ÓL-pistill: Takk fyrir allt Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 10. ágúst 2012 08:30 Ólafur Stefánsson í Peking fyrir fjórum árum. Mynd/Vilhelm Nokkrum mínútum eftir leik Íslands og Ungverjalands stóð ég andspænis Ólafi Stefánssyni, einni mestu íþróttahetju þjóðarinnar frá upphafi, og reyndi að orða hálfviturlega spurningu svo viðtalið gæti hafist. Við slíkar aðstæður verða allar spurningar heimskulegar. Ólafur hefur í vel á annan áratug farið fyrir hópi manna, strákanna okkar, sem hverju sinni hafa skipað íslenska handboltalandsliðið. Þetta er hópur sem hefur fært þjóðinni svo margar góðar stundir. Um það þarf ekki að fjölyrða. Og nú var svo komið að þessi ótrúlegi íþróttamaður, mögulega við enda síns ferils, fékk að upplifa eitt sárgrætilegasta tap landsliðsins frá upphafi. Verðlaunapallurinn var innan seilingar og í þetta sinn átti að fara í efsta þrep. En það átti ekki að verða. Ólafur gerði sitt besta til að svara spurningum mínum. Hann reyndi að koma tilfinningum sínum í orð en stóð eftir með tárin í augunum, klappaði mér á öxlina eins og að hann væri að biðjast afsökunar á að geta ekki gefið mér skýrari svör, sem var auðvitað fásinna. Svo gekk hann í burtu. Það var margt við leik íslenska liðsins í fyrradag sem betur hefði mátt fara. En þannig er það alltaf og það er alltaf hægt að vera vitur eftir á. Íþróttir geta verið grimmar og í þetta sinn var það hlutskipti strákanna að tapa. „Það verður líka að kunna að tapa," sagði Guðmundur Guðmundsson eftir að hafa stýrt sínum síðasta landsleik og komst ég ekki hjá því að leiða hugann að badmintonkonunum átta sem var vikið úr keppni fyrr á Ólympíuleikunum. Þær kunnu ekki að tapa. Þegar fram líða stundir verður leikurinn gegn Ungverjum minningin ein. Hún verður að vísu slæm en við eigum sem betur fer margar góðar. Margar tengjast Ólafi Stefánssyni með beinum hætti og fyrir það er ég þakklátur. Ólafur hefur í seinni tíð sagt að vegferðin skipti meira máli en áfangastaðurinn. Og vegferðin með honum hefur verið frábær, hvort sem henni lýkur nú eða ekki. Takk fyrir allt. Íslenski handboltinn Pistillinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur Sjá meira
Nokkrum mínútum eftir leik Íslands og Ungverjalands stóð ég andspænis Ólafi Stefánssyni, einni mestu íþróttahetju þjóðarinnar frá upphafi, og reyndi að orða hálfviturlega spurningu svo viðtalið gæti hafist. Við slíkar aðstæður verða allar spurningar heimskulegar. Ólafur hefur í vel á annan áratug farið fyrir hópi manna, strákanna okkar, sem hverju sinni hafa skipað íslenska handboltalandsliðið. Þetta er hópur sem hefur fært þjóðinni svo margar góðar stundir. Um það þarf ekki að fjölyrða. Og nú var svo komið að þessi ótrúlegi íþróttamaður, mögulega við enda síns ferils, fékk að upplifa eitt sárgrætilegasta tap landsliðsins frá upphafi. Verðlaunapallurinn var innan seilingar og í þetta sinn átti að fara í efsta þrep. En það átti ekki að verða. Ólafur gerði sitt besta til að svara spurningum mínum. Hann reyndi að koma tilfinningum sínum í orð en stóð eftir með tárin í augunum, klappaði mér á öxlina eins og að hann væri að biðjast afsökunar á að geta ekki gefið mér skýrari svör, sem var auðvitað fásinna. Svo gekk hann í burtu. Það var margt við leik íslenska liðsins í fyrradag sem betur hefði mátt fara. En þannig er það alltaf og það er alltaf hægt að vera vitur eftir á. Íþróttir geta verið grimmar og í þetta sinn var það hlutskipti strákanna að tapa. „Það verður líka að kunna að tapa," sagði Guðmundur Guðmundsson eftir að hafa stýrt sínum síðasta landsleik og komst ég ekki hjá því að leiða hugann að badmintonkonunum átta sem var vikið úr keppni fyrr á Ólympíuleikunum. Þær kunnu ekki að tapa. Þegar fram líða stundir verður leikurinn gegn Ungverjum minningin ein. Hún verður að vísu slæm en við eigum sem betur fer margar góðar. Margar tengjast Ólafi Stefánssyni með beinum hætti og fyrir það er ég þakklátur. Ólafur hefur í seinni tíð sagt að vegferðin skipti meira máli en áfangastaðurinn. Og vegferðin með honum hefur verið frábær, hvort sem henni lýkur nú eða ekki. Takk fyrir allt.
Íslenski handboltinn Pistillinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur Sjá meira