Lærið í lagi en ökklinn teygður hjá Katrínu fyrirliða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2012 07:00 Katrín Jónsdóttir er bjartsýn á að geta verið með. Mynd/Stefán Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalands-liðsins, er bjartsýn á að geta tekið þátt í afar mikilvægum landsleikjum á móti Norður-Írlandi og Noregi í undankeppni EM. Katrín æfði ekki með liðinu í gær en það var þó vegna annarra meiðsla en ógnuðu þátttöku hennar í lokaleikjum undankeppninnar. „Staðan er alveg ágæt. Ég er búin að vera æfa fótbolta í tvær vikur og það hefur verið mjög hraður bati á lærinu síðustu vikuna. Ég var með á æfingu í gær þar sem lærið háði mér ekki neitt en ég náði aðeins að togna á hægri ökkla. Ég held að það hafi verið algjör óheppni og þetta er ekki alvarlegt. Ég ákvað í samráði við Sigga að hvíla í dag en ég hefði alveg verið til í að „teipa" ökklann og vera með," sagði Katrín. Hún missti af sínum fyrsta landsleik í tæp sex ár í byrjun ágúst. „Það var ömurlegt að missa af Skotaleiknum og ég var lengi að pirra mig á því. Þetta er samt bara í annað skiptið sem ég missi af landsleik út af meiðslum og ég get ekki kvartað," segir Katrín. Íslenska liðið á mjög góða möguleika á að komast inn á annað Evrópumótið í röð og tryggir sér að minnsta kosti sæti í umspili með sigri á Norður-Írlandi á morgun. „Þessi leikir skipta miklu meira máli en ég og þá sérstaklega fyrri leikurinn á móti Norður-Írlandi. Það eru allir með fulla einbeitingu á honum. Ef við vinnum þann leik þá erum við búnar að tryggja okkur umspilsleik í október og það er því mjög mikilvægt að ná þremur stigum út úr þeim leik," sagði Katrín. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalands-liðsins, er bjartsýn á að geta tekið þátt í afar mikilvægum landsleikjum á móti Norður-Írlandi og Noregi í undankeppni EM. Katrín æfði ekki með liðinu í gær en það var þó vegna annarra meiðsla en ógnuðu þátttöku hennar í lokaleikjum undankeppninnar. „Staðan er alveg ágæt. Ég er búin að vera æfa fótbolta í tvær vikur og það hefur verið mjög hraður bati á lærinu síðustu vikuna. Ég var með á æfingu í gær þar sem lærið háði mér ekki neitt en ég náði aðeins að togna á hægri ökkla. Ég held að það hafi verið algjör óheppni og þetta er ekki alvarlegt. Ég ákvað í samráði við Sigga að hvíla í dag en ég hefði alveg verið til í að „teipa" ökklann og vera með," sagði Katrín. Hún missti af sínum fyrsta landsleik í tæp sex ár í byrjun ágúst. „Það var ömurlegt að missa af Skotaleiknum og ég var lengi að pirra mig á því. Þetta er samt bara í annað skiptið sem ég missi af landsleik út af meiðslum og ég get ekki kvartað," segir Katrín. Íslenska liðið á mjög góða möguleika á að komast inn á annað Evrópumótið í röð og tryggir sér að minnsta kosti sæti í umspili með sigri á Norður-Írlandi á morgun. „Þessi leikir skipta miklu meira máli en ég og þá sérstaklega fyrri leikurinn á móti Norður-Írlandi. Það eru allir með fulla einbeitingu á honum. Ef við vinnum þann leik þá erum við búnar að tryggja okkur umspilsleik í október og það er því mjög mikilvægt að ná þremur stigum út úr þeim leik," sagði Katrín.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira