Ímynd Íslands, atvinnulífið og forsetinn Hjörtur Smárason skrifar 29. júní 2012 14:00 Umræðan um hlutverk forseta Íslands hefur einhverra hluta vegna snúist fyrst og fremst um valdsvið hans, sem er mjög takmarkað, en ekki um það sem hlutverk forseta snýst mest um frá degi til dags. Að vera andlit þjóðarinnar gagnvart umheiminum. Styrking íslenskra fyrirtækja á erlendri grundu er eitt af megin verkefnum forseta Íslands og mikilvægt að hann kynni íslensk fyrirtæki og íslenskt hugvit á erlendum vettvangi. Í krafti embættis síns getur forsetinn opnað dyr að nýjum mörkuðum, komið á verðmætum tengslum milli fyrirtækja og fjárfesta og lagt lóð á vogarskálarnar með þátttöku í ráðstefnum, fundum og viðburðum sem mikilvægir eru fyrir útrás og kynningu íslenskra fyrirtækja. Framtíð íslensks atvinnulífs veltur á öflugu nýsköpunar- og sprotaumhverfi og aðgengi þess að erlendu fjármagni og erlendum mörkuðum. Bein þátttaka forsetans er mikilvæg en verður þó alltaf að vera innan ákveðins ramma til að koma í veg fyrir að forsetinn flækist inn í spillingu eða geti endað sem leiksoppur voldugra auðmanna. En forsetinn getur haft jafnvel enn víðtækari áhrif með öðrum hætti sem nýtist jafnt fyrirtækjum, stórum og smáum og hinum skapandi greinum. Ímynd Íslands skiptir verulegu máli fyrir möguleika íslenskra fyrirtækja á erlendri grundu og ekki hvað síst fyrir sölu ferðaþjónustuaðila á Íslandi sem áfangastað. Hvað það segir fólki að eitthvað fyrirtæki sé frá Íslandi getur haft veruleg áhrif á það hvernig samningaviðræður ganga, hvort það sé strax afskrifað við fyrstu kynni eða veki forvitni og áhuga á að vita meira. Ísland hefur getið sér gott orð fyrir frumlegan og framsækinn hugsanahátt. Þar vega þyngst listamenn eins og Björk og Sigurrós en ekki síður sterk staða kvenna og samkynhneigðra. Sú ímynd hófst með valinu á Vigdísi Finnbogadóttur sem fyrsta lýðræðislega kjörna þjóðarleiðtoga heims sem var kona. Sú kosning vakti mikla athygli og aðdáun erlendis og hefur enn áhrif á ímynd Íslands enda var þar brotið blað í jafnréttisbaráttu kvenna. Sömu sögu er að segja um árangur í réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi. Við eigum líka nýsköpunarfyrirtæki sem hafa vakið verðskuldaða athygli af sömu ástæðu eins og CCP og Össur, Datamarket, Nikita og fjöldi annarra. Þess vegna langar mig til að biðja fólk sem á lífsviðurværi sitt undir útflutningi eða ímynd Íslands með einum eða öðrum hætti að íhuga eftirfarandi spurningar: Hvaða frambjóðandi er líklegastur til þess að vekja athygli og áhuga heimspressunnar? Hvaða frambjóðandi er líklegastur til þess að verða eftirsóttur fyrirlesari og gestur á ráðstefnum og samkomum? Hvaða frambjóðandi er líklegastur til að styrkja ímynd Íslands sem brautryðjandi þjóðar sem þorir? Hvaða frambjóðandi er líklegastur til að styrkja ímynd Íslands sem þjóðar sem sé framsýn í hugsun og nálgunum? Hvaða frambjóðandi er þar af leiðandi líklegastur til að gagnast atvinnulífinu í heild sinni, ekki bara einstökum fyrirtækjum, sem forseti? Það þykir sérstakt ef að forsetakosningar í jafnlitlu ríki og á Íslandi fá yfir höfuð nokkra athygli af heimspressunni. Samt sem áður hafa sjónvarpsstöðvar, dagblöð og tímarit um alla Evrópu og reyndar víða um heim fylgst grant með einum frambjóðandanum - Þóru Arnórsdóttur. Það að forsetaframbjóðandi fái jafn mikla athygli fyrir kosningar og Þóra hefur fengið er algjörlega einstakt og sýnir okkur að þó að það eigi ekki að skipta okkur máli hér á Íslandi hvort forsetinn sé gamall karl eða ung kona, þá vekur framboð hennar heimsathygli. Ástæðan er einfaldlega sú að möguleiki einhvers í hennar stöðu á að verða forseti er óhugsandi víðast hvar annars staðar í heiminum. Við höfum tækifæri til þess að setja einstakt fordæmi fyrir umheiminn og að verða konum - og feðrum - innblástur og fyrirmynd. Við höfum tækifæri til að velja okkur fulltrúa sem mun vekja áhuga og forvitni á landi og þjóð - og afurðum okkar. Sýnum hugrekki. Verum framsýn. Styrkjum ímynd Íslands. Kjósum Þóru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Umræðan um hlutverk forseta Íslands hefur einhverra hluta vegna snúist fyrst og fremst um valdsvið hans, sem er mjög takmarkað, en ekki um það sem hlutverk forseta snýst mest um frá degi til dags. Að vera andlit þjóðarinnar gagnvart umheiminum. Styrking íslenskra fyrirtækja á erlendri grundu er eitt af megin verkefnum forseta Íslands og mikilvægt að hann kynni íslensk fyrirtæki og íslenskt hugvit á erlendum vettvangi. Í krafti embættis síns getur forsetinn opnað dyr að nýjum mörkuðum, komið á verðmætum tengslum milli fyrirtækja og fjárfesta og lagt lóð á vogarskálarnar með þátttöku í ráðstefnum, fundum og viðburðum sem mikilvægir eru fyrir útrás og kynningu íslenskra fyrirtækja. Framtíð íslensks atvinnulífs veltur á öflugu nýsköpunar- og sprotaumhverfi og aðgengi þess að erlendu fjármagni og erlendum mörkuðum. Bein þátttaka forsetans er mikilvæg en verður þó alltaf að vera innan ákveðins ramma til að koma í veg fyrir að forsetinn flækist inn í spillingu eða geti endað sem leiksoppur voldugra auðmanna. En forsetinn getur haft jafnvel enn víðtækari áhrif með öðrum hætti sem nýtist jafnt fyrirtækjum, stórum og smáum og hinum skapandi greinum. Ímynd Íslands skiptir verulegu máli fyrir möguleika íslenskra fyrirtækja á erlendri grundu og ekki hvað síst fyrir sölu ferðaþjónustuaðila á Íslandi sem áfangastað. Hvað það segir fólki að eitthvað fyrirtæki sé frá Íslandi getur haft veruleg áhrif á það hvernig samningaviðræður ganga, hvort það sé strax afskrifað við fyrstu kynni eða veki forvitni og áhuga á að vita meira. Ísland hefur getið sér gott orð fyrir frumlegan og framsækinn hugsanahátt. Þar vega þyngst listamenn eins og Björk og Sigurrós en ekki síður sterk staða kvenna og samkynhneigðra. Sú ímynd hófst með valinu á Vigdísi Finnbogadóttur sem fyrsta lýðræðislega kjörna þjóðarleiðtoga heims sem var kona. Sú kosning vakti mikla athygli og aðdáun erlendis og hefur enn áhrif á ímynd Íslands enda var þar brotið blað í jafnréttisbaráttu kvenna. Sömu sögu er að segja um árangur í réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi. Við eigum líka nýsköpunarfyrirtæki sem hafa vakið verðskuldaða athygli af sömu ástæðu eins og CCP og Össur, Datamarket, Nikita og fjöldi annarra. Þess vegna langar mig til að biðja fólk sem á lífsviðurværi sitt undir útflutningi eða ímynd Íslands með einum eða öðrum hætti að íhuga eftirfarandi spurningar: Hvaða frambjóðandi er líklegastur til þess að vekja athygli og áhuga heimspressunnar? Hvaða frambjóðandi er líklegastur til þess að verða eftirsóttur fyrirlesari og gestur á ráðstefnum og samkomum? Hvaða frambjóðandi er líklegastur til að styrkja ímynd Íslands sem brautryðjandi þjóðar sem þorir? Hvaða frambjóðandi er líklegastur til að styrkja ímynd Íslands sem þjóðar sem sé framsýn í hugsun og nálgunum? Hvaða frambjóðandi er þar af leiðandi líklegastur til að gagnast atvinnulífinu í heild sinni, ekki bara einstökum fyrirtækjum, sem forseti? Það þykir sérstakt ef að forsetakosningar í jafnlitlu ríki og á Íslandi fá yfir höfuð nokkra athygli af heimspressunni. Samt sem áður hafa sjónvarpsstöðvar, dagblöð og tímarit um alla Evrópu og reyndar víða um heim fylgst grant með einum frambjóðandanum - Þóru Arnórsdóttur. Það að forsetaframbjóðandi fái jafn mikla athygli fyrir kosningar og Þóra hefur fengið er algjörlega einstakt og sýnir okkur að þó að það eigi ekki að skipta okkur máli hér á Íslandi hvort forsetinn sé gamall karl eða ung kona, þá vekur framboð hennar heimsathygli. Ástæðan er einfaldlega sú að möguleiki einhvers í hennar stöðu á að verða forseti er óhugsandi víðast hvar annars staðar í heiminum. Við höfum tækifæri til þess að setja einstakt fordæmi fyrir umheiminn og að verða konum - og feðrum - innblástur og fyrirmynd. Við höfum tækifæri til að velja okkur fulltrúa sem mun vekja áhuga og forvitni á landi og þjóð - og afurðum okkar. Sýnum hugrekki. Verum framsýn. Styrkjum ímynd Íslands. Kjósum Þóru.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun