Hugmyndin um að gelda Alþingi er vond Ólafur Hauksson skrifar 22. ágúst 2012 06:00 Tillaga stjórnlagaráðs um fyrirkomulag Alþingiskosninga er vægast sagt vond. Reyndar sker hún sig úr, því flestallt annað í frumvarpi stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá er sallafínt. Ef kosið verður til Alþingis að hætti stjórnlagaráðs, þá verður varla til starfhæfur stjórnmálaflokkur, smölun „villikatta“ verður óviðráðanleg og sérhagsmunahópar munu ráða ríkjum. Sumir kynnu að segja að svona sé það nú þegar, en sá hinn sami á þá eftir að verða feginn núverandi ástandi. Stjórnlagaráð leggur upp með mjög flókið ferli í þingkosningum. „Samtök frambjóðenda“ (ekki stjórnmálaflokkar) bjóði sig fram. Hægt verði að bjóða fram landslista og kjördæmislista. Ýmist geti kjósandinn valið einn lista, eða krossað við ákveðna frambjóðendur af hvaða lista sem honum sýnist. „Samtök frambjóðenda“ mega ekki lengur raða upp framboðslistum, heldur verður sá frambjóðandi þingmaður sem fær flesta krossa. Hugmynd stjórnlagaráðs er að Alþingiskosningar verði miklu fremur persónukjör en flokkakjör. Þannig megi laða meira af hæfu fólki í framboð, sem þá þarf ekki að vinna sér stuðning innan stjórnmálaflokks. Þarna yfirsést stjórnlagaráði mikilvægi stjórnmálaflokka. Þeir móta stefnu fyrir kjörtímabilið, hljóta atkvæði út á fyrirheit sín og út á fyrri reynslu. Kjósandinn getur refsað flokknum í næstu kosningum ef þurfa þykir. Flokkurinn reynir því eftir bestu getu að standa við sitt. Ruglingslegt persónukjör rústar þessu og gerir ekkert annað en gelda Alþingi. Útkoman verður anarkí að kalífornískum hætti. Á endanum situr þjóðin uppi með 63 „villiketti“ sem hafa litlar sem engar skyldur við stefnu „samtaka frambjóðenda“ og hafa ekki hugmynd um hverra fulltrúar þeir eru. Kjósendur hafa heldur engar skyldur um aðhald við þingmenn, hvað þá flokka, því þeir vita varla hverja þeir studdu. Í slíkum kosningum mun frægðarfólk eiga mestu möguleika á að ná kjöri, líkt og reyndin var með kosningarnar til stjórnlagaþings. Frægðarfólk er ekki endilega það sama og hæfir einstaklingar. Færra er um frægðarfólk á landsbyggðinni en suðvesturhorninu og því viðbúið að hinir persónukjörnu þingmenn verði flestallir þaðan. Ekki bætir úr skák að stjórnlagaráð vill að 2% kjósenda geti lagt fram þingmál á Alþingi og 10% geti lagt fram frumvarp til laga á Alþingi. Þetta þýðir að um 4.600 manns geta tekið sig saman um þingmálin – sem er létt verk og löðurmannlegt á tímum samfélagsmiðlanna. Til hvers er þjóðin að velja fulltrúa á Alþingi til að stjórna landinu, ef nokkur þúsund manns geta stöðugt tekið fram fyrir hendurnar á þeim? Hvar liggur þá endanleg ábyrgð þingsins? Þessar hugmyndir stjórnlagaráðs eru ávísun á stjórnleysi og ábyrgðarleysi. Þær vinna þannig gegn lýðræðinu og eru í andstöðu við grundvallarsjónarmið stjórnlagaráðs um aukna ábyrgð kjósenda og aukna sátt í þjóðfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Tillaga stjórnlagaráðs um fyrirkomulag Alþingiskosninga er vægast sagt vond. Reyndar sker hún sig úr, því flestallt annað í frumvarpi stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá er sallafínt. Ef kosið verður til Alþingis að hætti stjórnlagaráðs, þá verður varla til starfhæfur stjórnmálaflokkur, smölun „villikatta“ verður óviðráðanleg og sérhagsmunahópar munu ráða ríkjum. Sumir kynnu að segja að svona sé það nú þegar, en sá hinn sami á þá eftir að verða feginn núverandi ástandi. Stjórnlagaráð leggur upp með mjög flókið ferli í þingkosningum. „Samtök frambjóðenda“ (ekki stjórnmálaflokkar) bjóði sig fram. Hægt verði að bjóða fram landslista og kjördæmislista. Ýmist geti kjósandinn valið einn lista, eða krossað við ákveðna frambjóðendur af hvaða lista sem honum sýnist. „Samtök frambjóðenda“ mega ekki lengur raða upp framboðslistum, heldur verður sá frambjóðandi þingmaður sem fær flesta krossa. Hugmynd stjórnlagaráðs er að Alþingiskosningar verði miklu fremur persónukjör en flokkakjör. Þannig megi laða meira af hæfu fólki í framboð, sem þá þarf ekki að vinna sér stuðning innan stjórnmálaflokks. Þarna yfirsést stjórnlagaráði mikilvægi stjórnmálaflokka. Þeir móta stefnu fyrir kjörtímabilið, hljóta atkvæði út á fyrirheit sín og út á fyrri reynslu. Kjósandinn getur refsað flokknum í næstu kosningum ef þurfa þykir. Flokkurinn reynir því eftir bestu getu að standa við sitt. Ruglingslegt persónukjör rústar þessu og gerir ekkert annað en gelda Alþingi. Útkoman verður anarkí að kalífornískum hætti. Á endanum situr þjóðin uppi með 63 „villiketti“ sem hafa litlar sem engar skyldur við stefnu „samtaka frambjóðenda“ og hafa ekki hugmynd um hverra fulltrúar þeir eru. Kjósendur hafa heldur engar skyldur um aðhald við þingmenn, hvað þá flokka, því þeir vita varla hverja þeir studdu. Í slíkum kosningum mun frægðarfólk eiga mestu möguleika á að ná kjöri, líkt og reyndin var með kosningarnar til stjórnlagaþings. Frægðarfólk er ekki endilega það sama og hæfir einstaklingar. Færra er um frægðarfólk á landsbyggðinni en suðvesturhorninu og því viðbúið að hinir persónukjörnu þingmenn verði flestallir þaðan. Ekki bætir úr skák að stjórnlagaráð vill að 2% kjósenda geti lagt fram þingmál á Alþingi og 10% geti lagt fram frumvarp til laga á Alþingi. Þetta þýðir að um 4.600 manns geta tekið sig saman um þingmálin – sem er létt verk og löðurmannlegt á tímum samfélagsmiðlanna. Til hvers er þjóðin að velja fulltrúa á Alþingi til að stjórna landinu, ef nokkur þúsund manns geta stöðugt tekið fram fyrir hendurnar á þeim? Hvar liggur þá endanleg ábyrgð þingsins? Þessar hugmyndir stjórnlagaráðs eru ávísun á stjórnleysi og ábyrgðarleysi. Þær vinna þannig gegn lýðræðinu og eru í andstöðu við grundvallarsjónarmið stjórnlagaráðs um aukna ábyrgð kjósenda og aukna sátt í þjóðfélaginu.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun