Böðvar um Helga og Brynjar: Kunna allt upp á tíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2012 08:00 Brynjar og Helgi urðu Íslandsmeistarar saman 2009. Mynd/Vilhelm Landsliðsmennirnir Helgi Már Magnússon og Brynjar Þór Björnsson hafa ákveðið að koma heim og spila með KR í Dominos-deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. Þetta er gríðarlegur liðstyrkur fyrir KR-liðið en báðir þessir leikmenn eru uppaldir KR-ingar og því á leiðinni heim í Vesturbæinn. Helgi Már er 30 ára framherji en Brynjar er 24 ára skotbakvörður. „Já, þetta er alveg pottþétt, við eigum bara eftir að fá þá til að kvitta undir samning," sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR við Fréttablaðið í gær. „Það eru frábærar fréttir fyrir alla að fá eitthvað af þessum íslensku strákum heim í deildina. Eru ekki allir búnir að fá upp í háls af einhverjum þremur til fjórum útlendingum í liði? Þetta eru bara tveir heimatilbúnir KR-ingar sem eru að mæta til leiks sem vita um hvað þetta snýst í Vesturbænum og vita hvaða kröfur og hvaða metnað klúbburinn hefur. Þeir kunna þetta allt upp á tíu," sagði Böðvar. Báðir urðu þeir Íslandsmeistarar með KR þegar þeir spiluðu síðast í íslensku deildinni, Helgi veturinn 2008-9 og Brynjar 2010-11. Helgi Már hefur leikið í Svíþjóð undanfarin þrjú tímabil með Solna, Uppsala og 08 Stockholm en Brynjar Þór reyndi fyrir sér með Jämtland í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. „Þetta er mjög jákvætt fyrir Vesturbæinn og ég held að það séu miklu fleiri sem vilja koma á leiki hjá okkur eftir að þessir tveir strákar komu," sagði Böðvar. Brynjar segir það aðeins formsatriði að ganga frá þessu. „Það er lítið búið að vera að gerast úti og þetta er örugga leiðin. Það er samt einhver fyrirvari í þessu að ég geti farið ef það kemur eitthvað spennandi," sagði Brynjar. „Ég er búinn að vera vanur því að vinna síðustu árin sem ég hef spilað með KR og ef við Helgi komum báðir þá er þetta orðinn ágætlega sterkur mannskapur," sagði Brynjar. „Það verður sterkur kjarni af KR-ingum í liðinu og það er það sem KR-ingar vilja. Að vera með nóg af KR-ingum í liðinu og vera að berjast um titla," sagði Brynjar. Dominos-deild karla Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Landsliðsmennirnir Helgi Már Magnússon og Brynjar Þór Björnsson hafa ákveðið að koma heim og spila með KR í Dominos-deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. Þetta er gríðarlegur liðstyrkur fyrir KR-liðið en báðir þessir leikmenn eru uppaldir KR-ingar og því á leiðinni heim í Vesturbæinn. Helgi Már er 30 ára framherji en Brynjar er 24 ára skotbakvörður. „Já, þetta er alveg pottþétt, við eigum bara eftir að fá þá til að kvitta undir samning," sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR við Fréttablaðið í gær. „Það eru frábærar fréttir fyrir alla að fá eitthvað af þessum íslensku strákum heim í deildina. Eru ekki allir búnir að fá upp í háls af einhverjum þremur til fjórum útlendingum í liði? Þetta eru bara tveir heimatilbúnir KR-ingar sem eru að mæta til leiks sem vita um hvað þetta snýst í Vesturbænum og vita hvaða kröfur og hvaða metnað klúbburinn hefur. Þeir kunna þetta allt upp á tíu," sagði Böðvar. Báðir urðu þeir Íslandsmeistarar með KR þegar þeir spiluðu síðast í íslensku deildinni, Helgi veturinn 2008-9 og Brynjar 2010-11. Helgi Már hefur leikið í Svíþjóð undanfarin þrjú tímabil með Solna, Uppsala og 08 Stockholm en Brynjar Þór reyndi fyrir sér með Jämtland í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. „Þetta er mjög jákvætt fyrir Vesturbæinn og ég held að það séu miklu fleiri sem vilja koma á leiki hjá okkur eftir að þessir tveir strákar komu," sagði Böðvar. Brynjar segir það aðeins formsatriði að ganga frá þessu. „Það er lítið búið að vera að gerast úti og þetta er örugga leiðin. Það er samt einhver fyrirvari í þessu að ég geti farið ef það kemur eitthvað spennandi," sagði Brynjar. „Ég er búinn að vera vanur því að vinna síðustu árin sem ég hef spilað með KR og ef við Helgi komum báðir þá er þetta orðinn ágætlega sterkur mannskapur," sagði Brynjar. „Það verður sterkur kjarni af KR-ingum í liðinu og það er það sem KR-ingar vilja. Að vera með nóg af KR-ingum í liðinu og vera að berjast um titla," sagði Brynjar.
Dominos-deild karla Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira