Forsetinn minn Ari Trausti Guðmundsson skrifar 12. júlí 2012 06:00 Sá sem hlýtur um 85.000 atkvæði frá 235.000 kjósendum er löglega kjörinn forseti Íslands, að því gefnu að aðrir hljóti líka atkvæði og um 30% kjósenda greiði ekki atkvæði. Hefur hann þá umboð þjóðarinnar? Já, samkvæmt lýðræði og lögum. En í reynd er það fremur formlegt en raunverulegt því meirihlutinn er allur annar. Í því ljósi er vafasamt að skilgreina sem svo að umboðið sé „umboð þjóðarinnar til halda áfram lýðræðisbyltingu" sem á að hafa hafist með beitingu málskotsréttar og tilheyrandi þjóðaratkvæðagreiðslum. Einkum ef viðtekin stefna þessarar byltingar er ekki til; aðeins almennur vilji fólks til beinna og skilvirkara lýðræðis. En sá veldur sem á heldur og Ólafur Ragnar Grímsson beitir þessari skilgreiningu og skilgreinir um leið einn og sjálfur hvert halda skuli. Hann vill, eins og ég margoft benti á í kosningastarfinu, taka þátt í umræðu um „stóru málin" með eindregnar skoðanir, líka með og á móti, ella veit hann ekki að eigin sögn til hvers forsetinn er nýtur. Með þessum hætti blandar hann sér beint sem eins manns stjórnmálaflokkur í umræður í samfélaginu jafnt og á Alþingi enda þótt hann hafi sagt í fyrri sjónvarpsumræðunum að hlutverk forsetans fælist ekki í að blanda sér í umræður á þingi. Sem sagt: Með eða á móti krónunni, með eða á móti aðild að ESB, með eða móti endurskoðun stjórnarskrár með þessu eða hinu innihaldinu eða á einum eða öðrum tímapunkti, og með eða á móti einhverjum aðgerðum til að auka traust Alþingis. Fleira má flokka sem „stór mál". Ýmsir ganga fram og telja Ólaf Ragnar hafa með þessu og þrefaldri beitingu málskotsréttar breytt embættinu til frambúðar og jafnvel að hann geti gengið lengra án þess að brjóta stjórnarskrána. Sannarlega er breytingin ekki til frambúðar nema til komi vilji raunverulegs meirihluta til slíks og breytingar á stjórnarskrá. Plaggið er nú bærilega skýrt að þessu leyti og gerir ekki ráð fyrir að forseti sé fjórða hjól undir vagni með sérstaka utanríkisstefnu, orkumálastefnu, umhverfisstefnu, heilbrigðisstefnu, stefnu um innihald stjórnarskrár eða leiðir og réttan tíma til að semja hana og svo framvegis. Hvað endurskoðun hennar allrar eða hluta leiðir um síðir í ljós er önnur saga. Með því að tala og hegða sér öndvert við Ólaf Ragnar og halda í heiðri skynsömum notum málskotsréttar (sem varla var unnt að beita áður fyrr vegna hótana um stjórnarslit) væri embættið látið virka á ný sem embætti þjóðkjörins trúnaðarmanns mikils meirihluta fólks; manns sem langflestir geta bent á og sagt: - Þetta er forsetinn minn. Hann byggir brýr en grefur ekki skurði. Auðvitað tekur þessi forseti þátt í umræðum um „stóru málin". Hann er hvetjandi, fundvís á verkefni til að ræða, setur fram nýja fleti á málefnum, greinir mót- og meðrök og kallar eftir lausnum, hvetur til að verkefni verði sett á dagskrá og þannig má telja áfram. Hann útskýrir utanríkisstefnu samstarfsflokka sem skipa ríkisstjórn hverju sinni og gerir grein fyrir minnihlutaáliti um leið. Hann er forsetinn þinn en ekki einstakra og ólíkra fylkinga eftir málefnum hverju sinni. Ef haldið er áfram að knýja forsetaembættið út fyrir ramma upplýstrar umræðu þar sem forsetinn er leiðandi, sættandi og skýrandi, verður það smám saman að allt öðru en þjóðareign. Ef vilji er fyrir annars konar forsetaembætti, í líkingu við það franska eða bandaríska, er slíkt áskorun um uppstokkun á stjórnarskránni og tilefni til langrar og vandaðrar vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Sá sem hlýtur um 85.000 atkvæði frá 235.000 kjósendum er löglega kjörinn forseti Íslands, að því gefnu að aðrir hljóti líka atkvæði og um 30% kjósenda greiði ekki atkvæði. Hefur hann þá umboð þjóðarinnar? Já, samkvæmt lýðræði og lögum. En í reynd er það fremur formlegt en raunverulegt því meirihlutinn er allur annar. Í því ljósi er vafasamt að skilgreina sem svo að umboðið sé „umboð þjóðarinnar til halda áfram lýðræðisbyltingu" sem á að hafa hafist með beitingu málskotsréttar og tilheyrandi þjóðaratkvæðagreiðslum. Einkum ef viðtekin stefna þessarar byltingar er ekki til; aðeins almennur vilji fólks til beinna og skilvirkara lýðræðis. En sá veldur sem á heldur og Ólafur Ragnar Grímsson beitir þessari skilgreiningu og skilgreinir um leið einn og sjálfur hvert halda skuli. Hann vill, eins og ég margoft benti á í kosningastarfinu, taka þátt í umræðu um „stóru málin" með eindregnar skoðanir, líka með og á móti, ella veit hann ekki að eigin sögn til hvers forsetinn er nýtur. Með þessum hætti blandar hann sér beint sem eins manns stjórnmálaflokkur í umræður í samfélaginu jafnt og á Alþingi enda þótt hann hafi sagt í fyrri sjónvarpsumræðunum að hlutverk forsetans fælist ekki í að blanda sér í umræður á þingi. Sem sagt: Með eða á móti krónunni, með eða á móti aðild að ESB, með eða móti endurskoðun stjórnarskrár með þessu eða hinu innihaldinu eða á einum eða öðrum tímapunkti, og með eða á móti einhverjum aðgerðum til að auka traust Alþingis. Fleira má flokka sem „stór mál". Ýmsir ganga fram og telja Ólaf Ragnar hafa með þessu og þrefaldri beitingu málskotsréttar breytt embættinu til frambúðar og jafnvel að hann geti gengið lengra án þess að brjóta stjórnarskrána. Sannarlega er breytingin ekki til frambúðar nema til komi vilji raunverulegs meirihluta til slíks og breytingar á stjórnarskrá. Plaggið er nú bærilega skýrt að þessu leyti og gerir ekki ráð fyrir að forseti sé fjórða hjól undir vagni með sérstaka utanríkisstefnu, orkumálastefnu, umhverfisstefnu, heilbrigðisstefnu, stefnu um innihald stjórnarskrár eða leiðir og réttan tíma til að semja hana og svo framvegis. Hvað endurskoðun hennar allrar eða hluta leiðir um síðir í ljós er önnur saga. Með því að tala og hegða sér öndvert við Ólaf Ragnar og halda í heiðri skynsömum notum málskotsréttar (sem varla var unnt að beita áður fyrr vegna hótana um stjórnarslit) væri embættið látið virka á ný sem embætti þjóðkjörins trúnaðarmanns mikils meirihluta fólks; manns sem langflestir geta bent á og sagt: - Þetta er forsetinn minn. Hann byggir brýr en grefur ekki skurði. Auðvitað tekur þessi forseti þátt í umræðum um „stóru málin". Hann er hvetjandi, fundvís á verkefni til að ræða, setur fram nýja fleti á málefnum, greinir mót- og meðrök og kallar eftir lausnum, hvetur til að verkefni verði sett á dagskrá og þannig má telja áfram. Hann útskýrir utanríkisstefnu samstarfsflokka sem skipa ríkisstjórn hverju sinni og gerir grein fyrir minnihlutaáliti um leið. Hann er forsetinn þinn en ekki einstakra og ólíkra fylkinga eftir málefnum hverju sinni. Ef haldið er áfram að knýja forsetaembættið út fyrir ramma upplýstrar umræðu þar sem forsetinn er leiðandi, sættandi og skýrandi, verður það smám saman að allt öðru en þjóðareign. Ef vilji er fyrir annars konar forsetaembætti, í líkingu við það franska eða bandaríska, er slíkt áskorun um uppstokkun á stjórnarskránni og tilefni til langrar og vandaðrar vinnu.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar