Fordómar fjúka ef þeim er sleppt Héðinn Unnsteinsson skrifar 11. júní 2012 06:00 Þriðjudaginn 5. júní skrifaði ung kona, Guðrún Runólfsdóttir, grein í þetta blað undir yfirskriftinni „látum fordómana fjúka". Mig langar að þakka Guðrúnu fyrir að halda umræðunni um fordóma og mismunun gagnvart þeim sem greinast með geðraskanir opinni. Sá sem þetta skrifar veit að það þarf áræði og kjark til þess að tjá sig um eigið geð. Umræðan um geðheilbrigðismál á Íslandi hefur, eins og umræða um marga aðra málaflokka, verið tvípóla. Við erum öll sammála um það að það búi allir við misgóða geðheilsu. Það var á þeim nótum að geðheilsuna ættum við sameiginlega, sem verkefnið Geðrækt var sett á laggirnar fyrir 12 árum síðan. Það að við gætum öll ræktað og eflt okkar geðheilsu, hversu mikið sem við ættum af henni. Afurðum verkefnisins s.s. geðorðunum 10 var beint til allra. Eitt af markmiðunum var að draga úr fordómum og sameina landsmenn um forskeytið „geð" hvað svo sem fylgdi í kjölfar þess. Það er nú svo að þrátt fyrir alla umræðuna um geðheilbrigðsmál síðustu áratugina þá er það upplifun mín, sem endurspeglast að hluta í rannsókn Jóns Gunnars Bernburgs og Sigrúnar Ólafsdóttur um fordóma gegn fólki með geðraskanir, að fordómar séu enn miklir þó mismununin sé ekki sýnileg. Fordómarnir liggja í djúpinu en oftast er allt kyrrt á yfirborðinu. Fordómar eru eins og innri forskrift sem lifir innan hverrar mannveru eins og kalkípappír sem áþreifanlegt birtingarform mismununar endurspeglast í gegnum. Birtast í orði og athöfn. Það að lifa óklofinni tilveru og tala opinskátt um geðheilbrigðismál og eigin reynslu krefst styrks. Um leið og ég þakka Guðrúnu aftur fyrir einlægni hennar og áeggjan um breytingar hvet ég hana til að halda áfram. Jafnframt vil ég hvetja þann u.þ.b. fjórðung landsmanna sem glímir við geðraskanir að gera slíkt hið sama. En gleyma því ekki að á sama tíma á sá fjórðungur geðheilsuna sameiginlega með öllum landsmönnum og um hana eigum við að sameinast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Héðinn Unnsteinsson Tengdar fréttir Látum fordómana fjúka! Það er löngu kominn tími á að beina athygli að þessu feimnismáli. Þetta kemur mér vissulega við sem einstaklingi þar sem ég greindist nýlega með geðhvarfasýki (bipolar disorder). Ég hins vegar ákvað fljótlega eftir greiningu að líta ekki á geðsjúkdóma sem feimnismál. 5. júní 2012 06:00 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 5. júní skrifaði ung kona, Guðrún Runólfsdóttir, grein í þetta blað undir yfirskriftinni „látum fordómana fjúka". Mig langar að þakka Guðrúnu fyrir að halda umræðunni um fordóma og mismunun gagnvart þeim sem greinast með geðraskanir opinni. Sá sem þetta skrifar veit að það þarf áræði og kjark til þess að tjá sig um eigið geð. Umræðan um geðheilbrigðismál á Íslandi hefur, eins og umræða um marga aðra málaflokka, verið tvípóla. Við erum öll sammála um það að það búi allir við misgóða geðheilsu. Það var á þeim nótum að geðheilsuna ættum við sameiginlega, sem verkefnið Geðrækt var sett á laggirnar fyrir 12 árum síðan. Það að við gætum öll ræktað og eflt okkar geðheilsu, hversu mikið sem við ættum af henni. Afurðum verkefnisins s.s. geðorðunum 10 var beint til allra. Eitt af markmiðunum var að draga úr fordómum og sameina landsmenn um forskeytið „geð" hvað svo sem fylgdi í kjölfar þess. Það er nú svo að þrátt fyrir alla umræðuna um geðheilbrigðsmál síðustu áratugina þá er það upplifun mín, sem endurspeglast að hluta í rannsókn Jóns Gunnars Bernburgs og Sigrúnar Ólafsdóttur um fordóma gegn fólki með geðraskanir, að fordómar séu enn miklir þó mismununin sé ekki sýnileg. Fordómarnir liggja í djúpinu en oftast er allt kyrrt á yfirborðinu. Fordómar eru eins og innri forskrift sem lifir innan hverrar mannveru eins og kalkípappír sem áþreifanlegt birtingarform mismununar endurspeglast í gegnum. Birtast í orði og athöfn. Það að lifa óklofinni tilveru og tala opinskátt um geðheilbrigðismál og eigin reynslu krefst styrks. Um leið og ég þakka Guðrúnu aftur fyrir einlægni hennar og áeggjan um breytingar hvet ég hana til að halda áfram. Jafnframt vil ég hvetja þann u.þ.b. fjórðung landsmanna sem glímir við geðraskanir að gera slíkt hið sama. En gleyma því ekki að á sama tíma á sá fjórðungur geðheilsuna sameiginlega með öllum landsmönnum og um hana eigum við að sameinast.
Látum fordómana fjúka! Það er löngu kominn tími á að beina athygli að þessu feimnismáli. Þetta kemur mér vissulega við sem einstaklingi þar sem ég greindist nýlega með geðhvarfasýki (bipolar disorder). Ég hins vegar ákvað fljótlega eftir greiningu að líta ekki á geðsjúkdóma sem feimnismál. 5. júní 2012 06:00
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun