Sameiningarafl þjóðarinnar Jón Þór Ólafsson skrifar 2. júní 2012 06:00 Þegar sameiningartákn þjóðarinnar sat á Bessastöðum gaf þingið sjávarauðlind þjóðarinnar, tók verðtryggingu af launum en ekki skuldum, einkavinavæddi ríkisbankana og svo má lengi telja. Okkur leið vel með táknrænan forseta. En þegar við kjósum til embættisins í sumar skulum við samt spyrja hvort okkur liði ekki betur í dag hefði forsetinn skotið þessum málum til þjóðarinnar. Við værum eflaust með réttlátara fiskveiðikerfi, verðtryggingin væri án efa minningin ein og hér hefði mögulega ekki orðið bankahrun, eða í það minnsta ekki jafn stórt. Kjósendur eru hluti löggjafarvaldsins.Á meðan að greiðasta leiðin til að komast á þing er með stuðningi sérhagsmunaaðila munu fæstir þingmenn vera fulltrúar almennings. Minnihlutahópar þurfa að sjálfsögðu vörn fyrir ofríki meirihlutans, svo fulltrúalýðræði hefur sína kosti, en þegar þingið þóknast sérhagsmunum og setur lög gegn almannahag þá þarf almenningur að grípa fram fyrir hendurnar á Alþingi. Stjórnarskráin heimilar forsetanum að aðstoða almenning til þess, en það er misskilningur að hann hafi neitunarvald. Við synjun forseta á lagafrumvarpi „fær það engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar" eins og segir í 26. grein stjórnarskrárinnar. Það eru kjósendur sem hafa neitunarvaldið. Kjósendur í landinu eru hluti af löggjafarvaldinu. En þeir þurfa að treysta á að forsetinn virki þetta vald þeirra, að hann skjóti málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Málskotsrétturinn veitir Alþingi aðhald.Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá mun stór hluti kjósenda halda áfram að skora á forsetann að beita málskotsréttinum. Forseti sem í framtíðinni er tregur til að skjóta málum til þjóðarinnar mun sundra henni en ekki sameina. En málskotsréttur forsetans getur verið sameiningarafl. Hann veitir Alþingi aðhald við lagasetningu. Hann þrýstir á þingið að vera samstiga þjóðinni í stórum málum. Málskotsrétturinn getur því verið afl sem betur sameinar hagsmuni þings og þjóðar. Þing sem er meira samstiga þjóðinni.Í lok júní getum við kosið forseta sem á að sameina þjóðina með því að stappa í okkur stálið frá hliðarlínunni; á meðan hagsmunir þings og þjóðar reka áfram í sundur; á meðan hunsaðar kröfur kjósenda um málskot verða háværari. Eða við getum kosið forseta sem finnst sjálfsagt að við kjósendur fáum færi á að gefa lagafrumvörpum þingsins rauða spjaldið; forseta sem þingið veit að stendur með þjóðinni þegar hagsmunagjá myndast þar á milli; forseta sem sameinar þannig hagsmuni þings og þjóðar að við getum spilað betur saman sem liðsheild. Mætum á kosningavöllinn og styðjum málskotsréttinn til sigurs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Jón Þór Ólafsson Skoðun Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Skoðun Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Sjá meira
Þegar sameiningartákn þjóðarinnar sat á Bessastöðum gaf þingið sjávarauðlind þjóðarinnar, tók verðtryggingu af launum en ekki skuldum, einkavinavæddi ríkisbankana og svo má lengi telja. Okkur leið vel með táknrænan forseta. En þegar við kjósum til embættisins í sumar skulum við samt spyrja hvort okkur liði ekki betur í dag hefði forsetinn skotið þessum málum til þjóðarinnar. Við værum eflaust með réttlátara fiskveiðikerfi, verðtryggingin væri án efa minningin ein og hér hefði mögulega ekki orðið bankahrun, eða í það minnsta ekki jafn stórt. Kjósendur eru hluti löggjafarvaldsins.Á meðan að greiðasta leiðin til að komast á þing er með stuðningi sérhagsmunaaðila munu fæstir þingmenn vera fulltrúar almennings. Minnihlutahópar þurfa að sjálfsögðu vörn fyrir ofríki meirihlutans, svo fulltrúalýðræði hefur sína kosti, en þegar þingið þóknast sérhagsmunum og setur lög gegn almannahag þá þarf almenningur að grípa fram fyrir hendurnar á Alþingi. Stjórnarskráin heimilar forsetanum að aðstoða almenning til þess, en það er misskilningur að hann hafi neitunarvald. Við synjun forseta á lagafrumvarpi „fær það engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar" eins og segir í 26. grein stjórnarskrárinnar. Það eru kjósendur sem hafa neitunarvaldið. Kjósendur í landinu eru hluti af löggjafarvaldinu. En þeir þurfa að treysta á að forsetinn virki þetta vald þeirra, að hann skjóti málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Málskotsrétturinn veitir Alþingi aðhald.Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá mun stór hluti kjósenda halda áfram að skora á forsetann að beita málskotsréttinum. Forseti sem í framtíðinni er tregur til að skjóta málum til þjóðarinnar mun sundra henni en ekki sameina. En málskotsréttur forsetans getur verið sameiningarafl. Hann veitir Alþingi aðhald við lagasetningu. Hann þrýstir á þingið að vera samstiga þjóðinni í stórum málum. Málskotsrétturinn getur því verið afl sem betur sameinar hagsmuni þings og þjóðar. Þing sem er meira samstiga þjóðinni.Í lok júní getum við kosið forseta sem á að sameina þjóðina með því að stappa í okkur stálið frá hliðarlínunni; á meðan hagsmunir þings og þjóðar reka áfram í sundur; á meðan hunsaðar kröfur kjósenda um málskot verða háværari. Eða við getum kosið forseta sem finnst sjálfsagt að við kjósendur fáum færi á að gefa lagafrumvörpum þingsins rauða spjaldið; forseta sem þingið veit að stendur með þjóðinni þegar hagsmunagjá myndast þar á milli; forseta sem sameinar þannig hagsmuni þings og þjóðar að við getum spilað betur saman sem liðsheild. Mætum á kosningavöllinn og styðjum málskotsréttinn til sigurs.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar