Hugmyndin um að gelda Alþingi er vond Ólafur Hauksson skrifar 22. ágúst 2012 06:00 Tillaga stjórnlagaráðs um fyrirkomulag Alþingiskosninga er vægast sagt vond. Reyndar sker hún sig úr, því flestallt annað í frumvarpi stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá er sallafínt. Ef kosið verður til Alþingis að hætti stjórnlagaráðs, þá verður varla til starfhæfur stjórnmálaflokkur, smölun „villikatta“ verður óviðráðanleg og sérhagsmunahópar munu ráða ríkjum. Sumir kynnu að segja að svona sé það nú þegar, en sá hinn sami á þá eftir að verða feginn núverandi ástandi. Stjórnlagaráð leggur upp með mjög flókið ferli í þingkosningum. „Samtök frambjóðenda“ (ekki stjórnmálaflokkar) bjóði sig fram. Hægt verði að bjóða fram landslista og kjördæmislista. Ýmist geti kjósandinn valið einn lista, eða krossað við ákveðna frambjóðendur af hvaða lista sem honum sýnist. „Samtök frambjóðenda“ mega ekki lengur raða upp framboðslistum, heldur verður sá frambjóðandi þingmaður sem fær flesta krossa. Hugmynd stjórnlagaráðs er að Alþingiskosningar verði miklu fremur persónukjör en flokkakjör. Þannig megi laða meira af hæfu fólki í framboð, sem þá þarf ekki að vinna sér stuðning innan stjórnmálaflokks. Þarna yfirsést stjórnlagaráði mikilvægi stjórnmálaflokka. Þeir móta stefnu fyrir kjörtímabilið, hljóta atkvæði út á fyrirheit sín og út á fyrri reynslu. Kjósandinn getur refsað flokknum í næstu kosningum ef þurfa þykir. Flokkurinn reynir því eftir bestu getu að standa við sitt. Ruglingslegt persónukjör rústar þessu og gerir ekkert annað en gelda Alþingi. Útkoman verður anarkí að kalífornískum hætti. Á endanum situr þjóðin uppi með 63 „villiketti“ sem hafa litlar sem engar skyldur við stefnu „samtaka frambjóðenda“ og hafa ekki hugmynd um hverra fulltrúar þeir eru. Kjósendur hafa heldur engar skyldur um aðhald við þingmenn, hvað þá flokka, því þeir vita varla hverja þeir studdu. Í slíkum kosningum mun frægðarfólk eiga mestu möguleika á að ná kjöri, líkt og reyndin var með kosningarnar til stjórnlagaþings. Frægðarfólk er ekki endilega það sama og hæfir einstaklingar. Færra er um frægðarfólk á landsbyggðinni en suðvesturhorninu og því viðbúið að hinir persónukjörnu þingmenn verði flestallir þaðan. Ekki bætir úr skák að stjórnlagaráð vill að 2% kjósenda geti lagt fram þingmál á Alþingi og 10% geti lagt fram frumvarp til laga á Alþingi. Þetta þýðir að um 4.600 manns geta tekið sig saman um þingmálin – sem er létt verk og löðurmannlegt á tímum samfélagsmiðlanna. Til hvers er þjóðin að velja fulltrúa á Alþingi til að stjórna landinu, ef nokkur þúsund manns geta stöðugt tekið fram fyrir hendurnar á þeim? Hvar liggur þá endanleg ábyrgð þingsins? Þessar hugmyndir stjórnlagaráðs eru ávísun á stjórnleysi og ábyrgðarleysi. Þær vinna þannig gegn lýðræðinu og eru í andstöðu við grundvallarsjónarmið stjórnlagaráðs um aukna ábyrgð kjósenda og aukna sátt í þjóðfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Tillaga stjórnlagaráðs um fyrirkomulag Alþingiskosninga er vægast sagt vond. Reyndar sker hún sig úr, því flestallt annað í frumvarpi stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá er sallafínt. Ef kosið verður til Alþingis að hætti stjórnlagaráðs, þá verður varla til starfhæfur stjórnmálaflokkur, smölun „villikatta“ verður óviðráðanleg og sérhagsmunahópar munu ráða ríkjum. Sumir kynnu að segja að svona sé það nú þegar, en sá hinn sami á þá eftir að verða feginn núverandi ástandi. Stjórnlagaráð leggur upp með mjög flókið ferli í þingkosningum. „Samtök frambjóðenda“ (ekki stjórnmálaflokkar) bjóði sig fram. Hægt verði að bjóða fram landslista og kjördæmislista. Ýmist geti kjósandinn valið einn lista, eða krossað við ákveðna frambjóðendur af hvaða lista sem honum sýnist. „Samtök frambjóðenda“ mega ekki lengur raða upp framboðslistum, heldur verður sá frambjóðandi þingmaður sem fær flesta krossa. Hugmynd stjórnlagaráðs er að Alþingiskosningar verði miklu fremur persónukjör en flokkakjör. Þannig megi laða meira af hæfu fólki í framboð, sem þá þarf ekki að vinna sér stuðning innan stjórnmálaflokks. Þarna yfirsést stjórnlagaráði mikilvægi stjórnmálaflokka. Þeir móta stefnu fyrir kjörtímabilið, hljóta atkvæði út á fyrirheit sín og út á fyrri reynslu. Kjósandinn getur refsað flokknum í næstu kosningum ef þurfa þykir. Flokkurinn reynir því eftir bestu getu að standa við sitt. Ruglingslegt persónukjör rústar þessu og gerir ekkert annað en gelda Alþingi. Útkoman verður anarkí að kalífornískum hætti. Á endanum situr þjóðin uppi með 63 „villiketti“ sem hafa litlar sem engar skyldur við stefnu „samtaka frambjóðenda“ og hafa ekki hugmynd um hverra fulltrúar þeir eru. Kjósendur hafa heldur engar skyldur um aðhald við þingmenn, hvað þá flokka, því þeir vita varla hverja þeir studdu. Í slíkum kosningum mun frægðarfólk eiga mestu möguleika á að ná kjöri, líkt og reyndin var með kosningarnar til stjórnlagaþings. Frægðarfólk er ekki endilega það sama og hæfir einstaklingar. Færra er um frægðarfólk á landsbyggðinni en suðvesturhorninu og því viðbúið að hinir persónukjörnu þingmenn verði flestallir þaðan. Ekki bætir úr skák að stjórnlagaráð vill að 2% kjósenda geti lagt fram þingmál á Alþingi og 10% geti lagt fram frumvarp til laga á Alþingi. Þetta þýðir að um 4.600 manns geta tekið sig saman um þingmálin – sem er létt verk og löðurmannlegt á tímum samfélagsmiðlanna. Til hvers er þjóðin að velja fulltrúa á Alþingi til að stjórna landinu, ef nokkur þúsund manns geta stöðugt tekið fram fyrir hendurnar á þeim? Hvar liggur þá endanleg ábyrgð þingsins? Þessar hugmyndir stjórnlagaráðs eru ávísun á stjórnleysi og ábyrgðarleysi. Þær vinna þannig gegn lýðræðinu og eru í andstöðu við grundvallarsjónarmið stjórnlagaráðs um aukna ábyrgð kjósenda og aukna sátt í þjóðfélaginu.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun