Hugarfarið þarf að breytast Ólafur Þ. Stephensen skrifar 25. júní 2012 06:00 Almenningur er löngu orðinn þreyttur á þeim skrípaleik sem endalaust málþóf á Alþingi er orðið. Kvöld- og næturfundirnir, þar sem þingmenn tala um ekki neitt, eru ein ástæða þess að Alþingi nýtur ákaflega lítils trausts. Í viðtali við Fréttablaðið síðastliðinn föstudag rifjar Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, upp síðustu tilraun til að draga úr málþófinu. Fyrir breytingu á þingsköpum 2007 gátu þingmenn haldið endalaust langar ræður. Reynt var að breyta þessu og stuðla að styttri og snarpari samskiptum. Tilraunin mistókst. „Nú geta menn haldið fimm mínútna ræður oft, endalaust í rauninni, og farið í andsvör. Með þessu átti að koma upp snarpari skoðanaskiptum, en þau hafa reyndar breyst í eitthvað annað," segir Ásta Ragnheiður. „Ég var óbreyttur þingmaður á þessum tíma og varaði við þessari breytingu. Í henni fælist tækifæri fyrir stjórnarandstöðu hverju sinni til að tala endalaust. Þingmaður þarf ekki að hafa nema tvo aðra með sér og þá er hægt að taka mál í gíslingu á vöktum. Menn trúðu því hins vegar ekki að það yrði gert." Nú vitum við auðvitað að það ótrúlega gerðist. Þingfundir Alþingis hafa enn lengzt; þannig voru þingfundir á lengsta þinginu á árunum 2003-2007 samtals tæplega 630 klukkustundir, en á undanförnum þremur þingum hafa þingmenn talað í 800-900 klukkutíma samanlagt. Þetta er miklu meiri málgleði en hjá þingmönnum í nágrannaríkjum okkar; Ásta Ragnheiður greinir frá því að norskir þingmenn fundi í 400-500 tíma og danskir í 500-600. Hún boðar enn breytingar á þingskaparlögum til að breyta þessu og ná tökum á málþófinu. Það er vel og rétt hjá þingforseta að rétti tíminn til að breyta þingsköpunum er rétt fyrir kosningar, þegar flokkarnir vita ekki hvort þeir verða utan eða innan stjórnar þegar næsta þing kemur saman. Þó er það svo að ekki dugar að breyta þingsköpunum eingöngu. Reynslan af breytingunni frá 2007 sýnir að ef hugur fylgir ekki máli, finna menn sér einfaldlega glufu í nýju reglunum til að halda uppteknum hætti og taka mál í gíslingu. Það bitnar illu heilli á innihaldi umræðnanna og þeirri virðingu, sem kjósendur bera fyrir þinginu. Þess vegna er það rétt, sem Ásta Ragnheiður sagði þegar hún kvaddi þingmenn er þeir fóru í sumarfrí í síðustu viku. Hún sagði umhugsunarefni hvernig þingstörfin hefðu þróazt síðustu vikur þingsins. „Mikilvægt er því að þingmenn hugleiði þessa stöðu og stöðu Alþingis almennt og komi til þings að nýju með þann ásetning að koma málum hér í betra horf." Það er nefnilega ásetningurinn, hugarfarið, stjórnmálamenningin (eins og Alþingi orðaði það í sinni sjálfsgagnrýnu ályktun í september 2010), sem skiptir höfuðmáli. Án hugarfarsbreytingar þingmanna og nýrra og breyttra samskiptahátta stjórnar og stjórnarandstöðu tekst ekki að endurreisa virðingu Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Almenningur er löngu orðinn þreyttur á þeim skrípaleik sem endalaust málþóf á Alþingi er orðið. Kvöld- og næturfundirnir, þar sem þingmenn tala um ekki neitt, eru ein ástæða þess að Alþingi nýtur ákaflega lítils trausts. Í viðtali við Fréttablaðið síðastliðinn föstudag rifjar Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, upp síðustu tilraun til að draga úr málþófinu. Fyrir breytingu á þingsköpum 2007 gátu þingmenn haldið endalaust langar ræður. Reynt var að breyta þessu og stuðla að styttri og snarpari samskiptum. Tilraunin mistókst. „Nú geta menn haldið fimm mínútna ræður oft, endalaust í rauninni, og farið í andsvör. Með þessu átti að koma upp snarpari skoðanaskiptum, en þau hafa reyndar breyst í eitthvað annað," segir Ásta Ragnheiður. „Ég var óbreyttur þingmaður á þessum tíma og varaði við þessari breytingu. Í henni fælist tækifæri fyrir stjórnarandstöðu hverju sinni til að tala endalaust. Þingmaður þarf ekki að hafa nema tvo aðra með sér og þá er hægt að taka mál í gíslingu á vöktum. Menn trúðu því hins vegar ekki að það yrði gert." Nú vitum við auðvitað að það ótrúlega gerðist. Þingfundir Alþingis hafa enn lengzt; þannig voru þingfundir á lengsta þinginu á árunum 2003-2007 samtals tæplega 630 klukkustundir, en á undanförnum þremur þingum hafa þingmenn talað í 800-900 klukkutíma samanlagt. Þetta er miklu meiri málgleði en hjá þingmönnum í nágrannaríkjum okkar; Ásta Ragnheiður greinir frá því að norskir þingmenn fundi í 400-500 tíma og danskir í 500-600. Hún boðar enn breytingar á þingskaparlögum til að breyta þessu og ná tökum á málþófinu. Það er vel og rétt hjá þingforseta að rétti tíminn til að breyta þingsköpunum er rétt fyrir kosningar, þegar flokkarnir vita ekki hvort þeir verða utan eða innan stjórnar þegar næsta þing kemur saman. Þó er það svo að ekki dugar að breyta þingsköpunum eingöngu. Reynslan af breytingunni frá 2007 sýnir að ef hugur fylgir ekki máli, finna menn sér einfaldlega glufu í nýju reglunum til að halda uppteknum hætti og taka mál í gíslingu. Það bitnar illu heilli á innihaldi umræðnanna og þeirri virðingu, sem kjósendur bera fyrir þinginu. Þess vegna er það rétt, sem Ásta Ragnheiður sagði þegar hún kvaddi þingmenn er þeir fóru í sumarfrí í síðustu viku. Hún sagði umhugsunarefni hvernig þingstörfin hefðu þróazt síðustu vikur þingsins. „Mikilvægt er því að þingmenn hugleiði þessa stöðu og stöðu Alþingis almennt og komi til þings að nýju með þann ásetning að koma málum hér í betra horf." Það er nefnilega ásetningurinn, hugarfarið, stjórnmálamenningin (eins og Alþingi orðaði það í sinni sjálfsgagnrýnu ályktun í september 2010), sem skiptir höfuðmáli. Án hugarfarsbreytingar þingmanna og nýrra og breyttra samskiptahátta stjórnar og stjórnarandstöðu tekst ekki að endurreisa virðingu Alþingis.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun