Edda: Verðum eins og vel samstilltur kvennakór Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2012 10:00 Edda Garðarsdóttir lífgar ávallt upp á æfingar og samverustundir kvennalandsliðsins. Mynd/Stefán Edda Garðarsdóttir mun væntanlega leika sinn 94. landsleik í dag þegar íslenska kvennalandsliðið fær Norður-Írland í heimsókn á Laugardalsvöllinn í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM í Svíþjóð en með sigri tryggja íslensku stelpurnar sér í það minnsta þátttökurétt í umspili um sæti í úrslitakeppninni á næsta ári. Edda vill ekki gera of mikið úr áhrifum þess að mikil óvissa hefur verið í kringum þátttöku fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur og markadrottningarinnar Margrétar Láru Viðarsdóttur í þessum leikjum. „Það er gleðiefni að Margrét Lára sé hérna með okkur og hún var mjög spræk á fyrstu æfingunni og það var ekki að sjá að hún hafi verið lengi í burtu. Þetta er bara það klassíska að maður kemur í manns stað. Ég var uppi í stúku þegar við spiluðum fyrri leikinn við Noreg og sá leikur fór bara þokkalega," segir Edda en Ísland vann þá 3-1 sigur á Noregi í Laugardalnum. „Það eru margar stelpur í hópnum núna sem ég hef varla séð áður en eru að koma þvílíkt sterkar inn. Við vorum með lið þar sem allar voru undir 23 ára aldri. Þetta lið sýndi góða takta þegar við vorum úti í Skotlandi. Framtíðin lofar góðu og þetta lítur mjög vel út," segir Edda en stelpurnar eiga mikla möguleika á því að tryggja sig inn á annað Evrópumótið í röð. „Þetta eru algjörir úrslitaleikir og þetta er allt í okkar höndum. Þetta er undir okkur komið hvernig við komum stemmdar á leikdegi. Ef þær (Margrét Lára og Katrín) þurfa að skokka og teygja á æfingunum í kringum leikina þá er það allt í lagi en þær geta ekki gert það í leiknum sjálfum," segir Edda. Hún, sem er mikill reynslubolti í liðinu, mun taka að sér það stóra hlutverk að stilla spennustigið rétt fyrir leikinn á morgun. „Þetta verður að vera eins og í vel samstilltum kvennakór og að við drífum hverja aðra áfram en ekki öfugt. Ef við skítum upp á bak á laugardaginn og gerum ekki það sem við erum bestar í eða sýnum okkar rétta andlit þá er þetta bara búið. Það sem hjálpar mér núna er Noregur og Kýpur," sagði Edda og vísar þá í síðustu tvo leiki karlaliðsins þar sem strákarnir töpuðu fyrir Kýpur aðeins fjórum dögum eftir flottan sigur á Norðmönnum. „Við verðum að gera okkar besta og vera í toppstandi á leikdag," sagði Edda. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Sjá meira
Edda Garðarsdóttir mun væntanlega leika sinn 94. landsleik í dag þegar íslenska kvennalandsliðið fær Norður-Írland í heimsókn á Laugardalsvöllinn í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM í Svíþjóð en með sigri tryggja íslensku stelpurnar sér í það minnsta þátttökurétt í umspili um sæti í úrslitakeppninni á næsta ári. Edda vill ekki gera of mikið úr áhrifum þess að mikil óvissa hefur verið í kringum þátttöku fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur og markadrottningarinnar Margrétar Láru Viðarsdóttur í þessum leikjum. „Það er gleðiefni að Margrét Lára sé hérna með okkur og hún var mjög spræk á fyrstu æfingunni og það var ekki að sjá að hún hafi verið lengi í burtu. Þetta er bara það klassíska að maður kemur í manns stað. Ég var uppi í stúku þegar við spiluðum fyrri leikinn við Noreg og sá leikur fór bara þokkalega," segir Edda en Ísland vann þá 3-1 sigur á Noregi í Laugardalnum. „Það eru margar stelpur í hópnum núna sem ég hef varla séð áður en eru að koma þvílíkt sterkar inn. Við vorum með lið þar sem allar voru undir 23 ára aldri. Þetta lið sýndi góða takta þegar við vorum úti í Skotlandi. Framtíðin lofar góðu og þetta lítur mjög vel út," segir Edda en stelpurnar eiga mikla möguleika á því að tryggja sig inn á annað Evrópumótið í röð. „Þetta eru algjörir úrslitaleikir og þetta er allt í okkar höndum. Þetta er undir okkur komið hvernig við komum stemmdar á leikdegi. Ef þær (Margrét Lára og Katrín) þurfa að skokka og teygja á æfingunum í kringum leikina þá er það allt í lagi en þær geta ekki gert það í leiknum sjálfum," segir Edda. Hún, sem er mikill reynslubolti í liðinu, mun taka að sér það stóra hlutverk að stilla spennustigið rétt fyrir leikinn á morgun. „Þetta verður að vera eins og í vel samstilltum kvennakór og að við drífum hverja aðra áfram en ekki öfugt. Ef við skítum upp á bak á laugardaginn og gerum ekki það sem við erum bestar í eða sýnum okkar rétta andlit þá er þetta bara búið. Það sem hjálpar mér núna er Noregur og Kýpur," sagði Edda og vísar þá í síðustu tvo leiki karlaliðsins þar sem strákarnir töpuðu fyrir Kýpur aðeins fjórum dögum eftir flottan sigur á Norðmönnum. „Við verðum að gera okkar besta og vera í toppstandi á leikdag," sagði Edda.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Sjá meira