I save Arnþór Gunnarsson skrifar 13. júní 2012 06:00 Sagan sýnir að pólitískur og efnahagslegur óstöðugleiki eða stjórnarbyltingar ala gjarnan af sér nýja öfluga pólitíska leiðtoga sem taka að sér að leiða þjóðir út úr aðsteðjandi vanda. Að vísu er upp og ofan hvort sú leiðsögn hefur reynst farsæl, því oftar en ekki hefur bjargvætturinn reynst vera loddari og lýðskrumari. Saga tuttugustu aldar geymir marga slíka. Allt frá bankahruninu og búsáhaldabyltingunni hafa margir Íslendingar vænst þess að fram á sjónarsviðið kæmi einstaklingur með sterkan persónuleika, hyggjuvit og slíka pólitíska færni að hann gæti leitt þjóðina í gegnum þrengingarnar og áfram inn í uppbyggingarstarfið. Mörgum til mikillar furðu bólaði ekkert á slíkum einstaklingi en þeir hinir sömu hafa nú loksins áttað sig á því að hann er mættur og það fyrir löngu. Hann var nefnilega á sviðinu allan tímann. Hann var á pólitíska sviðinu, fyrst sem alþingismaður, síðan ráðherra og loks forseti. Og hann var í útrásarveislunum, ýmist sem boðsgestur eða þá að hann hélt þær sjálfur. Og hann var í fjölmiðlunum, bæði hérlendis og erlendis. Hann var mikilvirkur gerandi og hann er það ennþá. Hlutverkin eru orðin mörg eins og hjá gamalreyndum leikara. En öfugt við leikarann hefur hann aldrei haft leikstjóra því hann hefur stjórnað sér sjálfur. Ekki nóg með það, hann hefur líka samið rulluna sína sjálfur. Framan af var hann að vísu oftar en ekki í aukahlutverki, enda létu þá ýmsir leikstjórar og handritshöfundar mjög að sér kveða, auk þess sem hann var frekar óvinsæll meðal áhorfenda. En mörg undanfarin ár hefur hann farið með eitt af aðalhlutverkunum og nú orðið er hann einfaldlega einn í aðalhlutverki. Aðrir eru í aukahlutverkum. Og vinsældir hans meðal áhorfenda hafa aukist til muna. Reyndar er orðið vafasamt að tala um áhorfendur því þeir eru orðnir virkir þátttakendur í leiknum, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Leikur þeirra er að sönnu veigalítill, þeir eru ýmist í klappliðinu eða pú-liðinu. Fáir muna lengur hvenær og hvernig sjónleikur þessi byrjaði og enginn veit fyrir víst hvaða stefnu hann tekur næst eða hvenær honum lýkur. Jafnvel ekki handritshöfundurinn sjálfur, enda semur hann handritið jafnharðan. Það er galdurinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Sjá meira
Sagan sýnir að pólitískur og efnahagslegur óstöðugleiki eða stjórnarbyltingar ala gjarnan af sér nýja öfluga pólitíska leiðtoga sem taka að sér að leiða þjóðir út úr aðsteðjandi vanda. Að vísu er upp og ofan hvort sú leiðsögn hefur reynst farsæl, því oftar en ekki hefur bjargvætturinn reynst vera loddari og lýðskrumari. Saga tuttugustu aldar geymir marga slíka. Allt frá bankahruninu og búsáhaldabyltingunni hafa margir Íslendingar vænst þess að fram á sjónarsviðið kæmi einstaklingur með sterkan persónuleika, hyggjuvit og slíka pólitíska færni að hann gæti leitt þjóðina í gegnum þrengingarnar og áfram inn í uppbyggingarstarfið. Mörgum til mikillar furðu bólaði ekkert á slíkum einstaklingi en þeir hinir sömu hafa nú loksins áttað sig á því að hann er mættur og það fyrir löngu. Hann var nefnilega á sviðinu allan tímann. Hann var á pólitíska sviðinu, fyrst sem alþingismaður, síðan ráðherra og loks forseti. Og hann var í útrásarveislunum, ýmist sem boðsgestur eða þá að hann hélt þær sjálfur. Og hann var í fjölmiðlunum, bæði hérlendis og erlendis. Hann var mikilvirkur gerandi og hann er það ennþá. Hlutverkin eru orðin mörg eins og hjá gamalreyndum leikara. En öfugt við leikarann hefur hann aldrei haft leikstjóra því hann hefur stjórnað sér sjálfur. Ekki nóg með það, hann hefur líka samið rulluna sína sjálfur. Framan af var hann að vísu oftar en ekki í aukahlutverki, enda létu þá ýmsir leikstjórar og handritshöfundar mjög að sér kveða, auk þess sem hann var frekar óvinsæll meðal áhorfenda. En mörg undanfarin ár hefur hann farið með eitt af aðalhlutverkunum og nú orðið er hann einfaldlega einn í aðalhlutverki. Aðrir eru í aukahlutverkum. Og vinsældir hans meðal áhorfenda hafa aukist til muna. Reyndar er orðið vafasamt að tala um áhorfendur því þeir eru orðnir virkir þátttakendur í leiknum, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Leikur þeirra er að sönnu veigalítill, þeir eru ýmist í klappliðinu eða pú-liðinu. Fáir muna lengur hvenær og hvernig sjónleikur þessi byrjaði og enginn veit fyrir víst hvaða stefnu hann tekur næst eða hvenær honum lýkur. Jafnvel ekki handritshöfundurinn sjálfur, enda semur hann handritið jafnharðan. Það er galdurinn.
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar