Grænt og blátt hagkerfi 20. júní 2012 07:00 Þjóðir heims reyna nú að komast að samkomulagi um umhverfismál í víðum skilningi í Ríó. Fjöldi mótmælenda kemur málstað sínum á framfæri. Hér dansa frumbyggjar fyrir framan Þróunarbanka Brasilíu til að mótmæla vatnsaflsvirkjunum. fréttablaðið/afp Engar líkur eru á lagalega bindandi samkomulagi á ráðstefnu SÞ um sjálfbæra þróun sem hefst í dag. Tuttugu árum eftir loftslagsráðstefnuna í Ríó hefur útblástur gróðurhúsalofttegunda aldrei verið meiri.Hverjar eru væntingarnar til Ríó + 20? Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um sjálfbæra þróun hefst í Brasilíu í dag undir heitinu Ríó + 20. Yfirskriftin vísar til þess að nú eru tuttugu ár síðan loftslagsráðstefna SÞ í Ríó fór fram, þar sem var í fyrsta skipti tekið á hlýnun jarðar. Síðan ráðstefnan fór fram fyrir 20 árum hefur mikið vatn runnið til sjávar og það sem verra er hefur miklu magni gróðurhúsalofttegunda verið blásið út í andrúmsloftið. Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur aldrei farið jafn mikið af þeim efnum út í andrúmsloftið. Síðan þjóðir heims komu saman í Ríó árið 1992 hefur mikið verið reynt að ná fram samningum sem binda hendur þjóða heims varðandi útblásturinn. Það hefur gengið illa. Í raun er eini samningurinn sem hefur náð þeirri stöðu Kyoto-bókunin, sem samþykkt var árið 1997, um að varna því að koma í veg fyrir að útblástur hefði skaðleg áhrif á hlýnun jarðar. Sú bókun var þó ekki bindandi og illa gekk að fá ríki til að staðfesta hana. Hún er nú runnin úr gildi.Grænt hagkerfi Engar vonir standa til þess að lagalega bindandi samningur náist nú í Brasilíu. Mikilvægi ráðstefnunnar liggur í því hvernig tekst að þoka málum áfram, málum sem síðar verður samið um. Græna hagkerfið verður áberandi í Ríó, en með því er átt við að unnið verði að sjálfbærri þróun á umhverfisvænan hátt. Rétt er að minna á að hinar þrjár stoðir sjálfbærrar þróunar eru sú efnahagslega, félagslega og umhverfislega. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt áherslu á græna hagkerfið, en illa hefur gengið að vinna því sess í bindandi samningum.Bláa hagkerfið Málefni hafsins verða áberandi á ráðstefnunni og hafa þau stundum verið nefnd bláa hagkerfið. Verndun heimshafanna mun fá forgang í samþykktum ráðstefnunnar í Brasilíu og hafa heimamenn tekið að sér að stýra viðræðum þar um. Tekið verður á þeim ógnum sem steðja að fiskistofnum, vistkerfi og líffræðilegri fjölbreytni í hafinu. Sú áhersla mun trauðla rata inn í lagalega bindandi texta, en verður til þess að auka mikilvægi málaflokksins í komandi samningaviðræðum.Áherslur Íslands Ísland hefur sett fjögur mál í forgang; endurnýjanlega orku, málefni hafsins, jafnréttismál og landgræðslu og landnýtingu. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra situr ráðstefnuna. Komið er inn á öll þessi forgangsmál í tillögu að niðurstöðuskjali ráðstefnunnar.kolbeinn@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Engar líkur eru á lagalega bindandi samkomulagi á ráðstefnu SÞ um sjálfbæra þróun sem hefst í dag. Tuttugu árum eftir loftslagsráðstefnuna í Ríó hefur útblástur gróðurhúsalofttegunda aldrei verið meiri.Hverjar eru væntingarnar til Ríó + 20? Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um sjálfbæra þróun hefst í Brasilíu í dag undir heitinu Ríó + 20. Yfirskriftin vísar til þess að nú eru tuttugu ár síðan loftslagsráðstefna SÞ í Ríó fór fram, þar sem var í fyrsta skipti tekið á hlýnun jarðar. Síðan ráðstefnan fór fram fyrir 20 árum hefur mikið vatn runnið til sjávar og það sem verra er hefur miklu magni gróðurhúsalofttegunda verið blásið út í andrúmsloftið. Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur aldrei farið jafn mikið af þeim efnum út í andrúmsloftið. Síðan þjóðir heims komu saman í Ríó árið 1992 hefur mikið verið reynt að ná fram samningum sem binda hendur þjóða heims varðandi útblásturinn. Það hefur gengið illa. Í raun er eini samningurinn sem hefur náð þeirri stöðu Kyoto-bókunin, sem samþykkt var árið 1997, um að varna því að koma í veg fyrir að útblástur hefði skaðleg áhrif á hlýnun jarðar. Sú bókun var þó ekki bindandi og illa gekk að fá ríki til að staðfesta hana. Hún er nú runnin úr gildi.Grænt hagkerfi Engar vonir standa til þess að lagalega bindandi samningur náist nú í Brasilíu. Mikilvægi ráðstefnunnar liggur í því hvernig tekst að þoka málum áfram, málum sem síðar verður samið um. Græna hagkerfið verður áberandi í Ríó, en með því er átt við að unnið verði að sjálfbærri þróun á umhverfisvænan hátt. Rétt er að minna á að hinar þrjár stoðir sjálfbærrar þróunar eru sú efnahagslega, félagslega og umhverfislega. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt áherslu á græna hagkerfið, en illa hefur gengið að vinna því sess í bindandi samningum.Bláa hagkerfið Málefni hafsins verða áberandi á ráðstefnunni og hafa þau stundum verið nefnd bláa hagkerfið. Verndun heimshafanna mun fá forgang í samþykktum ráðstefnunnar í Brasilíu og hafa heimamenn tekið að sér að stýra viðræðum þar um. Tekið verður á þeim ógnum sem steðja að fiskistofnum, vistkerfi og líffræðilegri fjölbreytni í hafinu. Sú áhersla mun trauðla rata inn í lagalega bindandi texta, en verður til þess að auka mikilvægi málaflokksins í komandi samningaviðræðum.Áherslur Íslands Ísland hefur sett fjögur mál í forgang; endurnýjanlega orku, málefni hafsins, jafnréttismál og landgræðslu og landnýtingu. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra situr ráðstefnuna. Komið er inn á öll þessi forgangsmál í tillögu að niðurstöðuskjali ráðstefnunnar.kolbeinn@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira