Kallað eftir vandaðri umræðu Svandís Svavarsdóttir skrifar 23. ágúst 2012 06:00 Árangur í efnahagsmálum er mikilvægt framlag ríkisstjórnarinnar til enduruppbyggingar íslensks þjóðfélags, en fjarri því að vera það eina. Heildarsýn á verkefni yfirstandandi kjörtímabils hefur frá upphafi birst í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, löngu og ítarlegu skjali, metnaðarfullri verkáætlun sem spannar vítt svið. Þegar líður á seinni hluta kjörtímabils er ánægjulegt að fletta samstarfsyfirlýsingunni og átta sig á því hversu stórum hluta þeirra verkefna sem upp eru talin hefur verið komið til framkvæmda.Árangur ríkisstjórnarinnar Eins og öllum er ljóst tók þessi fyrsta ríkisstjórn Íslandssögunnar sem eingöngu er skipuð vinstri flokkum við erfiðara verkefni en nokkur önnur hafði gert áður. Árangurinn hefur kostað aðhald í rekstri og jafnframt aga í fjármögnun samneyslunnar sem okkur er svo mikilvæg. Nú sjáum við að atvinnuleysi minnkar jafnt og þétt, verðbólga er í rénun og hagvöxtur með því mesta sem gerist í Evrópu. Samhliða þessu hafa breytingar á skatta- og bótakerfi orðið til þess að auka jöfnuð meðal landsmanna – og þar með náð að snúa frá aukinni misskiptingu sem var við lýði mestan hluta hins meinta góðæristíma. Andstæðingum ríkisstjórnarinnar er ljósara en nokkrum öðrum að ef næstu alþingiskosningar snúast um árangur ríkisstjórnarinnar, þá mun vinstri flokkunum ganga vel. Það þjónar því tilgangi hrunflokkanna að láta kosningabaráttuna snúast um allt annað en raunverulegan árangur og málefni – það er þeim í hag að drepa umræðunni á dreif í upphrópunum og gífuryrðum. Þar þurfum við að halda vöku okkar og hugsa um heildarmyndina.Sama rót Eins og við er að búast á umbrotatímum hefur stundum gustað um samstarf ríkisstjórnarflokkanna og andstæðingar ríkisstjórnarinnar tekið því fagnandi í sínum áróðursritum á vef og prenti. Þrátt fyrir þau ágreiningsmál sem upp hafa komið á tímabilinu, þá hefur samstarf Vinstri grænna og Samfylkingar fyrst og fremst verið með eindæmum gott – enda sýna verkin merkin. Báðir flokkarnir byggja á sömu rót. Stefnu sem snýst um jöfnuð og félagslegt réttlæti. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað talið sig geta rekið fleyg á milli flokkanna – og skiptir þar ekki mestu máli hvort meintur ágreiningur á við rök að styðjast. Eftir því sem nær dregur kosningum má búast við því að bæti nokkuð í moldviðri af þessu tagi enda miklir valdahagsmunir í húfi. Þá ríður á að hvika hvergi, heldur safna liði og snúa bökum saman.Ólíkar áherslur Á dögunum þótti í frásögur færandi að tveir ráðherrar Vinstri grænna lýstu þeirri skoðun að ræða bæri stöðuna í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og þá staðreynd að áform um að leggja fullbúinn samning fyrir þjóðina virðast ekki ganga eftir á kjörtímabilinu. Einnig var staða mála í Evrópu nefnd, efnahagslegir erfiðleikar í álfunni og blikur á lofti um þróun og hlutverk evrunnar. Þótti sumum þetta sýna alvarlegan ágreining á stjórnarheimilinu. Því fer fjarri. Frá upphafi ríkisstjórnarsamstarfsins hefur verið lögð áhersla á að flokkarnir virði ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að ESB – eins og tilheyrir í góðu samstarfi. Ólík afstaða flokkanna til ESB-aðildar er sennilega einn helsti styrkur aðildarviðræðnanna, grundvallaratriði sem á að geta orðið til þess að umræða um mögulega aðild verði upplýst og ólíkum sjónarmiðum gert jafnhátt undir höfði. Í samstarfsyfirlýsingunni stendur jafnframt að ákvörðun um aðild að ESB skuli vera í höndum þjóðarinnar, sem muni greiða atkvæði um aðild að loknum aðildarviðræðum. Þetta er sjálfsögð lýðræðiskrafa og mikilvægt að taka hana fram: Þjóðin á alltaf að eiga síðasta orðið.Greinargóðir kostir Nú liggur nokkuð ljóst fyrir að aðildarviðræðum lýkur ekki á þessu kjörtímabili. Það stefnir í að mikilvægir samningskaflar verði enn á huldu á komandi vori. Þegar stefnir í að ekki verði unnt að greiða atkvæði um fullbúinn samning fyrir alþingiskosningar þarf að ræða málið. Auðvitað. Allt alþjóðasamstarf er viðvarandi verkefni og þarf að vera í stöðugri mótun og endurskoðun. Svo afdrifaríkur ferill sem nú stendur yfir eins og aðildarumsókn að ESB er þar ekki undanskilinn. Ég hef orðið vör við það undanfarnar vikur og mánuði að mjög víða í samfélaginu er kallað eftir skynsemi og yfirvegun í umræðuna. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hlýtur að vilja opna umræðu um svo flókið mál og Samfylkingin einnig. Þjóðin þarf að fá skýra spurningu til að svara. Greinargóða kosti að fjalla um. Það er kallað eftir vandaðri umræðu og það er okkar hlutverk að stuðla að henni. Sú umræða fer fram innan flokka og milli stjórnmálaflokka, sérstaklega stjórnarflokkanna eins og málum er háttað. Umræðan þarf ekki síður að eiga sér stað í fjölmiðlum og úti í samfélaginu, hún þarf að byggja á staðreyndum og heildarmati. Einfaldar upphrópanir og gífuryrði eru hvorki til upplýsingar né í anda lýðræðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Árangur í efnahagsmálum er mikilvægt framlag ríkisstjórnarinnar til enduruppbyggingar íslensks þjóðfélags, en fjarri því að vera það eina. Heildarsýn á verkefni yfirstandandi kjörtímabils hefur frá upphafi birst í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, löngu og ítarlegu skjali, metnaðarfullri verkáætlun sem spannar vítt svið. Þegar líður á seinni hluta kjörtímabils er ánægjulegt að fletta samstarfsyfirlýsingunni og átta sig á því hversu stórum hluta þeirra verkefna sem upp eru talin hefur verið komið til framkvæmda.Árangur ríkisstjórnarinnar Eins og öllum er ljóst tók þessi fyrsta ríkisstjórn Íslandssögunnar sem eingöngu er skipuð vinstri flokkum við erfiðara verkefni en nokkur önnur hafði gert áður. Árangurinn hefur kostað aðhald í rekstri og jafnframt aga í fjármögnun samneyslunnar sem okkur er svo mikilvæg. Nú sjáum við að atvinnuleysi minnkar jafnt og þétt, verðbólga er í rénun og hagvöxtur með því mesta sem gerist í Evrópu. Samhliða þessu hafa breytingar á skatta- og bótakerfi orðið til þess að auka jöfnuð meðal landsmanna – og þar með náð að snúa frá aukinni misskiptingu sem var við lýði mestan hluta hins meinta góðæristíma. Andstæðingum ríkisstjórnarinnar er ljósara en nokkrum öðrum að ef næstu alþingiskosningar snúast um árangur ríkisstjórnarinnar, þá mun vinstri flokkunum ganga vel. Það þjónar því tilgangi hrunflokkanna að láta kosningabaráttuna snúast um allt annað en raunverulegan árangur og málefni – það er þeim í hag að drepa umræðunni á dreif í upphrópunum og gífuryrðum. Þar þurfum við að halda vöku okkar og hugsa um heildarmyndina.Sama rót Eins og við er að búast á umbrotatímum hefur stundum gustað um samstarf ríkisstjórnarflokkanna og andstæðingar ríkisstjórnarinnar tekið því fagnandi í sínum áróðursritum á vef og prenti. Þrátt fyrir þau ágreiningsmál sem upp hafa komið á tímabilinu, þá hefur samstarf Vinstri grænna og Samfylkingar fyrst og fremst verið með eindæmum gott – enda sýna verkin merkin. Báðir flokkarnir byggja á sömu rót. Stefnu sem snýst um jöfnuð og félagslegt réttlæti. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað talið sig geta rekið fleyg á milli flokkanna – og skiptir þar ekki mestu máli hvort meintur ágreiningur á við rök að styðjast. Eftir því sem nær dregur kosningum má búast við því að bæti nokkuð í moldviðri af þessu tagi enda miklir valdahagsmunir í húfi. Þá ríður á að hvika hvergi, heldur safna liði og snúa bökum saman.Ólíkar áherslur Á dögunum þótti í frásögur færandi að tveir ráðherrar Vinstri grænna lýstu þeirri skoðun að ræða bæri stöðuna í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og þá staðreynd að áform um að leggja fullbúinn samning fyrir þjóðina virðast ekki ganga eftir á kjörtímabilinu. Einnig var staða mála í Evrópu nefnd, efnahagslegir erfiðleikar í álfunni og blikur á lofti um þróun og hlutverk evrunnar. Þótti sumum þetta sýna alvarlegan ágreining á stjórnarheimilinu. Því fer fjarri. Frá upphafi ríkisstjórnarsamstarfsins hefur verið lögð áhersla á að flokkarnir virði ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að ESB – eins og tilheyrir í góðu samstarfi. Ólík afstaða flokkanna til ESB-aðildar er sennilega einn helsti styrkur aðildarviðræðnanna, grundvallaratriði sem á að geta orðið til þess að umræða um mögulega aðild verði upplýst og ólíkum sjónarmiðum gert jafnhátt undir höfði. Í samstarfsyfirlýsingunni stendur jafnframt að ákvörðun um aðild að ESB skuli vera í höndum þjóðarinnar, sem muni greiða atkvæði um aðild að loknum aðildarviðræðum. Þetta er sjálfsögð lýðræðiskrafa og mikilvægt að taka hana fram: Þjóðin á alltaf að eiga síðasta orðið.Greinargóðir kostir Nú liggur nokkuð ljóst fyrir að aðildarviðræðum lýkur ekki á þessu kjörtímabili. Það stefnir í að mikilvægir samningskaflar verði enn á huldu á komandi vori. Þegar stefnir í að ekki verði unnt að greiða atkvæði um fullbúinn samning fyrir alþingiskosningar þarf að ræða málið. Auðvitað. Allt alþjóðasamstarf er viðvarandi verkefni og þarf að vera í stöðugri mótun og endurskoðun. Svo afdrifaríkur ferill sem nú stendur yfir eins og aðildarumsókn að ESB er þar ekki undanskilinn. Ég hef orðið vör við það undanfarnar vikur og mánuði að mjög víða í samfélaginu er kallað eftir skynsemi og yfirvegun í umræðuna. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hlýtur að vilja opna umræðu um svo flókið mál og Samfylkingin einnig. Þjóðin þarf að fá skýra spurningu til að svara. Greinargóða kosti að fjalla um. Það er kallað eftir vandaðri umræðu og það er okkar hlutverk að stuðla að henni. Sú umræða fer fram innan flokka og milli stjórnmálaflokka, sérstaklega stjórnarflokkanna eins og málum er háttað. Umræðan þarf ekki síður að eiga sér stað í fjölmiðlum og úti í samfélaginu, hún þarf að byggja á staðreyndum og heildarmati. Einfaldar upphrópanir og gífuryrði eru hvorki til upplýsingar né í anda lýðræðis.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun