var mjög spræk á fyrstu æfingunni og það var ekki að sjá að hún hafi verið lengi í burtu. Þetta er bara það klassíska að maður kemur í manns stað. Ég var uppi í stúku þegar við spiluðum fyrri leikinn við Noreg og sá leikur fór bara þokkalega," segir Edda en Ísland vann þá 3-1 sigur á Noregi í Laugardalnum. „Það eru margar stelpur í hópnum núna sem ég hef varla séð áður en eru að koma þvílíkt sterkar inn. Við vorum með lið þar sem allar voru undir 23 ára aldri. Þetta lið sýndi góða takta þegar við vorum úti í Skotlandi. Framtíðin lofar góðu og þetta lítur mjög vel út," segir Edda en stelpurnar eiga mikla möguleika á því að tryggja sig inn á annað Evrópumótið í röð. „Þetta eru algjörir úrslitaleikir og þetta er allt í okkar höndum. Þetta er undir okkur komið hvernig við komum stemmdar á leikdegi. Ef þær (Margrét Lára og Katrín) þurfa að skokka og teygja á æfingunum í kringum leikina þá er það allt í lagi en þær geta ekki gert það í leiknum sjálfum," segir Edda. Hún, sem er mikill reynslubolti í liðinu, mun taka að sér það stóra hlutverk að stilla spennustigið rétt fyrir leikinn á morgun. „Þetta verður að vera eins og í vel samstilltum kvennakór og að við drífum hverja aðra áfram en ekki öfugt. Ef við skítum upp á bak á laugardaginn og gerum ekki það sem við erum bestar í eða sýnum okkar rétta andlit þá er þetta bara búið. Það sem hjálpar mér núna er Noregur og Kýpur," sagði Edda og vísar þá í síðustu tvo leiki karlaliðsins þar sem strákarnir töpuðu fyrir Kýpur aðeins fjórum dögum eftir flottan sigur á Norðmönnum. „Við verðum að gera okkar besta og vera í toppstandi á leikdag," sagði Edda.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira