Landspítalinn og Hringbraut Hjálmar Sveinsson skrifar 11. september 2012 06:00 Óli Kristján Ármannsson blaðamaður skrifaði í ritstjórnargrein helgarútgáfu Fréttablaðsins að Landspítalinn ætti ekki heima í miðbænum, þar sem hann er nú. Óli Kristján vill heldur hafa hann í útjaðri byggðarinnar; jafnvel uppi á Hólmsheiði eða á Vífilsstaðatúni fyrir ofan Garðabæ. Hann telur að það sé arfavitlaus meinloka að hafa væntanlega nýbyggingu Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Ég er ósammála þessari skoðun og tel að það væri óðs manns æði að byggja upp nýjan spítala frá grunni fyrir utan borgina. Það yrði óheyrilega dýrt og gerði það að verkum að nánast enginn af hinum fjölmörgu starfsmönnum spítalans kæmist í vinnuna nema á einkabíl. Sú ráðstöfun yrði til þess að gera Reykjavík að enn meiri bílaborg en hún er. Hringbrautarlóðin liggur betur en nokkur önnur hugsanleg spítalalóð við umferðinni í borginni. Þar mætast tvær meginumferðaræðar: Bústaðavegur/Snorrabraut og Miklabraut/Hringbraut. Þar að auki liggja átta strætisvagnaleiðir um Hringbraut. Þær eru hvergi fleiri í borginni. Það sem meira er, Strætó hefur tekið þá stefnu, í samvinnu við borgina, að gamla BSÍ leysi Hlemm af sem meginskiptistöð fyrir strætó auk þess sem þar verði samgöngumiðstöð. Reykjavík hefur undanfarna áratugi þróast sem borg fyrir bíla. Borgarstjórnin sem nú er vill vinda ofan af þeirri þróun og gera Reykjavík að borg fyrir fólk. Í drögum að endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir Reykjavík 2010 til 2030, sem nú er verið að leggja lokahönd á, er gert ráð fyrir að hlutfall þeirra sem fari einir í bíl á leið sinni um borgina fari úr því að vera 75% í 58%. Það mun draga úr umferðarálagi í borginni og um leið úr hávaðamengun og slysahættu. En til að þetta markmið verði meira en orðin tóm, eins og stundum hefur gerst, þarf að fylgja stefnunni eftir. Annars verður Reykjavík áfram borg fyrir bíla. Óli Kristján telur það harkalegt og hæpið að láta stúdenta og starfsmenn Háskólans og Landspítalans borga fyrir öll bílastæðin sem þeir nota. Ég tel það bæði nauðsynlegt og sjálfsagt. Í dag fara 60% stúdenta við Háskóla Íslands einir á einkabíl í skólann. Það á sinn þátt í mikilli umferð á Miklubraut. Það er fáránlegt. Hvað fyrirhugaða byggð í Vatnsmýrinni varðar má heita öruggt að í nýju aðalskipulagi verður staðið við fyrri áætlanir um að flugvöllurinn fari þaðan í tveimur áföngum árin 2016 og 2024. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Halldór 22.03.2025 Halldór Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt Skoðun Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar Skoðun Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson skrifar Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðeins um undirskriftir G. Jökull Gíslason skrifar Skoðun Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Vannýttur vegkafli í G-dúr Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun „Stoltir af því að fórna píslarvottum“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Svar óskast Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar Skoðun Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tannheilsa skiptir höfuð máli Valdís Marselía Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Óli Kristján Ármannsson blaðamaður skrifaði í ritstjórnargrein helgarútgáfu Fréttablaðsins að Landspítalinn ætti ekki heima í miðbænum, þar sem hann er nú. Óli Kristján vill heldur hafa hann í útjaðri byggðarinnar; jafnvel uppi á Hólmsheiði eða á Vífilsstaðatúni fyrir ofan Garðabæ. Hann telur að það sé arfavitlaus meinloka að hafa væntanlega nýbyggingu Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Ég er ósammála þessari skoðun og tel að það væri óðs manns æði að byggja upp nýjan spítala frá grunni fyrir utan borgina. Það yrði óheyrilega dýrt og gerði það að verkum að nánast enginn af hinum fjölmörgu starfsmönnum spítalans kæmist í vinnuna nema á einkabíl. Sú ráðstöfun yrði til þess að gera Reykjavík að enn meiri bílaborg en hún er. Hringbrautarlóðin liggur betur en nokkur önnur hugsanleg spítalalóð við umferðinni í borginni. Þar mætast tvær meginumferðaræðar: Bústaðavegur/Snorrabraut og Miklabraut/Hringbraut. Þar að auki liggja átta strætisvagnaleiðir um Hringbraut. Þær eru hvergi fleiri í borginni. Það sem meira er, Strætó hefur tekið þá stefnu, í samvinnu við borgina, að gamla BSÍ leysi Hlemm af sem meginskiptistöð fyrir strætó auk þess sem þar verði samgöngumiðstöð. Reykjavík hefur undanfarna áratugi þróast sem borg fyrir bíla. Borgarstjórnin sem nú er vill vinda ofan af þeirri þróun og gera Reykjavík að borg fyrir fólk. Í drögum að endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir Reykjavík 2010 til 2030, sem nú er verið að leggja lokahönd á, er gert ráð fyrir að hlutfall þeirra sem fari einir í bíl á leið sinni um borgina fari úr því að vera 75% í 58%. Það mun draga úr umferðarálagi í borginni og um leið úr hávaðamengun og slysahættu. En til að þetta markmið verði meira en orðin tóm, eins og stundum hefur gerst, þarf að fylgja stefnunni eftir. Annars verður Reykjavík áfram borg fyrir bíla. Óli Kristján telur það harkalegt og hæpið að láta stúdenta og starfsmenn Háskólans og Landspítalans borga fyrir öll bílastæðin sem þeir nota. Ég tel það bæði nauðsynlegt og sjálfsagt. Í dag fara 60% stúdenta við Háskóla Íslands einir á einkabíl í skólann. Það á sinn þátt í mikilli umferð á Miklubraut. Það er fáránlegt. Hvað fyrirhugaða byggð í Vatnsmýrinni varðar má heita öruggt að í nýju aðalskipulagi verður staðið við fyrri áætlanir um að flugvöllurinn fari þaðan í tveimur áföngum árin 2016 og 2024.
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar
Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar
Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar
Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun