Geta allir grætt á Húnavallaleið? Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 5. júní 2012 06:00 Möguleg stytting Hringvegarins um 14 km fram hjá Blönduósi hefur verið kölluð Húnavallaleið. Leiðin tekur af einn hættulegasta kafla Hringvegarins í Langadal. Austur-Húnvetningar hafa lagst gegn henni, sérstaklega Blönduósingar. Telja þeir að þeir tapi á því að Hringvegurinn verði ekki í gegnum bæinn vegna minni þjónustusölu og fleira. Segjum sem svo að það sé rétt þó um það megi deila. Ekki er víst að allir skilji hvað gróðinn er gríðarlegur af styttingunni. Þeir sem græða (vegfarendur), græða miklu meira en þeir sem tapa (Húnvetningar). Í tilfelli sem þessu þar sem nettógróðinn er feikilegur á að vera hægt að bæta þeim upp skaðann sem tapa með því að þeir fái hluta gróðans. Og allir eiga að geta verið ánægðir! En hvernig á að bæta Húnvetningum upp hugsanlegt tap? Hér er ein hugmynd af mörgum mögulegum. Vegstyttingin er hátt í jafnmikil og í tilfelli Vaðlaheiðarganga, umferð er þó minni en kostnaður við framkvæmdina ekki nema brot af kostnaði við Vaðlaheiðargöng. Ef ríkið gerði styttinguna en rukkaði veggjald á nýrri brú yfir Blöndu í 25 ár myndi verkefnið auðveldlega þola að hluti veggjaldsins færi til samfélagsverkefna í héraðinu. Ef t.d. 100 kr. af veggjaldinu rynnu í nýsköpunarsjóð sem eingöngu stæði íbúum í Austur-Húnavatnssýslu til boða þá þýddi það að hægt væri að úthluta úr þeim sjóði til nýsköpunarverkefna um 100.000 kr. á degi hverjum, 35 m.kr. á ári. Líklega myndi verkefnið þola 200 kr. af veggjaldinu eða 200.000 kr. á dag, 70 m.kr. á ári. Þar sem oft er krafist mótframlags þegar sótt er í rannsókna- og nýsköpunarsjóði á landsvísu væri líklega hægt að auka fé til nýsköpunar á svæðinu um enn hærri upphæð en þetta. Hvað þýddi þetta fyrir Blönduós og A-Hún.? Þar yrði kjörið að eiga heima fyrir þá sem eru frumkvöðlar. Í fyrsta lagi myndu heimamenn sem eru hugmyndaríkir og atorkusamir ekki fara burt af svæðinu. Í öðru lagi myndi héraðið soga til sín atorkusamt fólk sem myndi stofna fyrirtæki m.a. í ferðamennsku. Einnig er hægt að hugsa sér fjárfestingarsjóð sem legði fé í atvinnurekstur í héraðinu. Á 25 árum kæmu inn í þann sjóð kannski 850 m.kr. miðað við hundraðkallinn, 1.700 m.kr. miðað við 200 kallinn. Ef sjóðurinn væri eingöngu ávaxtaður á meðan hann væri að byggjast upp yrði hann líklega langt yfir 2 milljörðum króna eftir 25 ár. Hvað er hægt að gera fyrir 2 milljarða í A-Hún.? Vonandi fjárfesta í arðsamri atvinnustarfsemi sem stækkaði sjóðinn enn frekar. Vinna að erlendri fjárfestingu á svæðinu og margt fleira. Slíkur sjóður yrði hlutfallslega gríðarlega sterkur, Skagfirðingar myndu líta öfundaraugum til vesturs en ekki öfugt. Yrði þetta hættulegt fordæmi? Fordæmið yrði vegstytting með mikilli arðsemi með veggjaldi þar sem byggðir í varnarbaráttu teldu sig skaðast. Þannig verkefni eru fá á Íslandi og líklega allt í lagi að ræða hvort sama ætti við í slíkum tilfellum. Því miður hefur umræðan um þessa framkvæmd aldrei snúist um það að allir geti grætt. Samt er algjörlega öruggt að slík útfærsla er til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þorvaldur Heiðarsson Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Möguleg stytting Hringvegarins um 14 km fram hjá Blönduósi hefur verið kölluð Húnavallaleið. Leiðin tekur af einn hættulegasta kafla Hringvegarins í Langadal. Austur-Húnvetningar hafa lagst gegn henni, sérstaklega Blönduósingar. Telja þeir að þeir tapi á því að Hringvegurinn verði ekki í gegnum bæinn vegna minni þjónustusölu og fleira. Segjum sem svo að það sé rétt þó um það megi deila. Ekki er víst að allir skilji hvað gróðinn er gríðarlegur af styttingunni. Þeir sem græða (vegfarendur), græða miklu meira en þeir sem tapa (Húnvetningar). Í tilfelli sem þessu þar sem nettógróðinn er feikilegur á að vera hægt að bæta þeim upp skaðann sem tapa með því að þeir fái hluta gróðans. Og allir eiga að geta verið ánægðir! En hvernig á að bæta Húnvetningum upp hugsanlegt tap? Hér er ein hugmynd af mörgum mögulegum. Vegstyttingin er hátt í jafnmikil og í tilfelli Vaðlaheiðarganga, umferð er þó minni en kostnaður við framkvæmdina ekki nema brot af kostnaði við Vaðlaheiðargöng. Ef ríkið gerði styttinguna en rukkaði veggjald á nýrri brú yfir Blöndu í 25 ár myndi verkefnið auðveldlega þola að hluti veggjaldsins færi til samfélagsverkefna í héraðinu. Ef t.d. 100 kr. af veggjaldinu rynnu í nýsköpunarsjóð sem eingöngu stæði íbúum í Austur-Húnavatnssýslu til boða þá þýddi það að hægt væri að úthluta úr þeim sjóði til nýsköpunarverkefna um 100.000 kr. á degi hverjum, 35 m.kr. á ári. Líklega myndi verkefnið þola 200 kr. af veggjaldinu eða 200.000 kr. á dag, 70 m.kr. á ári. Þar sem oft er krafist mótframlags þegar sótt er í rannsókna- og nýsköpunarsjóði á landsvísu væri líklega hægt að auka fé til nýsköpunar á svæðinu um enn hærri upphæð en þetta. Hvað þýddi þetta fyrir Blönduós og A-Hún.? Þar yrði kjörið að eiga heima fyrir þá sem eru frumkvöðlar. Í fyrsta lagi myndu heimamenn sem eru hugmyndaríkir og atorkusamir ekki fara burt af svæðinu. Í öðru lagi myndi héraðið soga til sín atorkusamt fólk sem myndi stofna fyrirtæki m.a. í ferðamennsku. Einnig er hægt að hugsa sér fjárfestingarsjóð sem legði fé í atvinnurekstur í héraðinu. Á 25 árum kæmu inn í þann sjóð kannski 850 m.kr. miðað við hundraðkallinn, 1.700 m.kr. miðað við 200 kallinn. Ef sjóðurinn væri eingöngu ávaxtaður á meðan hann væri að byggjast upp yrði hann líklega langt yfir 2 milljörðum króna eftir 25 ár. Hvað er hægt að gera fyrir 2 milljarða í A-Hún.? Vonandi fjárfesta í arðsamri atvinnustarfsemi sem stækkaði sjóðinn enn frekar. Vinna að erlendri fjárfestingu á svæðinu og margt fleira. Slíkur sjóður yrði hlutfallslega gríðarlega sterkur, Skagfirðingar myndu líta öfundaraugum til vesturs en ekki öfugt. Yrði þetta hættulegt fordæmi? Fordæmið yrði vegstytting með mikilli arðsemi með veggjaldi þar sem byggðir í varnarbaráttu teldu sig skaðast. Þannig verkefni eru fá á Íslandi og líklega allt í lagi að ræða hvort sama ætti við í slíkum tilfellum. Því miður hefur umræðan um þessa framkvæmd aldrei snúist um það að allir geti grætt. Samt er algjörlega öruggt að slík útfærsla er til.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar