Grænt og blátt hagkerfi 20. júní 2012 07:00 Þjóðir heims reyna nú að komast að samkomulagi um umhverfismál í víðum skilningi í Ríó. Fjöldi mótmælenda kemur málstað sínum á framfæri. Hér dansa frumbyggjar fyrir framan Þróunarbanka Brasilíu til að mótmæla vatnsaflsvirkjunum. fréttablaðið/afp Engar líkur eru á lagalega bindandi samkomulagi á ráðstefnu SÞ um sjálfbæra þróun sem hefst í dag. Tuttugu árum eftir loftslagsráðstefnuna í Ríó hefur útblástur gróðurhúsalofttegunda aldrei verið meiri.Hverjar eru væntingarnar til Ríó + 20? Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um sjálfbæra þróun hefst í Brasilíu í dag undir heitinu Ríó + 20. Yfirskriftin vísar til þess að nú eru tuttugu ár síðan loftslagsráðstefna SÞ í Ríó fór fram, þar sem var í fyrsta skipti tekið á hlýnun jarðar. Síðan ráðstefnan fór fram fyrir 20 árum hefur mikið vatn runnið til sjávar og það sem verra er hefur miklu magni gróðurhúsalofttegunda verið blásið út í andrúmsloftið. Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur aldrei farið jafn mikið af þeim efnum út í andrúmsloftið. Síðan þjóðir heims komu saman í Ríó árið 1992 hefur mikið verið reynt að ná fram samningum sem binda hendur þjóða heims varðandi útblásturinn. Það hefur gengið illa. Í raun er eini samningurinn sem hefur náð þeirri stöðu Kyoto-bókunin, sem samþykkt var árið 1997, um að varna því að koma í veg fyrir að útblástur hefði skaðleg áhrif á hlýnun jarðar. Sú bókun var þó ekki bindandi og illa gekk að fá ríki til að staðfesta hana. Hún er nú runnin úr gildi.Grænt hagkerfi Engar vonir standa til þess að lagalega bindandi samningur náist nú í Brasilíu. Mikilvægi ráðstefnunnar liggur í því hvernig tekst að þoka málum áfram, málum sem síðar verður samið um. Græna hagkerfið verður áberandi í Ríó, en með því er átt við að unnið verði að sjálfbærri þróun á umhverfisvænan hátt. Rétt er að minna á að hinar þrjár stoðir sjálfbærrar þróunar eru sú efnahagslega, félagslega og umhverfislega. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt áherslu á græna hagkerfið, en illa hefur gengið að vinna því sess í bindandi samningum.Bláa hagkerfið Málefni hafsins verða áberandi á ráðstefnunni og hafa þau stundum verið nefnd bláa hagkerfið. Verndun heimshafanna mun fá forgang í samþykktum ráðstefnunnar í Brasilíu og hafa heimamenn tekið að sér að stýra viðræðum þar um. Tekið verður á þeim ógnum sem steðja að fiskistofnum, vistkerfi og líffræðilegri fjölbreytni í hafinu. Sú áhersla mun trauðla rata inn í lagalega bindandi texta, en verður til þess að auka mikilvægi málaflokksins í komandi samningaviðræðum.Áherslur Íslands Ísland hefur sett fjögur mál í forgang; endurnýjanlega orku, málefni hafsins, jafnréttismál og landgræðslu og landnýtingu. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra situr ráðstefnuna. Komið er inn á öll þessi forgangsmál í tillögu að niðurstöðuskjali ráðstefnunnar.kolbeinn@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira
Engar líkur eru á lagalega bindandi samkomulagi á ráðstefnu SÞ um sjálfbæra þróun sem hefst í dag. Tuttugu árum eftir loftslagsráðstefnuna í Ríó hefur útblástur gróðurhúsalofttegunda aldrei verið meiri.Hverjar eru væntingarnar til Ríó + 20? Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um sjálfbæra þróun hefst í Brasilíu í dag undir heitinu Ríó + 20. Yfirskriftin vísar til þess að nú eru tuttugu ár síðan loftslagsráðstefna SÞ í Ríó fór fram, þar sem var í fyrsta skipti tekið á hlýnun jarðar. Síðan ráðstefnan fór fram fyrir 20 árum hefur mikið vatn runnið til sjávar og það sem verra er hefur miklu magni gróðurhúsalofttegunda verið blásið út í andrúmsloftið. Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur aldrei farið jafn mikið af þeim efnum út í andrúmsloftið. Síðan þjóðir heims komu saman í Ríó árið 1992 hefur mikið verið reynt að ná fram samningum sem binda hendur þjóða heims varðandi útblásturinn. Það hefur gengið illa. Í raun er eini samningurinn sem hefur náð þeirri stöðu Kyoto-bókunin, sem samþykkt var árið 1997, um að varna því að koma í veg fyrir að útblástur hefði skaðleg áhrif á hlýnun jarðar. Sú bókun var þó ekki bindandi og illa gekk að fá ríki til að staðfesta hana. Hún er nú runnin úr gildi.Grænt hagkerfi Engar vonir standa til þess að lagalega bindandi samningur náist nú í Brasilíu. Mikilvægi ráðstefnunnar liggur í því hvernig tekst að þoka málum áfram, málum sem síðar verður samið um. Græna hagkerfið verður áberandi í Ríó, en með því er átt við að unnið verði að sjálfbærri þróun á umhverfisvænan hátt. Rétt er að minna á að hinar þrjár stoðir sjálfbærrar þróunar eru sú efnahagslega, félagslega og umhverfislega. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt áherslu á græna hagkerfið, en illa hefur gengið að vinna því sess í bindandi samningum.Bláa hagkerfið Málefni hafsins verða áberandi á ráðstefnunni og hafa þau stundum verið nefnd bláa hagkerfið. Verndun heimshafanna mun fá forgang í samþykktum ráðstefnunnar í Brasilíu og hafa heimamenn tekið að sér að stýra viðræðum þar um. Tekið verður á þeim ógnum sem steðja að fiskistofnum, vistkerfi og líffræðilegri fjölbreytni í hafinu. Sú áhersla mun trauðla rata inn í lagalega bindandi texta, en verður til þess að auka mikilvægi málaflokksins í komandi samningaviðræðum.Áherslur Íslands Ísland hefur sett fjögur mál í forgang; endurnýjanlega orku, málefni hafsins, jafnréttismál og landgræðslu og landnýtingu. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra situr ráðstefnuna. Komið er inn á öll þessi forgangsmál í tillögu að niðurstöðuskjali ráðstefnunnar.kolbeinn@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira