Hugmyndin um að gelda Alþingi er vond Ólafur Hauksson skrifar 22. ágúst 2012 06:00 Tillaga stjórnlagaráðs um fyrirkomulag Alþingiskosninga er vægast sagt vond. Reyndar sker hún sig úr, því flestallt annað í frumvarpi stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá er sallafínt. Ef kosið verður til Alþingis að hætti stjórnlagaráðs, þá verður varla til starfhæfur stjórnmálaflokkur, smölun „villikatta“ verður óviðráðanleg og sérhagsmunahópar munu ráða ríkjum. Sumir kynnu að segja að svona sé það nú þegar, en sá hinn sami á þá eftir að verða feginn núverandi ástandi. Stjórnlagaráð leggur upp með mjög flókið ferli í þingkosningum. „Samtök frambjóðenda“ (ekki stjórnmálaflokkar) bjóði sig fram. Hægt verði að bjóða fram landslista og kjördæmislista. Ýmist geti kjósandinn valið einn lista, eða krossað við ákveðna frambjóðendur af hvaða lista sem honum sýnist. „Samtök frambjóðenda“ mega ekki lengur raða upp framboðslistum, heldur verður sá frambjóðandi þingmaður sem fær flesta krossa. Hugmynd stjórnlagaráðs er að Alþingiskosningar verði miklu fremur persónukjör en flokkakjör. Þannig megi laða meira af hæfu fólki í framboð, sem þá þarf ekki að vinna sér stuðning innan stjórnmálaflokks. Þarna yfirsést stjórnlagaráði mikilvægi stjórnmálaflokka. Þeir móta stefnu fyrir kjörtímabilið, hljóta atkvæði út á fyrirheit sín og út á fyrri reynslu. Kjósandinn getur refsað flokknum í næstu kosningum ef þurfa þykir. Flokkurinn reynir því eftir bestu getu að standa við sitt. Ruglingslegt persónukjör rústar þessu og gerir ekkert annað en gelda Alþingi. Útkoman verður anarkí að kalífornískum hætti. Á endanum situr þjóðin uppi með 63 „villiketti“ sem hafa litlar sem engar skyldur við stefnu „samtaka frambjóðenda“ og hafa ekki hugmynd um hverra fulltrúar þeir eru. Kjósendur hafa heldur engar skyldur um aðhald við þingmenn, hvað þá flokka, því þeir vita varla hverja þeir studdu. Í slíkum kosningum mun frægðarfólk eiga mestu möguleika á að ná kjöri, líkt og reyndin var með kosningarnar til stjórnlagaþings. Frægðarfólk er ekki endilega það sama og hæfir einstaklingar. Færra er um frægðarfólk á landsbyggðinni en suðvesturhorninu og því viðbúið að hinir persónukjörnu þingmenn verði flestallir þaðan. Ekki bætir úr skák að stjórnlagaráð vill að 2% kjósenda geti lagt fram þingmál á Alþingi og 10% geti lagt fram frumvarp til laga á Alþingi. Þetta þýðir að um 4.600 manns geta tekið sig saman um þingmálin – sem er létt verk og löðurmannlegt á tímum samfélagsmiðlanna. Til hvers er þjóðin að velja fulltrúa á Alþingi til að stjórna landinu, ef nokkur þúsund manns geta stöðugt tekið fram fyrir hendurnar á þeim? Hvar liggur þá endanleg ábyrgð þingsins? Þessar hugmyndir stjórnlagaráðs eru ávísun á stjórnleysi og ábyrgðarleysi. Þær vinna þannig gegn lýðræðinu og eru í andstöðu við grundvallarsjónarmið stjórnlagaráðs um aukna ábyrgð kjósenda og aukna sátt í þjóðfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Tillaga stjórnlagaráðs um fyrirkomulag Alþingiskosninga er vægast sagt vond. Reyndar sker hún sig úr, því flestallt annað í frumvarpi stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá er sallafínt. Ef kosið verður til Alþingis að hætti stjórnlagaráðs, þá verður varla til starfhæfur stjórnmálaflokkur, smölun „villikatta“ verður óviðráðanleg og sérhagsmunahópar munu ráða ríkjum. Sumir kynnu að segja að svona sé það nú þegar, en sá hinn sami á þá eftir að verða feginn núverandi ástandi. Stjórnlagaráð leggur upp með mjög flókið ferli í þingkosningum. „Samtök frambjóðenda“ (ekki stjórnmálaflokkar) bjóði sig fram. Hægt verði að bjóða fram landslista og kjördæmislista. Ýmist geti kjósandinn valið einn lista, eða krossað við ákveðna frambjóðendur af hvaða lista sem honum sýnist. „Samtök frambjóðenda“ mega ekki lengur raða upp framboðslistum, heldur verður sá frambjóðandi þingmaður sem fær flesta krossa. Hugmynd stjórnlagaráðs er að Alþingiskosningar verði miklu fremur persónukjör en flokkakjör. Þannig megi laða meira af hæfu fólki í framboð, sem þá þarf ekki að vinna sér stuðning innan stjórnmálaflokks. Þarna yfirsést stjórnlagaráði mikilvægi stjórnmálaflokka. Þeir móta stefnu fyrir kjörtímabilið, hljóta atkvæði út á fyrirheit sín og út á fyrri reynslu. Kjósandinn getur refsað flokknum í næstu kosningum ef þurfa þykir. Flokkurinn reynir því eftir bestu getu að standa við sitt. Ruglingslegt persónukjör rústar þessu og gerir ekkert annað en gelda Alþingi. Útkoman verður anarkí að kalífornískum hætti. Á endanum situr þjóðin uppi með 63 „villiketti“ sem hafa litlar sem engar skyldur við stefnu „samtaka frambjóðenda“ og hafa ekki hugmynd um hverra fulltrúar þeir eru. Kjósendur hafa heldur engar skyldur um aðhald við þingmenn, hvað þá flokka, því þeir vita varla hverja þeir studdu. Í slíkum kosningum mun frægðarfólk eiga mestu möguleika á að ná kjöri, líkt og reyndin var með kosningarnar til stjórnlagaþings. Frægðarfólk er ekki endilega það sama og hæfir einstaklingar. Færra er um frægðarfólk á landsbyggðinni en suðvesturhorninu og því viðbúið að hinir persónukjörnu þingmenn verði flestallir þaðan. Ekki bætir úr skák að stjórnlagaráð vill að 2% kjósenda geti lagt fram þingmál á Alþingi og 10% geti lagt fram frumvarp til laga á Alþingi. Þetta þýðir að um 4.600 manns geta tekið sig saman um þingmálin – sem er létt verk og löðurmannlegt á tímum samfélagsmiðlanna. Til hvers er þjóðin að velja fulltrúa á Alþingi til að stjórna landinu, ef nokkur þúsund manns geta stöðugt tekið fram fyrir hendurnar á þeim? Hvar liggur þá endanleg ábyrgð þingsins? Þessar hugmyndir stjórnlagaráðs eru ávísun á stjórnleysi og ábyrgðarleysi. Þær vinna þannig gegn lýðræðinu og eru í andstöðu við grundvallarsjónarmið stjórnlagaráðs um aukna ábyrgð kjósenda og aukna sátt í þjóðfélaginu.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun